Fréttablaðið - 13.09.2014, Side 106

Fréttablaðið - 13.09.2014, Side 106
13. september 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 62 TÍST VIKUNNAR Hallgrímur Helgason @HalgrimHelgason 10. september Horfði á litla konu ræða stóra samhengið, Piketty og Svejk. Og á stóran mann ræða um ABT- mjólk. Stórmennskan er víst ekki mæld í sentímetrum. Sunna Ben @SunnaBen 8. september Er hárið á Rod Stewart ekki átt- unda undur veraldar? Ég held það. Ólafur Arnalds @OlafurArnalds 8. september Ok. This is a heated argument amongst my apartment moving helpers so we are turning to Twitter. Bean bags: Lame or kinda cool? Birgitta Jónsdóttir @birgittaj 10. september As a token of support for the #battleforthenet i have put forward a net neutrality proposal in the #icelandic parliament today. yaaarrr! María Lilja Þrastardóttir @marialiljath 10. september „Bætum árangur í lestri og styrkjum menningartengda uppbyggingu“ #youcantmaket- hisshitup #sdg #stefnuræða #ruv ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðsfélagsins Hlífar á 41. þing Alþýðu- sambands Íslands, sem haldinn verður á Nordica Hotel í Reykjavík dagana 22.-24. október 2014. Tillögum með nöfnum 5 aðalfulltrúa og 5 varafulltrúa ber að skila á skrifstofu Hlífar fyrir kl. 16:00, mánudaginn 22. september n.k. Tillögunum ber að fylgja meðmæli minnst 60 félagsmanna. Kjörstjórn Hlífar „Þetta er bara búið að vera geðveikislega gaman,“ segir Gríma Valsdóttir sem deilir með Mikael Köll Guðmundssyni hlutverki apans Herra Níels í leikritinu um Línu Langsokk. Leikritið verður frumsýnt í Borg- arleikhúsinu um helgina. Þau Gríma, 10 ára, og Mik- ael, 6 ára, skipta með sér sýningum en þau eru á svið- inu nánast allan tímann meðan á sýningunni stendur. Þau segja það lítið mál. „Það er ekkert erfitt,“ segir Gríma og Mikael tekur undir. „Það eina sem er erfitt er að það er dálítið heitt í búningnum en þetta er alveg rosalega skemmtilegt.“ Gríma hefur áður leikið í leikhúsinu en hún lék í Óvitum sem sýndir voru í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Þeim finnst báðum afar gaman í leikhúsinu og segja leikarahópinn vera náinn. „Það er mjög gaman að vinna með þessu fólki og við erum búin að æfa mjög mikið,“ segir Mikael. Aðspurð hvað sé skemmtilegasta senan í leikhúsinu segir Gríma: „Mér finnst þjófasenan skemmtilegust,“ og vísar þá í atriði þar sem þjófar reyna að ræna gull- peningum af Línu. „Annars finnst mér mest gaman bara að klifra og apast,“ segir Mikael hlæjandi. Þau segjast bæði geta hugsað sér að verða leikarar þegar þau verða eldri. „Já, það kæmi alveg til greina,“ segir Gríma. viktoria@frettabladid.is „Alveg rosalega skemmtilegt“ Gríma og Mikael fara með hlutverk Herra Níels í leikritinu um Línu Langsokk. HEITT Í BÚNINGNUM Þau Gríma og Mikael segja lítið mál að leika Herra Níels nema að það geti orðið dálítið heitt í búningnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þessi markaður í dag verður nátt- úrulega sjúklega stór. Við erum að selja alla leikmuni, föt, tækjabúnað og hina ótrúlegustu hluti sem Saga- film hefur sankað að sér í gegnum þessi 36 ár sem við höfum starf- að,“ segir Alda Karen Hjaltalín, sem starfar hjá fyrirtækinu, en hið íslenska kvikmyndaframleiðslu- fyrirtæki heldur flóamarkað í dag í húsnæði sínu á Laugavegi 176. „Þetta er rosalega mikið magn af skemmtilegu dóti. Svona að gamni má nefna sánabaðið sem Georg Bjarn- freðarson not- aði í Dagvakt- inni, málverk af Jóhönnu Sigurðardótt- ur sem var notað í leik- myndina í Spaugstof- unni á árum áður, mál- verk af Davíð Oddssyni í hempu og svo mætti lengi telja,“ heldur Alda Karen áfram. Sagafilm hefur tekið upp margar vinsælustu innlendu sjónvarps þátta- raðir sem gerðar hafa verið, svo sem Ástríði, Stelpurnar, Pressu, Rétt, Spaug- stofuna, Svínasúpuna og Heimsenda svo eitt- hvað sé nefnt. „Við verð- um líka með tæki úr tækjaleigunni okkar, Luxor,“ heldur Alda Karen áfram og hvet- ur tækjanörda til að sækja markaðinn. Markaðurinn stendur frá eitt til fimm í dag. „Þetta verð- ur allt selt á kostakjör- um. Við eigum svo mikið af dóti að við verðum að losna við þetta,“ segir hún og hlær. „Við erum með tvær stórar geymslur sem hafa verið undirlagðar af öllu þessu dóti. Við ætlum að nota geymslurnar til að stækka stúdíó- ið okkar, þannig að við verðum að selja úr þeim.“ - ósk Sagafi lm selur sánabað Georgs Sagafi lm heldur fl óamarkað í dag frá eitt til fi mm til að losa geymslur sínar. Fyrirtækið hefur sankað að sér ótrúlegustu hlutum á 36 ára sögu sinni og hefur framleitt marga af vinsælustu íslensku sjónvarpsþáttunum. HAFA FRAMLEITT SUMA VINSÆLUSTU ÞÆTTINA Spaugstofuna þekkja allir Íslendingar. MYND/SKJÁSKOT MARGT LEYNIST Í GEYMSLUNUM Meðal þess sem verður til sölu eru leikmunir úr gömlum þáttaröðum. JONAH HILL Einn hressasti leikarinn í Hollywood kom sér í gott form fyrir myndina 22 Jump Street og er nú mikið sjarmatröll. LÍFIÐ 13. september 2014 LAUGARDAGUR Stjörnur sem skína enn skærar Hér eru nokkrar stjörnur sem hafa létt sig hvort sem er vegna vinnu eða til bættrar heilsu. JAKE GYLLENHAAL Leikarinn geðþekki losaði sig við nokkur kíló fyrir kvikmyndina Nightcrawler. Er hann orðinn of grannur? CHRISTINA AGUILERA Söngkonan glæsilega tók sig til og losaði sig við rúm 20 kíló og lítur glæsilega út í dag. JENNIFER HUDSON Söng- og leik- konan hefur losað sig við nær 40 kíló og hefur aldrei litið betur út.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.