Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 104

Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 104
13. september 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 LAUGARDAGUR SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 19.30 Hljómsveitin Nýdönsk heldur sína árlegu Hörputónleika í Eldborg í kvöld. Þeir sem kaupa miða á tón- leikana munu eignast rafræna útgáfu hljómplötunnar Diskó Berlín, fyrri hluti sem kemur út í heild sinni í haust. Tengill á lögin verður sendur með stað- festingarpósti í kjölfar miðakaupanna og tengill fylgir með þeim miðum sem keyptir eru í miðasölunni. 21.00 Soffía Björg Band mun spila í Mengi laugardagskvöldið 13. septem- ber næstkomandi kl. 21. Hljómsveitina skipa Soffía Björg, Örn Eldjárn, Ingi- björg Elsa Turchi, Þorvaldur Ingveldar- son og Tómas Jónsson. Aðgangseyrir 2.000 krónur. 21.00 Á laugardaginn er röðin komin að hljómsveitinni Ponyrom að koma fram á Bar 11. Húsið opnað klukkan 21 og aðgangur ókeypis. 22.00 Hljómsveitin Hjaltalín kemur fram á tónleikum á Húrra, laugardags- kvöldið 13. september. Á tónleikunum hyggst hljómsveitin frumflytja ný lög í bland við eldra efni. Eftir tónleikana hyggst sveitin jafnframt taka sér smá hlé frá tónleikahaldi. Miðaverð: 2.000 kr. Eingöngu selt við hurð. 22.00 Ljótu hálfvitarnir verða með hefðbundna söngskemmtun á Café Rosenberg við Klapparstíginn í kvöld. Þetta verða síðustu tónleikar hljóm- sveitarinnar í Reykjavík á árinu svo það er ætlun meðlima að gefa allt sem þeir eiga í spilamennskuna, fíflaganginn og stuðið. Engin forsala er í boði, en klókir gestir koma snemma og tryggja sér sæti. 23.00 Bandaríski tónlistarmaðurinn Roland Hartwell leikur og syngur á Obladi Oblada á Frakkastíg 8 í kvöld kl. 23. Aðgangur er ókeypis. Sýningar 14.00 Hvað á barnið að heita? er sýn- ing á skírnar- og nafnakjólum Berglind- ar Birgisdóttur í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg. Opnuð í dag kl. 14. Bókmenntir 15.00 Bókin Dagar og nætur í Buenos Aires eftir Ólöfu Ingólfsdóttur kemur út hjá Nikku forlagi laugardaginn 13. september og verður henni fagnað með útgáfukaffi í Iðnó klukkan 15. Þeir sem vilja geta tekið dansskóna með sér, því kl. 16 tekur tangóinn völdin og verður dansað til kl. 18. Dansleikir 22.00 Hljómsveitin Góðir lands- menn spilar fyrir dansi á réttarballi í Aratungu. Ljósmyndasýningar 15.00 Stelpumenning varpar ljósi á hverfandi skil á milli raunveruleika stúlkna og gildishlaðinnar birtingar- myndar kvenna í bandarískri dægur- menningu. Sýningin samanstendur af portrettmyndum og viðtölum sem bregða birtu á upplifanir og athafnir kvenna. Opnuð á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag kl. 15. 15.00 Norski ljósmyndarinn Rune Mol- nes opnar ljósmyndasýningu í Galleríi Fold í dag. Á sýningunni eru ljósmyndir sem Rune hefur tekið á ferðalögum sínum um Ísland en hann kom fyrst til landsins 2007. Ljósmyndir Rune eru ljóðrænar túlkanir hans á Íslandi þar sem hann fæst við einsemdina, auðn- ina og mikilfengleik náttúrunnar. Tónlist 23.00 Drum & Bass klúbbakvöldið RVK DNB verður á Lavabarnum laugardags- kvöldið 13. september. Plötusnúðar kvöldsins eru: SINISTARR, AGZILLA, DJ ANDRE, PLASMIC og DJ ELVAR. Frítt inn. Leiðsögn 14.00 Í dag verður ókeypis leiðsögn um sýninguna Silfur Íslands í Þjóðminja- safninu. Sýningin hlaut einróma lof gagnrýnenda og lýkur um áramót. Myndlist 14.00 Bjarnarkonan Karin Leening opnar myndlistarsýninguna „Undra- verðar, Bjarnakonur, litrík blóm og aðrar verur“ í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag. Sýning Bjarnarkonunnar stendur til 28. september. 15.00 Ladies, Beautiful Ladies er heiti sýningar Birgis Snæbjarnar Birgis- sonar sem verður opnuð í Listasafni ASÍ á Freyjugötu í dag klukkan 15. Ladies, Beautiful Ladies er heiti tveggja sýninga myndlistarmannsins Birgis Snæbjarnar Birgissonar. Þær eru fram- hald rannsókna hans á spurningum um samfélagslegt og pólitískt samhengi táknmynda sem hann spyr með því að skoða ímynd ljóskunnar í menningar- heimi okkar. 16.00 Glæsileg samsýning að nafni A posterori: Hús, höggmynd opnuð í Ásmundarsafni í dag, laugardag, kl. 16. Listamennirnir Birgir Snæbjörn Birgis- son, Guðjón Ketilsson, Hulda Hákon, Kathy Clark, Kristín Reynisdóttir, Stefán Jónsson og Þorbjörg Þorvaldsdóttir sýna þar verk sín ásamt verkum Ásmundar Sveinssonar. Á sýningunni eru listaverk með nýstárlegar tilvísanir í hinar ýmsu byggingar og hús. Markaðir 13.00 Sagafilm auglýsir eftir nýjum eigendum að leikmunum, fatnaði, tækjabúnaði og fleiru sem safnast hefur upp í farsælli og fjölbreyttri 36 ára sögu Sagafilm. Frá kl. 13-17 á Saga- film, Laugavegi 176. Samkoma 23.00 Októberfest verður í fullu fjöri í kvöld í Vatnsmýrinni. Svæðið opnað kl. 22 og fyrsta hljómsveit byrjar kl. 23. Páll Óskar, Steindi og Bent, Friðrik Dór og Amabadama troða upp en í Nova-tjaldi verða DJ Margeir og Högni að spila. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. DON CARLO eftir Giuseppe Verdiwww.opera.is Frumsýning 18. október kl. 20 25. október kl. 20 1. nóvember kl. 20 8. nóvember kl. 20 Sýnt í Eldborg í Hörpu Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050 J-Dilla er einn áhrifamesti tón- listarmaður seinni ára en hann er eins konar hálfguð innan raða taktsmiða og pródúsenta. Dilla lést árið 2006 eftir langvinn veikindi. Í kvöld verða tónleikar í Lucky Records honum til heiðurs. Tón- list eftir J-Dilla verður í flutn- ingi hljómsveitar sem skipuð er Benna B-Ruff sem sér um „sömpl“ og „skröts“, Ara Braga Kárasyni á trompet, Steingrími Teague á hljómborð, hljóðgervil og effekta og Magnúsi Trygva- syni Elíassen á trommur og áslátt. Tónleikarnir verða teknir upp og gefnir út seinna meir ef vel tekst til. „Við erum búnir að vera að æfa og það er ótrúlega gaman,“ segir Benni. „Hann Jay Dee gaf út svo rosalega mikið efni og þetta er samtíningur úr því. Þetta verður bræðingur.“ Miðinn kostar 2.000 krónur og er miðafjöldi takmarkaður. Á staðnum verður pop up-bar frá Marina og verða fríir drykkir frá 21.00 til 00.00 í boði Beefeater og Marina. - þij Taktakóngurinn heiðraður Spila bræðing af tónlist J-Dilla í Lucky Records. HEIÐRUN J-Dilla verður heiðraður í Lucky Records. MYND/GEOFFREY HUNTINGDON WILLIAMS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER Tónleikar 22.00 Krystal Carma, einnig þekktur sem Ljótur Sigur, einnig þekktur sem Arnljótur Sigurðsson mun spila á Húrra í kvöld klukkan tíu. Leiklist 17.00 Ævintýri í Latabæ eftir Magnús Scheving, Ólaf S. K. Þorvaldz og Mána Svavarsson er frumsýnt í dag kl. 5. Það er enginn latur í Latabæ og íbúarnir kappkosta að leggja rækt við það góða í sjálfum sér og lífinu. Í þetta skiptið lenda Íþróttaálfurinn, Solla stirða og vinir þeirra í ótrúlegum ævintýrum því nú hefur Glanna glæp tekist að marg- falda sjálfan sig. Síðustu Forvöð 10.00 Þremur sýningum lýkur á Kjar- valsstöðum í dag; Reykjavík, bær bygg- ing, sýningin Hliðstæður og Árstíðirnar í verkum Kjarvals. Umræður 15.00 Helga Þórsdóttir sýningarstjóri ræðir við gesti um sýninguna Rás í Hafnarborg sunnudaginn 14. septem- ber kl. 15. Helga Þórsdóttir er menn- ingarfræðingur auk þess sem hún er menntuð í myndlist og innanhúss- arkitektúr. Uppákomur 11.00 Sirkus Íslands kemur í heimsókn í fjölskylduguðsþjónustu í Árbæjar- kirkju, sunnudaginn 14. september kl. 11. Sunnudagaskólasöngvar, grín og frábær sirkusbrögð. Allir hjartanlega velkomnir. Dansleikir 20.00 Dansað verður Félagsheimili eldri borgara í Reykjavík í Stangarhyl 4 á sunnudagskvöld frá kl 20:00 til 23:00. Hljómsveitin Klassik leikur fyrir dansi. Félagar taki með sér gesti. Aðgangseyrir er kr 1.800 en kr 1.500 gegn framvísun félagsskírteinis. Leiðsögn 14.00 Í dag verður ókeypis leiðsögn um sýninguna Silfur Íslands. Á sýn- ingunni eru yfir 2000 silfurgripir en leitast var við að beina sjónum að hinum mismunandi aðferðum við silfursmíð en um leið setja búningasilfur, borð- búnað ,silfurskildi og kaleika fram á nýstár- legan hátt. Sýningunni lýkur um áramótin. 14.00 Æsa Sigurjóns- dóttir, listfræðingur og sýningarstjóri verður með leiðsögn um sýninguna SPOR Í SANDI, sunnudaginn 14. september kl. 14:00, í Listasafni Íslands Fríkirkjuveg 7. Á sýningunni gefur að líta ólíkar hliðar listamannsins Sigurjóns Ólafssonar í 90 mikilvægustu verkum hans. 15.00 Netleiðsögn með Ásdísi Sif Gunnarsdóttur um sýninguna Skipbrot úr framtíðinni / Sjónvarp úr fortíðinni fer fram í Hafnarhúsi í dag. Leiðsögn- in hefst kl. 15 að íslenskum tíma og fer fram í gegnum vefslóðina http:// www.listasafnreykjavikur.is/asdis-sif. Fyrirlestrar 16.00 Sigurðar Nordals fyrirlestur verð- ur haldinn í Norræna húsinu 14. sept- ember kl. 16. Fyrirlesari að þessu sinni verður Helga Kress, prófessor emeritus, með erindi sem hún nefnir Um Njálu: Leikhús líkamans. Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Allir eru velkomnir. Tónlist 17.00 Andrea Jónsdottir leikur og kynnir lög af hljómplötum á Obladi Oblada í dag kl. 17. Aðgangur er ókeypis! 23.00 Bó og Bubbi spila saman í Hofi menningarhúsi í kvöld. Ekki láta þennan stórviðburð fram hjá ykkur fara. Miðasala er á www.menningarhus.is og www. midi.is. Með Bó og Bubba á sviðinu verður sérvalin hljómsveit af þessu tilefni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.