Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 64

Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 64
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 52 Kommóða Kalígarís, áhugafólk um hrollvekjur, hefur safnað saman sex manna liði til að taka þátt í lestrarkeppninni Allir lesa en hópurinn fer sístækkandi með degi hverjum. Hrollvekjuáhugamenn hafa skráð sig í liðakeppni sem snýst um hversu miklum tíma er varið í lestur á meðan keppni stendur. „Við erum með hóp á Facebook þar sem við spjöllum aðallega um kvikmyndir en núna ætlum við að breyta til og lesa,“ segir Nína Snorradóttir, einn liðs- manna. „Planið er að hittast einu sinni í viku meðan á keppninni stendur og spjalla um bækurnar en þess á milli mun hver og einn sitja í sínu horni og lesa eins og vindurinn.“ Nína segir áhugafélagið vera frábæran vettvang til að kynnast nýju fólki með sama áhugamál. „Þetta er alls konar fólk frá sex- tán ára til níræðs sem hefur áhuga á hrollvekjum. Enginn í mínu nánasta umhverfi hefur gaman af hryllingsmyndum þannig að það er æðislegt að fá að tala um þær og einhver nennir að hlusta á mann. Svo skapast áhugaverðar samræður á vefnum og við höfum líka talað um að hittast og horfa saman á myndir enda er ekki allt- af gott að vera einn að horfa á hryllingsmynd.“ Nína er komin með þéttan bóka- lista fyrir keppnina. Þar á meðal Drakúla, Frankenstein, The Shin- ing og fleiri klassískar hrollvekj- ur. Hún ætlar þó ekki eingöngu að lesa um hrylling enda er það ekki skilyrði fyrir þátttöku í liðinu. En af hverju svona mikill áhugi á hrollvekjum? „Það er misjafnt eftir fólki. Sumir spá mikið í myndatöku, hljóð og brellur. Aðrir eru meira í klass- ísku myndunum. Ég persónulega vil bara fá hjartað til að pumpa og verða skíthrædd,“ segir Nína hlæjandi að lokum. Allir lesa hefst á miðnætti á morgun og stendur til 16. nóvem- ber sem er dagur íslenskrar tungu. erla@frettabladid.is Keppast við hrollvekjulestur Á þriðja hundrað liða hafa skráð sig í landskeppni í lestri sem hefst á miðnætti á morgun. Áhugafólk um hrollvekjur stofnaði lið í keppninni og undirbýr hryllingslestur næsta mánuðinn með hjartað í buxunum. Alls kyns vinnustaðir, vinahópar, félög og fjölskyldur hafa skráð sig til leiks í liðakeppninni sem hefst á miðnætti á morgun. Meðal þátttakenda: Eignastýringarsvið Íslandsbanka Kvenréttindafélag Íslands Ungir fjárfestar Fágun– félag áhugamanna um gerjun Starfsmenn bókasafna og lánþegar mynda saman lið Akureyrarstofa– sem hefur skorað á önnur sveitarfélög en sjá má saman- burð eftir búsetu á síðu leiksins allirlesa.is ALLIR LESA– KEPPNI UM MESTAN LESTUR Lady Gaga segir að karlmenn hafi reynt að nota hana kynferð- islega þegar hún var að byrja í tónlistarbransanum. Hin 28 ára poppstjarna þurfti að ýta frá sér karlmönnum sem hún vann með þegar hún var að byrja í bransanum. Núna vill hún deila reynslu sinni með ungum söngkonum sem eru í sömu spor- um og hún var í á sínum tíma. „Ég hef mjög slæma reynslu af karlmönnum í hljóðverinu. Mér fannst mjög óþægilegt að vera í kringum þá. Mér leið ekki eins og ég væri þarna út af söngrödd- inni minni heldur meira vegna þess að þeir vildu notfæra sér mig,“ sagði hún í viðtali við The Times. „Þegar konur sem eru í þessum bransa lesa þessa grein vonast ég til að þær láti ekki fara illa með sig. Ég vona að ég geti verið dæmi um það að ef þú ert nógu hæfileikarík þá geturðu lagt hart að þér og látið drauma þína rætast.“ Gaga, sem er þessa dagana á tónleikaferðinni Artpop Ball, segir að poppbransinn sé fullur af „hákörlum“ og að maður megi ekki láta vaða yfir sig. „Ég er svona hreinskilin vegna þess að ég vil sýna gott fordæmi.“ - fb Hefur slæma reynslu af körlum í bransanum Poppsöngkonan Lady Gaga segir að margir karlmenn hafi reynt að nota hana í kynferðislegum tilgangi. Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams spókaði sig um í París, höfuðborg Frakklands, í fyrradag málaður um augun. Var Pharrell með augnblýant, eða „eyeliner“ eins og það heitir á ensku. Þegar karlmenn bera augnblýant er það hins vegar kallað „guyliner“. Pharrell er sá tónlistarmað- ur sem hefur hvað mest áhrif í tónlistarheiminum og spurning hvort fleiri karlmenn taki hann sér til fyrirmyndar og setji á sig augnblýant. Söngvarinn var líka með augnblýant á mánudaginn þegar hann birti mynd af sér og rapparanum Jay-Z á Instagram eftir tónleika sína í París. Pharrell með „guyliner“ LADY GAGA Poppdívan vill vera ungum söngkonum sem eru að stíga sín fyrstu skref gott fordæmi. PHARRELL WILLIAMS Popparinn á tónleikum. Hann spókaði sig um í París málaður um augun. NORDICPHOTOS/GETTY Ég hef mjög slæma reynslu af karlmönnum í hljóðverinu. Mér fannst mjög óþægilegt að vera í kringum þá. Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking mun ljá rokksveitinni goðsagnakenndu Pink Floyd rödd sína á næstu plötu hennar, The Endless River. Platan kemur út í nóvember og er fyrsta útgáfa sveitarinnar í tvo áratugi. Á plötunni, sem er að mestu án söngs, verður lagið Talkin’ Hawk- in’ þar sem Hawking mun beita sinni vélrænu röddu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Hawk- ing kemur fram með sveitinni en hann er sögumaður lagsins Keep Talkin’ af plötunni The Division Bell sem kom út árið 1994. Hawking er enginn nýgræð- ingur í vestrænum poppkúltúr og hefur meðal annars komið fram í sjónvarpsþáttunum The Simp- sons, Big Bang Theory og Star Trek. - þij Syngur með Pink Floyd STEVEN HAWKING Ljær rokksveitinni Pink Floyd rödd sína. NORDICPHOTOS/GETTY FRÉTTABLAÐ IÐ /STEFÁN HRYLLINGSBÓKAORMAR Nína Snorra dóttir og Elín Ýr Arnardóttir eru meðal liðs- manna Komm óðu Kalígarís. David Wolfe, sem talinn er helsti sérfræðingur heims í hráfæði og svokölluðu ofurfæði, mun halda þriggja tíma fyrirlestur og sýni- kennslu á Grand Hóteli í dag. „Hann er ástfanginn af Íslandi og reynir að koma hingað árlega,“ segir Sólveig Eiríksdóttir í Gló og Grænum kosti. „Núna ætlar hann að vera með mjög skemmtilegan fyrirlestur en hann er svolítið á undan sinni samtíð.“ Sólveig mun einnig halda erindi um ofurfæði ásamt Ólafi Stefáns- syni handboltamanni og Þorbjörgu Hafsteinsdóttur næringarþerap- ista. Wolfe er einn stofnenda The- BestDayEver.com, heilsutímarits á vefnum, og er forstjóri The Fruit Tree Planting Foundation, sam- taka sem hafa það markmið að gróðursetja 18 milljarða ávaxta- trjáa. Að sögn Sólveigar mætti kalla Wolfe „rokkstjörnu“ í heimi græn- kera. „Margar stjörnur leita til hans af því að hann er bæði mjög fróður og vel tengdur. Hann er meðal annars gúrú leikarans Woody Harrelson, sem er líka heilsunörd.“ Wolfe heldur ráðstefnu í Los Angeles árlega og hefur boðið Sólveigu að kenna þar. „Á síð- ustu uppákomu hans mættu tug- þúsundir manna og það lá við að David kæmist aldrei út úr salnum, því aðdáendurnir ætluðu bókstaf- lega að éta hann upp til agna.“ - þij „Rokkstjarna“ í heimi grænkera til Íslands David Wolfe, gúrú leikarans Woody Harrelson og sérfræðingur í hráfæði, heldur fyrirlestur á Grand Hóteli. FLYTUR BOÐSKAP HINS ÓHEFÐ- BUNDNA David er gúrú í hráfæðis- heiminum. Hann er ástfanginn af Íslandi og reynir að koma hingað árlega. Sólveig Eiríksdóttir LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.