Fréttablaðið - 24.09.2014, Page 2

Fréttablaðið - 24.09.2014, Page 2
24. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 ➜ Lögmaður Menka segir það brot á mannrétt- indum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lögmann sinn þegar hann var handtekinn. MENNTAMÁL Stúdentaráð Háskóla Íslands lýsir yfir miklum von- brigðum með fjárlagafrumvarp næsta árs og segir niðurskurð til skólans undanfarin ár stefna grunnstoðum hans í hættu. Þetta segir í ályktun frá ráðinu. Gerð er athugasemd við það að háskólakerfið á Íslandi fái aðeins 62 prósent af meðalfjárveitingu OECD-landanna. „Ef áfram verður haldið á sömu braut er ljóst að smám saman heltist háskólinn úr lest- inni í samkeppni háskóla á heims- vísu,“ segir jafnframt. - bá Stúdentar gagnrýna fjárlög: Óttast um stöðu Háskóla Íslands DÓMSMÁL Karlmaður, sem grun- aður er um sérstaklega hættulega líkamsárás, neitaði í gær sök í Hér- aðsdómi Reykjaness en hann á að hafa aðfaranótt sunnudagsins 13. maí 2012 kastað eða slegið gler- glasi í andlit annars karlmanns. Atvikið átti sér stað á skemmti- staðnum B5 í Bankastræti en glerbrot köstuðust einnig í andlit konu sem var gestur á staðnum. Hinn ákærði á einnig að hafa slegið karlmanninn ítrekað með hnefanum í andlit og líkama en maðurinn hlaut sár á hægra kinn- beini og á höku. - sáp Sakaður um að kasta glasi: Segist saklaus af hættulegri árás BERLÍN, AP Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir 3.543 manns hið minnsta hafa látist í átökunum í Austur-Úkraínu ef þeir 298 sem fórust með farþega- flugvélinni MH17 eru taldir með. Ivan Simonovic, aðalritari mann- réttindamála, segir töluna þó „sennilega talsvert hærri“. Áður var fjöldi látinna talinn vera í kringum þrjú þúsund. Vopnahléi var komið á 5. sept- ember en fram að því féllu að meðaltali 42 á dag í átökunum. - bá 3.543 hafa fallið í Úkraínu: Mannfall meira en áður var talið EFNAHAGSMÁL Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia- háskóla, segir að frumvarp um breytingar á virðisaukaskatti sé mikilvægt skref í rétta átt í skattamálum. Þetta segir í umsögn sem hann sendi efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis. Jón segir að breytingarnar sem lagðar séu til muni draga úr óhag- kvæmni skattkerfisins. „Þó er vert að huga betur að mótvægis- aðgerðum fyrir heimili með lágar tekjur,“ segir í umsögn Jóns. Hann segir að til lengri tíma væri skynsamlegt að minnka enn frekar bilið milli skattþrep- anna í virðisaukaskattskerfinu og færa gistinætur og aðra þjónustu sem erlendir ferðamenn greiða að stórum hluta í efra þrepið. Efra þrepið yrði svo lækkað á móti. Viðskiptaráð Íslands mælti einnig með því að frumvarpið yrði samþykkt í umsögn sem send var efnahags- og viðskiptanefnd í gær. - jhh Dósent í hagfræði segir breytingar á virðisaukaskattinum skref í rétta átt: Vill frekari skattabreytingar SÁTTUR Jón Steinsson hagfræðingur telur skynsamlegt að minnka enn frekar bil milli skattaþrepanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS NÁTTÚRUVERND Náttúruverndarsamtök Íslands segja orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar for- sætisráðherra á loftslagsfundi Sameinuðu þjóð- anna ekki í samræmi við stefnu núverandi ríkis- stjórnar í loftslagsmálum. Ráðherra sagði Íslendinga stefna að framtíð án jarðefnaeldsneytis í ræðu sinni á fundinum í New York í gær. Jafnframt lýsti hann yfir fullum stuðn- ingi íslenskra stjórnvalda við að koma á kolefnis- skatti til að draga úr losun koltvísýrings. „Ísland miðar að því að verða jarðefniseldsneyt- islaust hagkerfi og við höfum þegar hrint af stað aðgerðum til að ná því markmiði,“ segir í ræðu Sigmundar. „Ísland styður fyllilega að skattleggja kolefni.“ Í tilkynningu samtakanna segir að yfirlýsing ráðherrans um að hverfa frá notkun jarðefna- eldsneytis hljóti að fela í sér þá stefnubreytingu að Ísland muni ekki leyfa olíu- eða gasvinnslu á Drekasvæðinu. Íslenska ríkið hefur undanfarið miðað að því að taka þátt í olíuleit á svæðinu og Orkustofnun gefið út sérleyfi til leitar. Þá segir í tilkynningunni að stuðningur ráð- herra við kolefnisskatta stangist á við lækkun ríkisstjórnarinnar á kolefnisskatti á eldsneyti síðastliðið vor. - bá Ræða Sigmundar um loftslagsmál sögð stangast á við stefnu ríkisstjórnar: Ósamræmis gæti í máli ráðherra SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Forsætisráðherra er um þessar mundir staddur í New York og mun taka þátt í setningu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL JERÚSALEM, AP Sérsveitir Ísraelsmanna gerðu í gær árás á fylgsni Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu og drápu tvo Palestínumenn sem grunaðir eru um morð þriggja ísraelskra táninga í sumar. Dauði drengjanna þriggja hrinti af stað röð atburða sem endaði með árás Ísraels á Gasa og fimmtíu daga stríði. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði þessum áfanga en Ísraelsmenn höfðu leitað mannanna tveggja frá því í júní. „Þetta sendir þau skýru skilaboð að Ísrael mun gera hvað sem þarf gegn hótunum og ögrunum hvar sem þær eiga sér stað,“ sagði Netanjahú. - bá Grunaðir morðingjar þriggja Ísraelsmanna drepnir í árás: Tveir Palestínumenn falla á Gasa BORNIR TIL GRAFAR Aðstandendur þeirra Amers Abu Aisheh og Marwans Qaw asmeh bera lík þeirra til greftrunar. Sérsveitir Ísraelsmanna höfðu í gær uppi á tvímenningunum eftir nokkurra mánaða leit. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Chaplas Menka, líberískur maður sem búsettur er á Íslandi, sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvar- legt ofbeldi. Flytja þurfti Menka með sjúkrabíl á spítala eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Menka kom fyrst til Íslands árið 2009 og þar sem hann er án dvalar leyfis hefur hann þurft að fara af landi brott á þriggja mán- aða fresti. Hann segist hafa verið að tína dósir í miðborg Reykjavík- ur þann 10. september síðastliðinn þegar lögreglan stöðvaði hann og sagðist þurfa að afhenda honum bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hann hefði dvalið í land- inu ólöglega um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Menka samþykkti að fara með lögreglunni á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem honum var tilkynnt eftir skamma dvöl að hann væri handtekinn. „Maður þarf að fá að vita ástæðu handtöku,“ segir Menka. „Ég þarf að geta hringt í lögmann minn eða fjölskyldu til að láta vita að ég sé á þessari lögreglustöð. Mér var neit- að um þetta.“ Menka segir lögregluþjóna hafa ýtt sér inn um dyragættina á fangaklefanum. Einn þeirra hafi svo skorið hann illa á fæti við það að reyna að losa plastbönd um ökkla hans með hníf. Svo mikið blæddi úr sárum Menka að nauð- synlegt þótti að kalla til sjúkrabíl og flytja hann á spítala. „Ég er fyrst og fremst undrandi á málinu,“ segir Hreiðar Eiríks- son, lögmaður Menka. „Það eru þarna spurningar sem þarf að fá svör við, hvers vegna þessi vist- un í fangageymslu var nauðsyn- leg og náttúrulega fyrst og fremst hvernig það gat orðið að maður- inn þyrfti síðan að leita á sjúkra- hús eftir einhverja atburði sem þar áttu sér stað.“ Hreiðar segir það brot á mann- réttindum ef rétt reynist að Menka hafi ekki fengið að hringja í lög- mann sinn þegar hann var hand- tekinn. Hörður Jóhannesson aðstoðar- lögreglustjóri staðfesti í samtali við fréttastofu í gær að atburða- rásin sem Menka lýsir sé í megin- atriðum rétt. Að svo stöddu liggi hins vegar ekki fyrir upplýsingar um hvort honum hafi verið neit- að um lögfræðiaðstoð eða hvort honum hafi ekki verið gerð grein fyrir því hvers vegna verið væri að handtaka hann. hjorturh@365.is Skorinn með hnífi í fangaklefa lögreglu Flytja þurfti Líberíumanninn Chaplas Menka á spítala eftir að lögreglumaður skar hann á fæti við handtöku fyrr í mánuðinum. Menka sakar lögregluna um alvar- legt ofbeldi og mun leita réttar síns. Lögmaður hans segist undrandi á málinu. HLAUT DJÚPA SKURÐI Á FÆTI Menka er fæddur í Líberíu en kom til landsins árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Niels, er þetta ólæknandi ástand? „Nei, en þetta er langvinnur sjúkdómur.“ Læknaskortur er viðvarandi vandamál í íslensku heilbrigðiskerfi. Ástandið er einna verst í heimilis-, röntgen- og krabbameins- lækningum. Niels Ch. Nielsen er aðstoðar- lækningaforstjóri Landspítalans.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.