Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 62
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 50
Leikkonan og Óskarsverðlauna-
hafinn Reese Witherspoon segir
að hlutverk hennar í kvikmyndinni
Wild hafi verið mesta áskorunin á
ferli hennar hingað til.
Myndin fjallar um unga konu sem
fer í 2.000 kílómetra gönguferð yfir
Pacific Crest-gönguleiðina í Banda-
ríkjunum. „Þetta er það erfiðasta
sem ég hef nokkurn tíma gert út
af ýmsum ástæðum,“ sagði Wither-
spoon við fréttamenn BBC eftir
Evrópufrumsýninguna á myndinni.
Witherspoon sagði upptökurn-
ar hafa verið afar líkamlega og
andlega erfiðar. „Kynlífsatriðin
voru það erfiðasta fyrir mig. Ég
hef aldrei þurft að gera neitt slíkt
á ævinni minni. Ég þurfti að gera
allt það sem þú sérð í myndinni
sjálf, líka það sem mér leið óþægi-
lega með, af því að myndin fjallar
um tilfinningalega einlægni,“ segir
Witherspoon, sem var einnig með-
framleiðandi myndarinnar. Hún
hefur verið orðuð við Óskarstil-
nefningu fyrir leik sinn en hún hlaut
verðlaunin árið 2006 fyrir hlutverk
June Carter Cash, eiginkonu Johnny
Cash í Walk The Line.
Wild, sem byggð er á sjálfsævi-
sögu Cheryl Strayed, Wild: From
Lost to Found on the Pacific Crest
Trail, fjallar um ungan rithöfund
sem ákveður að ganga veginn Paci-
fic Crest einn á báti til að komast
yfir skilnað, dauða móður sinnar og
margra ára heróínneyslu.
Witherspoon segir að það hafi
hjálpað mikið að hin raunverulega
Cheryl Strayed hafi verið viðstödd
upptökurnar. „Á margan hátt var
ég dálítið hrædd við að hún væri að
fylgjast með og dæma mig. En það
hjálpaði mér á endanum að komast
inn í hlutverkið,“ segir hún. Strayed
segir að samtölin sem hún átti við
Witherspoon hafi ekki fjallað mikið
um myndina sjálfa. „Við töluðum
um líf okkar, æskuna og sambönd-
in okkar, það að vera móðir – allt frá
því hversdagslega yfir í hið háleita,“
segir hún. „Það var eitthvað talað
um hvernig væri best að binda bak-
pokann en það var mikilvægara að
við opnuðum okkur hvor fyrir ann-
arri.“
Witherspoon segir að bakpoki
hennar hafi verið verulega þungur
og þar af leiðandi voru hreyfingar
hennar raunverulegri.
Breski rithöfundurinn Nick
Hornby, sem skrifaði handritið, segir
að Wild sé ekki týpísk „chick flick“
eins og þær kallast. „Hún fjallar um
sorg, heróínfíkn, lauslæti og það
að vera mjög sterk/ur líkamlega og
andlega,“ segir Hornby, sem skrifaði
meðal annars bækurnar High Fidel-
ity og Fever Pitch. „Þannig að hún
er ekki eins og nokkur „chick flick“-
mynd sem ég hef nokkurn tímann
séð.“ thorduringi@frettabladid.is
Danny Boyle, einn frægasti leik-
stjóri Breta, hefur fært sig upp á
skaftið á seinustu árum og byrj-
að að vinna í leikhúsi. Bíó Para-
dís sýnir í kvöld upptökur af
uppfærslu National Theatre Live
London á hinni ódauðlegu hryll-
ingssögu Frankenstein frá árinu
2011 í leikstjórn Boyle.
Boyle, sem er þekktur fyrir
myndir eins og Trainspotting
og 28 Days Later, tekur höndum
saman á ný með stórleikaran-
um Johnny Lee Miller sem gerði
garðinn frægan í Trainspotting
á sínum tíma. Nú leikur hann
vísindamanninn Frankenstein
í þessari frumlegu uppfærslu
á sögu Mary Shelley. Benedikt
Cumberbatch leikur skrímsli
Frankensteins en þess má geta
að bæði Benedict og Lee Miller
hafa gert það gott undanfarið
við að leika spæjarann Sherlock
Holmes.
Í fyrri útgáfunni sem er sýnd
í kvöld og um helgina fer Bene-
dikt Cumberbatch með hlutverk
skrímslisins og Lee Miller hlut-
verk Frankensteins. Í seinni
útgáfunni sem sýnd er 25., 30.
október og 2. nóvember munu
þeir hins vegar skipta um hlut-
verk. Cumberbatch tekur þá að
sér hlutverk Frankensteins og
Miller mun leika óskapnaðinn.
Frankenstein er ein umtal-
aðasta uppfærsla af Frankenstein
allra tíma enda er hún í leikstjórn
eins frumlegasta leikstjóra okkar
daga.
thorduringi@frettabladid.is
➜ Witherspoon segir
að bakpoki hennar hafi verið
fylltur af þungu efni til
að gera hreyfingar hennar
raunverulegri.
➜ Skáldsagan Frankenstein
kom fyrst út í London árið
1818. Þá var Mary Shelley
aðeins tvítug.
45 ára Dominic West leikari
Þekktastur fyrir: The Wire.
Fær góða dóma
Benedikt
Cumberbatch
hefur fengið
góða dóma
fyrir leik
sinn í The
Imitation
Game sem
vísindamað-
urinn Alan
Turing, einn
af upphafs-
mönnum tölvunarfræði, sem
leysti dulmál þýska hersins í
seinni heimsstyrjöldinni. Turing
var samkynhneigður á þeim tíma
sem það var ólöglegt í Bretlandi.
Leikur illmennið
Einn af uppá-
halds „vondu
körlum“ Holly-
wood, Javier
Bardem, hefur
verið orðaður
við hlutverk
illmennisins í
Pirates of the
Caribbean 5.
Johnny Depp
mun snúa aftur
sem Jack Sparrow. Myndin á að
koma út sumarið 2017. Joachim
Ronning og Espen Sandberg, sem
vöktu lukku með Kon-Tiki, munu
leikstýra. .
Frankenstein hrellir
Bíó Paradís sýnir afar sérstaka uppfærslu eft ir
Danni Boyle á hryllingssögunni Frankenstein.
ÓFRESKJAN Frankenstein er ein frægasta hryllingssaga allra tíma.
FRUMSÝNINGAR
Orðuð við Óskarinn
Reese Witherspoon segir hlutverkið í Wild hafa verið það erfi ðasta sem hún hafi tekist á við.
LEIKUR
Í WILD
Leikkonan
Reese With-
erspoon í
hlutverki sínu
í myndinni
Wild.
Kassatröllin Fjölskyldumynd
Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Jared
Harris & Nick Frost.
7,2/10 6,3/10
Fuera Carta Grínmynd
Aðalhlutverk: Javier Cámara, Lola
Dueñas, Fernando Tejero.
BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS