Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 60
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Tónleikar 20.00 Útgáfutónleikar og -hóf fyrir nýju plötu Ragnheiðar Gröndal, Svefnljóð, á Café Flora í Laugardalnum í kvöld. 21.00 Bergmál spilar post-rokk fyrir stúdentana í Stúdentakjallaranum í kvöld. 21.00 Hljómsveitirnar Hide Your Kids, Vio og Himbrimi troða upp á Húrra í kvöld. 1.500 krónur inn. 21.00 Árstíðir troða upp á Café Rosen- berg í kvöld. 21.00 Kippi Kanínus spilar í Mengi í kvöld en hann er þekktur fyrir raftónlist sína. Á eftir honum kemur Tom Manoury fram. 2.000 krónur inn og mælt er með að menn komi með eigin veigar. 22.00 Loftið kynnir í samstarfi við Heineken BÍT kvöld kl. 22.00 alla fimmtudaga. Ljósvaki og Krystal Carma koma fram. BÍT er vikulegt kvöld alla fimmtudaga á Loftinu í samstarfi við Heineken. Að kvöldunum kemur fjöldi þekktra tónlistarmanna þar sem áherslan er á Fönk, Soul, Jazz, Latin, Calypso, Afrobeat og Reggae tóna í ýmsum formum. 22.00 Magnús R. Einarsson heldur tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8 í kvöld. Aðgangur er ókeypis. Leiklist 17.00 Áheyrnarprufur fyrir leikrit NMK verða haldnar í dag í MK. Þetta árið er verið að setja upp leikritið Fame sem einkennist af leik, söng og dansi, þess vegna er leitað af leikurum, söngvurum og dönsurum. 19.30 Aðalæfingin á Karitas eftir Krist- ínu Marju Baldursdóttur fer fram á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 2.000 krónur inn. Íþróttir 16.00 Evrópumeistaramótið í hópfim- leikum 2014 verður haldið í Reykjavík 15. - 18. október, þar sem 42 lið frá 14 þjóðlöndum koma saman í Laugardalnum og keppa um hina eftir- sóttu Evrópumeistaratitla. Í dag verða undanúrslit fullorðinna. Umræður 09.50 Mannauðsdagur Flóru, félagi mannauðsstjóra á Íslandi, var fyrst haldinn árið 2011 og hefur vaxið og dafnað með hverju árinu. Mannauðs- dagurinn er vettvangur fyrir þá sem láta sig nútímalega stjórnun mannauðs varða. Fyrirkomulagið í ár verður, líkt og áður, blanda af fræðilegri og hagnýtri umræðu um mannauðsmál. Yfirskrift mannauðsdagsins 2014 er Stjórnun mannauðs í uppsveiflu. Almennt miðaverð er 26.000 kr. en félagsmenn í Flóru fá einn miða á 18.000 krónur. 20.00 Listamannsspjall við Ásdísi Sif Gunnarsdóttur í Hafnarhúsinu í kvöld. Ásdís Sif vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum sem fara fram með mismunandi hætti á ólíkum stöðum í tíma og rúmi. Um er að ræða stóra vídeóinnsetningu sem byggist m.a. á eldra verki hennar frá sýningunni Pakk- húsi postulanna (2006). Léttar veitingar í boði. 20.00 Til að efla líf í félagsheimili rit- höfunda, Gunnarshúsi, og til að lyfta jólabókavertíðinni á ögn hærra plan verður nú blásið til kvöldraðarinnar Höfundakvöld í Gunnarshúsi. Á hverju fimmtudagskvöldi fram að jólum mæta tveir höfundar og spjalla um nýjar eða væntanlegar bækur sínar. Höfunda- kvöldunum verður ýtt úr hlaði í kvöld en þá munu þau Guðrún Eva Mínervu- dóttir og Ármann Jakobsson fjalla um glæný verk sín. Spyrjandi verður Arndís Þórarinsdóttir. Uppákomur 19.00 David Wolfe, súperstjarna í heimi grænkera, mun deila fróðleik um súperfæði og heilsulífsstíl á Grand Hóteli í kvöld. Með honum verða Þorbjörg Hafsteinsdóttir, menntaður næringarþerapisti, Ólafur Stefánsson handboltagoðsögn Sólveig Eiríksdóttir í Gló og Grænum kosti og Tolli Morthens sem leiðir núvitundarhugleiðslu. Pub Quiz 20.00 Fyrsta kvikmyndakviss vetrarins í Bíó Paradís verður haldið í kvöld þar sem þemað verður almennt. Höfundar spurninga og spyrlar eru Davíð Roach Gunnarsson og Helgi Valur Ásgeirsson. Efstu þrjú liðin fá bjór og bíómiða í verðlaun auk þess sem veitt verða verð- laun fyrir besta liðsnafnið og fyrir rétt svar við svokallaðri bjórspurningu. Svo verður að sjálfsögðu tilboð á ísköldum Pilnser Urquell og smá kynning í byrjun kvöldsins þannig að enginn fer þyrstur heim auk þess sem brakandi ferskt bíó- popp verður á boðstólnum í sjoppunni. 20.00 Fyrsta pub-quiz Menningar- félagsins verður haldið á Loft hosteli í kvöld. Það eru menningarkettirnir Kristín Svava Tómasdóttir og Elín Björk Jóhannsdóttir sem stjórna kvöldinu og því er til mikils að hlakka. Sigurlið kvöldisins fer heim með raunhæf en jafnframt ánægjuleg verðlaun. Tilboð á barnum fyrir þátttakendur. Málþing 12.00 Í dag fer fram málstofan Lætur ekkert stöðva sig, um hetjurnar, krúttin og fleiri birtingarmyndir fatlaðs fólk í ríkjandi fjölmiðlaorðræðu. Þar munu Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir fjalla um sýninguna Lætur ekkert stöðva sig í ljósi ableisma og valdastöðu ólíkra hópa samfélagsins. Málstofan á vegum Tabú í samráði við ráð um málefni fatlaðs fólks. Viðburð- urinn fer fram á Háskólatorgi í stofu 104 og er öllum opin. Táknmálstúlkun verður á staðnum. Ljósmyndasýningar 12.00 Ljósmyndarinn Beth Yarnelle Edwards frá San Francisco sýnir ljósmyndir sem hún tók yfir einn sumarmánuð á Íslandi. Sýningin heitir Iceland og er í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Tónlist 21.00 DJ SimSimma þeytir skífum á Frederiksen Ale House í kvöld. 21.00 DJ Herr Gott spilar á Boston í kvöld. 21.00 DJ Danni Deluxxe sem gert hefur skoppurum hátt undir höfði spilar skopparatónlist á Prikinu í kvöld, húsi skoppara. 21.00 TechSoul spilar vel valin lög á Bravó í kvöld. 21.00 Lagaffe Tales þeytir skífunum á Kaffibarnum í kvöld. 21.00 DJ Art of Listening spilar á Brikk í kvöld. 21.00 Trúbadorarnir Hjálmar og Dagur spila á English Pub í kvöld. 21.00 DJ Harry Knuckles spilar stór- undarlega og skemmtilega tónlist á Paloma Bar í kvöld. Fyrirlestrar 12.00 Opinn fundur um Norður-Kóreu í dag í Lögbergi 101. Geir Helgesen, forstöðumaður Norrænu Asíumála- stofnunarinnar, mun fjalla um kynni sín af samfélagi N-Kóreu og lýsa reynslu sinni af samskiptum við full- trúa ríkisins. Hann mun fjalla um hvaða leiðir væru skynsamlegastar til að nálgast og skilja landið ef mark- miðið er að auka samskiptin við það og gera það að virkum hluta af alþjóð- samfélaginu. Myndlist 10.00 Vasulka Chamber eða Vasulka- stofa verður formlega opnuð sem ný deild í Listsafni Íslands. Sýnir vídeóverk eftir frumkvöðlana Steinu og Woody Vasulka. Í tilefni af 130 ára afmæli safnsins er allri þjóðinni boð- inn ókeypis aðgangur í safnið dagana 16. til 19. október. 11.00 Þriðja sólósýningin í i8 Galleríi eftir einn af stofnendum síðminimal- isma, Lawrence Weiner, er opnuð í dag. 17.00 Í dag mun listamaðurinn og hönnuðurinn Sigga Rún opna sýningu sína Flögr í Eiðisskeri í Bókasafni Sel- tjarnarness þar sem hún teflir saman munum úr Náttúrugripasafni Seltjarn- arness við eigin verk. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. Eiðissker er sýningarsalur Seltirninga og er stað- settur inn af Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi. Samkoma 20.00 Rangæingar í Reykjavík athugið! Félagsvist í samvinnu við Skaftfellinga í Skaftfellingabúð í Reykjavík í kvöld kl. 20.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is „Við erum mjög stemmdir fyrir þessu,“ segir Páll Cecil Sævars- son, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vio en hún kemur fram á tónleikum rokk- sveitarinnar Hide Your Kids á Húrra í kvöld. Einnig mun raf- poppsveitin Himbrimi troða upp. „Það er mikil spenna í mönnum fyrir þessu,“ segir Páll en Vio mun spila í gegn plötu sína Dive In, sem verður gefin út fyrir jól. Vio bar sigur af hólmi í Músík- tilraunum í ár og hefur lagið You lost it setið á topplistum útvarps- stöðvanna síðan þá. Himbrimi er „hljómsveit sem hefur komið eins og hressandi vatnsgusa í þurri eyðimerkur- göngu inn í íslenska tónlistar- bransann“ en Hide Your Kids hefur komið víða við á sínum líftíma, meðal annars hitað upp fyrir Of Monsters and Men. Lagið þeirra Mia situr nú sem fastast á Pepsi Max-listanum. Allar þessar hljómsveitir munu spila á Iceland Airwaves í ár og því er tilvalið að koma og hita upp fyrir þá veislu. Tónleikarnir hefjast stund- víslega klukkan 21.00 og kostar aðeins 500 krónur inn. - þij Ungir tónlistarmenn hita upp fyrir Airwaves Sveitirnar Hide Your Kids, Vio og Himbrimi munu allar troða upp á skemmtistaðnum Húrra í kvöld. HLJÓMSVEITIN VIO Treður upp á Húrra kvöld ➜ Tónleikarnir hefjast stund- víslega klukkan 21.00 og kostar aðeins 500 krónur inn. Save the Children á Íslandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.