Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 102
13. september 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 58
„Ég ákvað að nýta þetta spennandi hús sem útgangspunkt
fyrir sýninguna og undirstrika það sem höggmynd. Það
var mikil framúrstefna hjá Ásmundi að hafa þetta kúlu-
lag á húsinu þegar hann byggði það upp úr 1940. Það var
í raun fyrsta húsið í Reykjavík sem var ekki eins og hin,“
segir Yean Fee Quay, stödd í Ásmundarsafni við Sigtún.
Undirbúningur undir samsýninguna A posterori: Hús,
höggmynd er þar í fullum gangi. Hún verður opnuð á laug-
ardaginn klukkan 16 og Yean Fee Quay er sýningarstjóri.
Listamennirnir Birgir Snæbjörn Birgisson, Guðjón Ket-
ilsson, Hulda Hákon, Kathy Clark, Kristín Reynisdóttir,
Stefán Jónsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir munu eiga verk
á sýningunni og auk þess verða litlar útgáfur af nokkrum
styttum Ásmundar Sveinssonar úr garðinum.
Nokkur verk eru þegar komin á sinn stað. Skyldu lista-
mennirnir hafa unnið þau sérstaklega fyrir þessa sýn-
ingu? „Nei, þeir áttu þau fyrir og ég vissi af þeim,“ svarar
Yean Fee Quay brosandi og nefnir sem dæmi að Guðjón
Ketilsson hafi unnið mikið með hús í sinni list og búið til
höggmyndir út frá formum þeirra. Bendir líka á eitt fín-
legt verk á stafni neðri salarins eftir Kathy Clark. „Þetta
er í fyrsta sinn sem Kathy sýnir hér á landi,“ segir Yean
Fee. „Hún er frá Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi
lengi og unnið sín verk í kyrrþey.“ gun@frettabladid.is
Byggingarlistin útgangspunktur
Á samsýningunni A posterori: Hús, höggmynd sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni á laugardaginn eru listaverk
með nýstárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar. Ásmundarsafn sjálft er hluti af sýningunni. Yean Fee Quay er sýningarstjóri.
ÆVINTÝRALEGT Kathy Clark hefur ekki
sýnt hér á landi áður. HÖFÐI Verk eftir Huldu Hákon.
SÝNINGARSTJÓRINN
„Það var mikil
framúrstefna hjá
Ásmundi að hafa
þetta kúlulag á
húsinu þegar hann
byggði það upp úr
1940,“ segir Yean Fee
Quay.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MIÐRÝMIÐ
Öll þessi
verk eru
eftir Stefán
Jónsson.
Bláa húsið
heitir Reiði
Rafaels.
Sýning Frystiklefans í Rifi
á Trúðleik eftir Hallgrím H.
Helgason, sem hlaut feiknagóð-
ar viðtökur jafnt
áhorfenda sem
gagnrýnenda,
hefur nú verið
tekin til sýninga
í Tjarnarbíói og
verður sýnd þar
á sunnudögum í
september og
október.
Þeir
Skúli
og Spæli eru trúðar sem hafa
starfað saman langalengi. Skúli
er ævinlega bjartsýnn, finnst
yndislegt að sprella og getur
ekki ímyndað sér neinn
annan starfa,
enda streyma
hugmyndirnar og
skemmtileg dellan
upp úr honum eins
og úr gosbrunni.
Spæli er hins vegar
krumpuð og tor-
tryggin týpa.
Það eru
þeir Benedikt Gröndal og Kári
Viðarsson sem leika trúðana og
leikstjóri er Halldór Gylfason.
Sýningin hlaut geysigóðar við-
tökur þegar hún var frumsýnd
í Frystiklefanum, meðal annars
sagði Salka Guðmundsdóttir,
gagnrýnandi Víðsjár, að hún
væri: „Ein eftirminnilegasta
leikhúsupplifun síðustu miss-
era.“
Næsta sýning í Tjarnarbíói er
á morgun klukkan 14, og síðan
verður sýnt þann 21. og 28. sept-
ember og 12. október. - fsb
Skúli og Spæli komnir í bæinn
Trúðleikur eft ir Hallgrím H. Helgason, sem frumsýndur var í Frystiklefanum
2012 við mikla hrifningu, verður sýndur í Tjarnarbíói næstu sunnudaga.
Hannah Kent, höfundur skáldsögunnar Náðarstundar, verð-
ur sérlegur gestur á baðstofukvöldi Forlagsins á Café Rosen-
berg 15. september klukkan 20. Þar mun hún lesa úr bókinni
og að upplestri loknum mun Silja Aðalsteinsdóttir stjórna
umræðum og Jón St. Kristjánsson ræða um þýðingu sína.
Náðarstund fjallar um síðustu mánuðina í lífi Agnes-
ar Magnúsdóttur, síðustu konunnar sem tekin var af lífi á
Íslandi. Hún var hálshöggvin í Vatnsdalshólum í Húnavatns-
sýslu 12. janúar 1830 ásamt Friðriki Sigurðssyni fyrir morð
á tveimur mönnum.
Náðarstund, sem er fyrsta skáldsaga Kent, hefur farið
sannkallaða sigurför um heiminn og hlotið fjölda verðlauna
og viðurkenninga, þar á meðal áströlsku bókmenntaverð-
launin. Í undirbúningi er einnig gerð kvikmyndar eftir sög-
unni og mun Jennifer Lawrence fara með hlutverk Agnesar.
Hannah Kent á Café Rosenberg
Ástralski höfundurinn sérstakur gestur á upplestrarkvöldi.
HANNAH
KENT
Náðar-
stund, sem
er fyrsta
skáldsaga
Kent,
hefur farið
sannkallaða
sigurför um
heiminn.
MYND/NORDIC-
PHOTOSGETTY.
HEF FLUTT MIG UM SET
Býð alla gamla og nýja viðskiptavini
velkomna
Gerður Sævarsdóttir hársnyrtimeistari
GREIÐAN
Háaleitisbraut 58-60
sími 5813090 / 8621323
HÁRNÝ
hársnyrtistofa
Nýbýlavegi 28, 200 Kópavogur
sími: 554 6422
MENNING