Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 6
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvaða sjóður heyrnarlausra er galtómur? 2. Hvað komast margir farþegar og bílar í nýja Breiðafjarðarferju? 3. Hvað taka mörg íslensk lið þátt í Evrópumeistaramótinu í hópfi mleikum? SVÖR: 1. Túlkasjóður 2. 280 manns og 55 bílar 3. Fimm. SJÁVARÚTVEGUR Mikil verðhækkun Mikil verðhækkun hefur orðið á sjófrystum karfa- og ufsaafurðum á þessu ári, að því er fram kemur á vef HB Granda. Verð á 300-500 gramma ullkarfa hefur til að mynda hækkað um 33 prósent. „Viðbrögð við því hafa verið að auka vægi sjófrystingar á kostnað landfrystra afurða fyrir þessar tegundir,“ segir Smári Einarsson, sölustjóri hjá HB Granda, á vef fyrirtækisins. STJÓRNMÁL Nýjar hættur Varðberg boðar til hádegisfundar með Birgi Ármannssyni, formanni utanríkis- málanefndar Alþingis, í Þjóðminjasafn- inu í dag. Þar verða heimsmálin rædd, en fyrir fáeinum vikum komu leiðtogar NATO-ríkjanna saman til fundar í Wales til að ræða samskipti Rússa og Úkraínu- manna. Í byrjun mánaðar tók Jens Stoltenberg við embætti framkvæmda- stjóra NATO af Anders Fogh Rasmussen. Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Ertu með verki í hnjám eða ökkla? Flexor býður mikið úrval af stuðningshlífum fyrir flest stoðkerfisvandamál. Kringlan 588 2300 BANDARÍKIN, AP Heilbrigðisstarfsfólk í Bandaríkj- unum og á Spáni hefur gagnrýnt fyrirkomulagið sem haft var þegar tekið var á móti ebólusjúkling- um frá Afríku. Á Spáni hefur ein hjúkrunarkona smitast og í Bandaríkjunum hafa tveir hjúkrunarfræðingar smitast eftir að hafa unnið við umönnun ebólusjúk- linga. Yfirmaður bandarísku smitsjúkdómastofnunar- innar CDC viðurkennir að ekki hafi verið gerðar nógu strangar ráðstafanir á sjúkrahúsunum. „Við hefðum getað sent á vettvang öflugra eftir- litsteymi til að fylgjast með smithættu á sjúkra- húsinu. Við hefðum einnig getað tekið fastar á því gagnvart sjúkrahúsinu strax frá fyrsta degi hvern- ig nákvæmlega ætti að bregðast við,“ segir Tom Frieden. Það hefði getað komið í veg fyrir smit. Hálfum mánuði áður var hann ekki jafn áhyggju- fullur: „Í sjálfu sér getur hvaða sjúkrahús sem er í landinu sinnt ebólusjúklingum. Það þarf ekki sér- staka sjúkrastofu til þess,“ sagði hann þá. - gb Annar heilbrigðisstarfsmaður smitaður af ebólu í Bandaríkjunum: Ráðstafanir voru ófullnægjandi HEILBRIGÐISMÁL Tíu Íslendingar bíða þess að fá grætt í sig nýra. Enginn er á biðlista eftir nýju hjarta en einn bíður eftir nýrri lifur og annar eftir lunga. Þetta kemur fram í svörum Krist- jáns Þórs Júlíussonar heilbrigðis- ráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknar. Í nokkrum tilvikum hefur biðtím- inn eftir nýrri lifur verið of langur að mati lifrarlækna á Landspítal- anum. Árið 2012 lést sjúklingur sem var á biðlista fyrir bæði lifur og nýru en árið áður var sjúklingur með lifrarfrumukrabbamein metinn óskurðtækur eftir sex mánaða bið og því tekinn af biðlista. Meðalbiðtími eftir nýra frá látn- um gjafa hefur verið 23 mánuðir en biðtíminn er æði misjafn. Þann- ig getur hann verið allt frá tveimur mánuðum upp í sjö og hálft ár. „Alls hafa fimm einstaklingar beðið í þrjú ár eða lengur,“ segir enn frem- ur í svari heilbrigðisráðherra. - ak Ráðherra segir að nú sé enginn Íslendingur á biðlista eftir hjartaígræðslu: Tíu á biðlista eftir að fá nýra TRÚMÁL Séra Jón Dalbú Hró- bjartsson hefur ákveðið að láta af störfum sem prestur og sóknar- prestur Hallgrímskirkju. Hann kveður söfnuð sinn á sunnudag- inn. Hann hefur einnig verið sóknarprestur í Laugarneskirkju og þjónað íslenskum söfnuðum erlendis. Hann stofnaði meðal annars söfnuð í Gautaborg 1994. Jón þjónaði í Hallgrímskirkju í 17 ár. Hann átti meðal annars þátt í að koma á messuþjónahópum í messuhaldi kirkna. - nej Séra Jón Dalbú hættir: Kveður söfnuð sinn á sunnudag BANDARÍSKIR HERMENN Búa sig undir að takast á við eból- una. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LANGUR BIÐTÍMI Í svari ráðherra kemur fram að í nokkrum tilvikum hafi biðtími eftir nýrri lifur verið of langur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SAMGÖNGUR Með óbreyttum fjár- framlögum til nýframkvæmda í vegakerfinu mun það taka rúma fjóra áratugi að uppfylla fram- kvæmdamarkmiðin sem sett eru fram í samgönguáætlun áranna 2011 til 2022. Mjög aðkallandi og fjölbreytt verkefni bíða í öllum landsfjórðungum. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri segir að framkvæmda- markmiðin í samgönguáætluninni séu til að sýna umfang verk- efnisins í heild, og hvað er talið nauðsynleg upp- bygging. Eng- inn hafi gert ráð fyrir að raun- hæft væri að ná þeim innan þ e s s a t í m a - ramma en framtíðarsýnin sé hins vegar á hægagangi. „Við vitum ekki hvaða fjármagn verður sett í þetta á næstu árum en það er auðvelt að reikna að ef áfram verða settir um 10 milljarð- ar á ári í framkvæmdir tekur þetta um 40 ár,“ segir Hreinn. Framkvæmdamarkmið sam- gönguáætlunarinnar leggja sig á um 385 milljarða króna á verðlagi dagsins. Það skiptist í þrennt: 236 milljarðar í stofnvegi, 35 milljarð- ar í tengivegi og 94 milljarðar til jarðgangagerðar. Árin 2011 og 2012 voru settir rúmir sex milljarðar á ári í nýjar framkvæmdir á ári; um 7,5 millj- arðar árið 2013. Á þessu ári voru rúmir átta milljarðar sett- ir í nýframkvæmdir og tæpir níu milljarðar eru eyrnamerktir þessum verkefnum á næsta ári. Á þessum fimm árum renna því 36,5 milljarðar til málaflokksins, og nær ekki tíunda hluta þeirra mark- Tekur 40 ár að bæta vegakerfið svo vel sé Óbreyttar áherslur í nýbyggingum í vegakerfinu þýða að settum markmiðum verður ekki náð fyrr en 2055. Markmið samgönguáætlunar 2011 til 2022 kosta 385 millj- arða. Minna en tíundi hluti þess hefur verið lagður í framkvæmdir 2011 til 2015. Þegar Hreinn er spurður um þær framkvæmdir sem honum eru efstar í huga, þá nefnir hann án undirbúnings að Vestfirðir sitji eftir varðandi almenna uppbyggingu vega. Þá sé einnig eftir töluvert átak á Norðaustur- horninu á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar. Hreinn nefnir sérstaklega veginn um Öxi sem á sínum tíma var kominn á útboðsstig. Hreinn nefnir átak í að breikka og styrkja helstu flutningsleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu; til Akureyrar, í Vík og á Ísafjörð. Auk þess þurfi að aðskilja akstursstefnur á fjölfarnari vegum vegna umferðaröryggis. Hreinn segir að margar stórbrýr verði að komast á dagskrá í náinni framtíð, t.d. Jökulsá á Sólheimasandi, Ölfusárbrú, Jökulsá á Fjöllum, Skjálf- andafljót, Lagarfljótsbrú og brú yfir Hornafjarðarfljót. Og enn fleiri styttri brýr, segir Hreinn. Þá séu ótalin jarðgöng sem bíða í röðum, endurbætur á hálendisvegum og ýmsum ferðamannaleiðum og að leggja bundið slitlag á fjölfarnari malarvegi en alls staðar bíða mörg verkefni á því sviði. Á höfuðborgarsvæðinu bíða stór verkefni; Sundabraut og Arnarnesvegur og endurbygging hættulegra gatnamóta. Mörg krefjandi verkefni eru aðkallandi VEGAGERÐ Helmingi meira fjármagn á ári til vegagerðar myndi fleyta þjóðinni hratt nær ásættanlegu vegakerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HREINN HARALDSSON miða sem sett hafa verið fram um uppbyggingu. „Varðandi það hversu háa upp- hæð þyrfti að setja í þessa upp- byggingu svo vel sé gæti ég nefnt, án þess að vera með einhverja gífurlega óskhyggju, að ef settir væru t.d. 15 milljarðar í almenna vega- og brúagerð á ári og þrír til fjórir milljarðar í jarðgöng, myndi okkur miða vel áfram í átt að ásættanlegu vegakerfi í land- inu,“ segir Hreinn. svavar@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.