Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 24
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 24 „Þetta hefur jákvæð áhrif á fjár- mögnunarmöguleika bankanna og greiðir okkur leiðina út úr höftunum,“ segir Björn Brynjúlf- ur Björnsson, hagfræðingur Við- skiptaráðs Íslands, um ákvörðun matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s (S&P) um að breyta horf- um um þróun efnahagsáhættu á Íslandi úr stöðugum í jákvæðar. „Þetta er hins vegar lítið skref og til að láns- hæfismat ríkis og banka hækki þarf skýrari áætlun að liggja fyrir um hvern- ig standa á að afnámi gjald- eyrishaftanna,“ segir Björn. S&P breytti einnig lánshæfis- horfum stóru viðskiptabankanna þriggja úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti BB+/B einkunnir þeirra. Björn segir ákvörðun matsfyrir- tækisins senda mikilvæg skilaboð um að erlendir lánveitendur horfi til Íslands með jákvæðari augum en áður. „Ef við höldum rétt á spilunum er full ástæða til að vænta þess að þessum meðbyr muni fylgja hækkanir á lánshæfi ríkisins og einkunnum bankanna. Þarna er ákveðin vísbending um að efna- hagsleg staða þjóðarbúsins sé betri en núverandi lánshæfismat ríkisins gefur til kynna og ef við höldum okkar striki muni það hækka í kjölfarið enda er það nú lágt miðað við önnur ríki í svipaðri stöðu,“ segir Björn. Hann tekur einnig fram að áætl- un stjórnvalda um losun haftanna sé ekki eini stóri áhrifaþátturinn og nefnir einnig mikilvægi þessi að ríkið sé rekið með ábyrgum hætti. „Við teljum til dæmis að nýja fjárlagafrumvarpið sé gott skref í þá átt þar sem eru skattkerfis- breytingar sem eru í góðu sam- ræmi við ráðgjöf alþjóðastofnana og auka þannig trúverðugleika okkar gagnvart umheiminum.“ Jón Guðni Ómarsson, fjármála- stjóri Íslandsbanka, segir í til- kynningu bankans um ákvörðun S&P að hún geti haft jákvæð áhrif á aðgengi Íslandsbanka að erlendu fjármagni. Greiðir leiðina að erlendu fjármagni og út úr höftum Ákvörðun Standard & Poor‘s um að breyta horfum um bæði þróun efnahagsáhættu hér á landi og lánshæfis- einkunnir bankanna getur haft mikil áhrif. Getur aukið aðgengi viðskiptabankanna að erlendu fjármagni. ÚR STÖÐUGU Í JÁKVÆTT Stóru viðskipta- bankarnir þrír eru allir með lánshæfismatið BB+/B. BJÖRN BRYNJÚLFUR BJÖRNSSON „Þetta hefur einhver áhrif á innlenda fjármögnun bankans en hefur mest að segja erlendis. Þar hefur þetta þau áhrif að áhugi fjárfesta eykst og vonandi gerir okkur kleift að ná betri verðum sem endur speglast beint í útlán- um til viðskiptavina sem taka lán í erlendri mynt,“ segir Jón í sam- tali við Fréttablaðið. Hann nefnir sjávarútvegsfyrirtæki og önnur útflutningsfyrirtæki sem eru með tekjur í erlendri mynt. „Það er mjög stíft aðhald hjá okkur og hinum bönkunum um að lána ekki í erlendri mynt til annarra en þeirra sem eru með tekjur í erlendum myntum. Það er fyrst og fremst hjá þeim sem þetta hefur bein áhrif,“ segir Jón. haraldur@frettabladid.is Sala á raftækjum jókst um 24 prósent í september síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Aukning í sölu byggingarvara og húsgagna nam 15 prósentum þegar veltutölurnar eru mældar á föstu verðlagi. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar jókst velta í dagvöruverslun um 3,1 prósent á föstu verðlagi í sept- ember. Fataverslun jókst um 6,3 prósent og sala áfengis um 5,6 pró- sent. - hg Veltan jókst um 3,1 prósent: Raftæki seldust vel í september WOW air mun á næsta ári hefja áætlunarflug til Boston í Banda- ríkjunum og líkur eru á að félagið fljúgi einnig til New York. Tíma- ritið Air Transport World (ATW) greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar er fullyrt að flugfélagið ætli að fljúga vikulega til Boston, allt árið um kring, frá og með 28. mars næstkomandi. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir frétt ATW ekki að öllu leyti rétta en vildi ekki til- greina hverjar rangfærslurnar væru. Félagið komi til með að senda frá sér tilkynningu á næstu dögum eða vikum varðandi áætl- unarflug til Norður-Ameríku. - sks Flýgur til Norður-Ameríku: WOW til Boston og New York WOW AIR Félagið hefur þegar samið um leigu á Airbus A321-vélum fyrir Ameríkuflugið. Samkeppniseftirlitið hefur ekki lokið rannsókn á hugsanlegum brotum Eimskipafélags Íslands hf. og Samskipa hf. og tengdum félögum. Rannsókn málsins er ekki komin á það stig að hægt sé að slá neinu föstu um niðurstöður henn- ar, samkvæmt fréttatilkynningu sem Samkeppniseftirlitið birti í gær. Í tilkynningunni staðfestir stofnunin að hafa sent kæru vegna hugsanlegra brota stjórnenda eða starfsmanna fyrirtækjanna á sam- keppnislögum til embættis sér- staks saksóknara. Ekki er tekið fram um hvaða stjórnendur eða starfsmenn ræðir. „Eins og Samkeppniseftirlitið hefur áður staðfest opinberlega rannsakar það nú hvort vísbend- ingar um ólögmætt samráð fyrir- tækjanna og hugsanlega misnotk- un á markaðsráðandi stöðu eigi við rök að styðjast. Hófst rann- sóknin með húsleit hjá félögunum í september á síðasta ári og var frekari gagna aflað í júní síðast- liðnum,“ segir í tilkynningunni. Eimskip og Samskip neita því alfarið að fyrirtækin hafi gerst brotleg við ákvæði samkeppnis- laga. - hg Samkeppniseftirlitið staðfestir að kæra vegna hugsanlegra brota hafi farið til sérstaks saksóknara: Rannsókn á Eimskip og Samskipum ólokið EIMSKIP Samkeppniseftirlitið segist ekki ætla að verða við beiðnum fjöl- miðla um aðgang að gögnum málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Rannsóknin hófst með húsleit hjá félögunum í sept- ember á síðasta ári og var frekari gagna aflað í júní síðastliðnum. Tekjur Orkuveitunnar af veiði- rétti við Þingvallavatn gætu nærri þrefaldast á árunum 2015-2017 ef fyrirtækið tekur tilboði félagsins ION hótel ehf. Félagið, sem rekur lúxushótel við vatnið, bauð 4,57 milljónir króna á ári fyrir veiði- réttinn. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá Orkuveitunni. Þar segir að fimm tilboð hafi boðist í rétt- inn og að verið sé að fara yfir þau. Orkuveitan óskaði fyrst tilboða vegna ársins 2014. ION hótel var þá hæstbjóðandi og var endanleg samningsfjárhæð um 1,6 milljón- ir króna. Tekjur af veiðiréttinum renna til vísindarannsókna á lífríki vatnsins. Fénu verður ráðstafað að höfðu samráði við samstarfs- aðilana; Landsvirkjun, Umhverf- isstofnun og Þjóðgarðinn á Þing- völlum. „Hugur stjórnar Orkuveitunnar stendur til þess að það muni eink- um nýtast til frekari rannsókna á hinum merka urriðastofni í vatn- inu, sem þykir einstakur,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. - hg ION hótel á hæsta tilboðið í veiðirétt Orkuveitunnar: Veiðirétturinn gæti skilað þrefalt meiru ÞINGVALLAVATN Stjórn Orkuveitunnar ákvað fyrr á árinu að allar tekjur af veiði- réttinum myndu renna til vísindarannsókna á lífríki vatnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.