Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 26
16. október 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is
MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Á
vinningur samfélagsins af góðu heilbrigðiskerfi á
að mælast af mörgu. Helst ber að nefna heilsu og
hamingju fólks. Það er mikils virði að sem flest
okkar búi við góða heilsu og geti tekið þátt í leik og
starfi af fullum mætti. Þegar metið er hvort byggja
eigi nýtt sjúkrahús eða ekki, gleymist oft að nefna annan stóran
þátt og það er sú mikla verðmætasköpun sem verður til á
sjúkrahúsinu, sem og víðar í heilbrigðisþjónustunni.
Miklu skiptir að veikir fái
mátt og heilsu sem fyrst á ný
og slasaðir sem mesta og besta
umönnun, til að fólk komist
sem fyrst til starfa, til virkrar
þátttöku í samfélaginu. Af því
er augljós hagnaður. Að betri
árangri er oft löng leið. Það
vantar sjúkrahús, ekki vegna
þess að öll bestu sjúkrahús heims séu í nýjum húsum. Það þarf
að byggja vegna þess að okkur vantar hús. Þau sem fyrir eru
hafa drabbast niður og eru of þröng. Sú er staðan. Þjóðhags-
legur ávinningur er að góðu húsi og hæfu starfsfólki. Fólkið er
til staðar, en aðstæðurnar verður að laga.
Þegar Bjarni Benediktsson talar um að frekar beri að greiða
niður skuldir ríkisins en byggja nýjan spítala má ætla að hann
gleymi mikilvægum hluta í formúluna. Hann er sá að með sem
bestri heilbrigðisþjónustu skapast verðmæti. Það er augljóst.
Það er stórkostlegur hagur fyrir allt samfélagið ef hægt er
að flýta meðferð sjúklinga, gera fólki kleift að fara sem fyrst
aftur til sinna starfa, að fólk sem veikist eða slasast taki sem
fyrst þátt í verðmætasköpun samfélagsins.
Þau sem reynt hafa þekkja hversu gott er að eiga góða að. Að
liggja á sjúkrahúsi og vera öðrum háður getur verið erfitt. Það
er það samt ekki þegar starfsfólk sýnir skilning, varfærni og
umhyggju. Á því flýtur kerfið okkar í dag. Á starfsfólkinu.
Læknar eru að fara í verkfall – þeir sem hafa ekki sagt skilið
við okkur og ráðið sig til starfa í öðrum löndum. Fyrir þau
okkar sem helst vilja reikna allt í peningum, þá er augljóst að
með sem mestu og bestu heilbrigðiskerfi sköpum við verðmæti,
sköpum peninga. Ávinningurinn er augljós. Árangurinn næst
ekki með læknunum einum, fjöldi annarra kemur að. Það þarf
víða að bæta kjör. Það er verk að vinna.
Engum sem kynnir sér aðstöðuna dylst að margt þarf að gera
betur en nú er gert. Það er of þröngt um sjúkrahúsið, þau hús
sem nú hýsa spítalann eru þröng og slitin. Það þarf að byggja
og það liggur á að við sameinumst um lausnir. Vilji starfs-
manna er mikill, en dugar ekki einn og sér. Eflaust yrði þjóð-
hagslegur skaði af, ef ekki tekst að laga kjör starfsmanna þess-
arar veigamiklu starfsemi og búa henni sem bestar aðstæður.
Það er stjórnmálamanna að sigla þessu máli í höfn. Siglingin
verður erfið og því reynir á þá sem hafa kosið að standa við
stýrið. Þeir mega ekki gleyma hversu mikil verðmætasköpun
er á Landspítalanum, eins og svo víða annars staðar innan heil-
brigðisþjónustunnar. Trúlegast eru ótrúlegar fjárhæðir undir.
Biðlistar eru dýrir, ekkert síður en erlendar skuldir.
Samfélagið hagnast á góðri heilbrigðisþjónustu:
Heilbrigðiskerfið
skapar verðmæti
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Þau eru lágt skrifuð
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, hefur einfalda
skoðun. Hann vill þá burt sem hafa
uppi efasemdir eða aðrar skoðanir
en forysta flokksins. Hann vill að þeir
stjórnarþingmenn sem ekki kokgleypa
hugmyndirnar, sem koma fram, til að
mynda í fjárlagafrumvarpinu, eigi að
finna sér annan pólitískan vettvang:
„Slíkir liðsmenn eru ekki hátt skrifaðir
hjá mér og ættu kannski að íhuga að
fara í annað lið,“ skrifar þingmaður-
inn. Sumir vilja kannski freista
þess að vinna skoðunum
sínum stuðning, en það hentar
greinilega ekki að mati Brynj-
ars Níelssonar. Í skrifum sínum
á hann við eigin flokksfélaga
og suma þingmenn Fram-
sóknarflokksins.
Það er ósatt
Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra
og formanni Sjálfstæðisflokksins, er
ekki skemmt vegna hinnar miklu um-
ræðu sem hefur skapast um 248 króna
máltíðirnar. Hann segir á Facebook:
„Það er ósatt að fjármálaráðuneytið
hafi gefið út neysluviðmið. Hvergi
segir að venjuleg máltíð kosti 248 kr.
Það er uppspuni og útúrsnúningur.
Áhrif breytinganna verða til að bæta
hag heimilanna.“ Ljóst er að Bjarni á
nokkuð langt í land með að snúa
umræðunni við. Úr hefur orðið
ágætis samkvæmisleikur þar
sem maður eftir mann opin-
berar hugmyndir, og margar
frumlegar, um hvernig hægt
er að búa til mál-
tíð fyrir 248
krónur.
Ekki einn um það
„Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er mér
hugleikin og hefur verið um alllangt
skeið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson
nýverið. Ljóst er af umræðunni að
hann er ekki einn um það. Það er hins
vegar hans að skapa umgjörðina, búa
til lögin: „Það hefur verið eitt stærsta
verkefnið í ráðuneyti sjávarútvegs að
semja nýtt fiskveiðistjórnunarfrumvarp
og það hefur ekki gengið alveg þrauta-
laust. Ein ástæða er einmitt afkoma
sjávarútvegsins,“ sagði sjávarútvegs-
ráðherrann. Hann fagnaði nýjum
skipum og sagði: „Ný skip eru í
smíðum og þau þarf að hanna og
„græja upp“ og oftar en ekki eru
það íslensk fyrirtæki sem sjá þann
hluta,“ sem er kannski ekki
nákvæmt hjá ráðherranum.
sme@frettabladid.is
Í annars ágætum leiðara Fréttablaðsins
mánudaginn 13. október er því haldið
fram að nánast ekkert hafi staðist við
byggingu Landeyjahafnar, að hún þjóni
illa hlutverki sínu og að hún sé dæmi
um framkvæmd þar sem menn sáust
ekki fyrir. Fáar af þessum fullyrðingum
stand ast. Farþegum fjölgaði með Herj-
ólfi eftir að Landeyjahöfn var vígð, eins
og gert var ráð fyrir, fór úr um 130 þús-
und farþegum í um 300 þúsund. Þessi
mikli fjöldi farþega hefur haft gífurleg
áhrif á allt mannlíf í Vestmannaeyjum.
Kostnaður við byggingu Landeyja-
hafnar var innan áætlana og mannvirk-
ið var vígt á ætluðum tíma. Frá upphafi
var ljóst að mjög erfitt yrði fyrir Herjólf
að sigla í Landeyjahöfn yfir háveturinn
og gera mátti ráð fyrir að sigla þyrfti í
Þorlákshöfn. Eldgosið í Eyjafjallajökli
hafði mikil áhrif en ekki ófyrirsjáanleg.
Gert var ráð fyrir að ef slíkt gos yrði þá
gæti það haft hamlandi áhrif á siglingar
í Landeyjahöfn vegna sandburðar.
Bygging Landeyjahafnar fólst í
tvennu, annars vegar byggingu nýrrar
hafnar og hins vegar smíði nýrrar ferju.
Verkinu er því ekki lokið. Það var vitað
að Herjólfur myndi eiga í erfiðleikum
með siglingar í Landeyjahöfn sem leysa
á með nýrri ferju. Það var aðeins hægt
að byggja heilsárshöfn í Bakkafjöru,
Landeyjahöfn, ef einnig yrði byggð ný
ferja sem risti minna en Herjólfur.
Þegar bygging Landeyjahafnar hófst
sumarið 2008 var á sama tíma verið að
semja um smíði nýrrar ferju en vegna
bankahrunsins var smíðinni slegið á
frest. Þegar sú ákvörðun var tekin stóð
í fréttatilkynningu um það mál: „Til
að lágmarka óhjákvæmilegar frátafir
myndi hann [Herjólfur] sigla til Land-
eyjahafnar frá apríl fram í nóvember en
yfir vetrarmánuðina til Þorlákshafnar
þegar tíðarfar er rysjóttara.“
Vandinn í Landeyjahöfn leysist ekki
fyrr en verkinu er lokið og því lýkur
vonandi með smíði nýrrar ferju. Það er
rétt sem leiðarahöfundur segir að þang-
að til verður vandinn í Landeyjahöfn
fréttnæmur.
Verkinu er ekki lokið
SAMGÖNGUR
G. Pétur
Matthíasson
upplýsingafulltrúi
Vegagerðarinnar
➜ Bygging Landeyjahafnar fólst
í tvennu, annars vegar byggingu
nýrrar hafnar og hins vegar smíði
nýrrar ferju. Verkinu er því ekki
lokið.