Fréttablaðið - 16.10.2014, Page 78

Fréttablaðið - 16.10.2014, Page 78
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 66 FIMMTUDAGSLAGIÐ „Þetta er svolítið eins og píslar- ganga Krists, þessi veikindasaga hans,“ segir Kolfinna Nikulás- dóttir, ein af Reykjavíkurdætrum, sem er eigandi kattarins Krists, en hann þjáist af áfallastreituröskun á háu stigi. „Ég held að fyrsta áfallið hans hafi verið þegar hann fæddist, en það voru átta aðrir kettlingar í gotinu, sem er mjög mikið,“ segir Kolfinna og bætir við að hann hafi einnig verið lengi hjá móður sinni og þess vegna hafi það verið annað áfall fyrir hann þegar hann var tekinn frá henni. Síðan þá hefur sjúkrasaga Krists bara lengst. „Hann hefur oft verið lagður inn á dýraspítala vegna líkamlegra og andlegra áfalla. Nú síðast var það vegna sára á hálsi sem hann fékk, en hann er smá vandræðaungling- ur núna,“ segir Kolfinna. Við þessi áföll segir hún að Kristur sé lengi að jafna sig og sé hræddur. Kolfinna segist hafa reynt allt til þess að hjálpa honum, en ekkert virkað. „Ég vildi leita í annað en þessar hefð- bundnu vestrænu aðferðir, svo ég fann kattaheilara, hún heitir Natasha og býr í Danmörku og stundar svokallaða fjarheilun,“ segir Kolfinna. „Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur. Kristur verð- ur svo lagður í bæli og við sitj- um hjá honum,“ segir Kolfinna. Á sama tíma verður heilarinn í Danmörku og sendir heilunarork- una til hans. „Þetta á að græða öll hans andlegu sár, en það fer allt eftir því hvort líkami hans hafnar þessu eða ekki,“ segir hún. Kolfinna segist hafa heyrt margar góðar reynslusögur af meðferðinni, en hún segir að hún sé þekkt í Evrópu. „Við erum bara svo aftarlega í öllum svona málum hérna á Íslandi,“ segir Kolfinna. Ef meðferðin ber einhvern árangur hyggst Kolfinna safna fyrir ferð fyrir sig og Krist til Danmerkur. „Natasha getur líka talað við dýrin og ef þetta geng- ur vel förum við til hennar. Þetta verður hans andlega ferðalag.“ adda@frettabladid.is Eft ir röð áfalla fer Kristur til fj arheilara Kolfi nna Nikulásdóttir, rappari í Reykjavíkurdætrum, er eigandi kattarins Krists. Hann þjáist af áfallastreituröskun og er á leiðinni í meðferð hjá kattarheilara. VILL HJÁLPA KRISTI Kolfinna bindur miklar vonir við heilunina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vinkonurnar Dagný Rós Hlyns- dóttir og Heiða Rachel Wilkins eru níu ára metnaðarfullar stelpur í 4. bekk í Seljaskóla. Þær tóku sig til og gáfu út tímarit á dögunum, sem þær seldu í hverfinu til styrktar góðu málefni. Fyrsta tölublaðið sló svo í gegn að nú er annað tölublað á leiðinni. „Við vorum bara úti í bílskúr heima hjá Heiðu, við máttum það alveg, og við fundum ekkert að gera. Svo stakk Heiða upp á að við myndum gera svona blað, alveg eins og mamma hennar hafði gert þegar hún var lítil,“ segir Dagný um það hvernig hugmyndin af blaðinu kviknaði. Blaðið þeirra fékk nafnið Ský og verður um tíu blaðsíður. „Við vorum að reyna að finna nafn á blaðið og fengum svo hugmyndina af því að blað mömmu Heiðu hét Dropar. Við ætluðum fyrst að láta það heita Sól eða eitthvað þannig, en ákváðum svo Ský,“ segir Dagný. Tímaritið þeirra er uppfullt af skemmtilegu efni eins og orðasúp- um, krossgátum, bröndurum og myndum sem þær teikna og er hægt að lita. „Svo sögðum við eigum við ekki að taka viðtal við einhvern, er ekki alltaf þannig í svona blöðum? Þann- ig að við tókum viðtal við bróður minn,“ segir hún. Blaðið ætla þær að selja í hverfinu sínu á næstu dögum og rennur allur ágóði af sölunni til Rauða krossins, en þær velja nýtt góðgerðarmál til að styrkja í hverju blaði. Blaðið mun kosta 250 krónur. „Það kostaði 150 krónur áður en svo sögðu allir að það væri svo flott að það ætti að kosta meira. Þá safnast líka meiri pening- ur.“ - asi Níu ára metnaðarfullir ritstjórar Vinkonunum Dagnýju og Heiðu leiddist svo að þær ákváðu að gefa út tímarit. STOLTAR STELPUR Þær Heiða Rachel Wilkins og Dagný Rós Hlynsdóttir með tímaritið sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Venus Illegitima með Svartadauða og Old Snow með Oyama. Hlakka til að fara á tónleika á morgun með Svarta og plata Oyama er alveg að koma út.“ Pétur Ben, tónlistarmaður Leikkonan Sesselía Ólafs leikur farþega í næturstrætó í Night Bus, nýjustu kvikmynd leikstjór- ans Simons Baker, sem frumsýnd var á London Film Festival síðast- liðinn sunnudag. Sjálf hefur Sesselía búið og starfað í London um sex ára skeið og oft tekið sér far með nætur- strætó. „Ég leik farþega eins og allir hinir, enda fjallar myndin bara um farþega í strætisvagnin- um. Alls konar fólk, sumir eru frið- samir elskendur, aðrir vilja stofna til áfloga og allt þar á milli. Rétt eins og í veruleikanum.“ Sesselía svaraði auglýsingu á net- síðu fyrir leikara þar sem hlutverk- unum var lýst og var ráðin. Hún segir ekkert aðalhlutverk í mynd- inni, og hún sé meðal hátt í fimm- tíu leikara sem hver komi fram í um fjórar mínútur. „Kvikmynd- in byggist á spuna, sem er frekar óvenjulegt. Baker leist vel á hug- myndir mínar en ég leik konu sem talar í farsíma við kærasta sinn á Íslandi,“ segir Sesselía og bætir við að myndin hafi fengið góða dóma. Hún er ekki eini Íslendingurinn í næturstrætó Bakers. Þegar tökur voru hafnar kom í ljós að leikstjór- ann vantaði fleiri leikara og þá hóaði hún í kunningja sinn, Harald Ágústsson, sem mætti til leiks. - vþj Íslendingar í nætur strætó í London Sesselía Ólafs svaraði auglýsingu á netinu og fékk hlutverk í Night Bus sem er ný mynd eft ir Simon Baker. FARÞEGINN Sesselía Ólafs í næturstrætó. *Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðis- aukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað DORMA. ➜ Baker leist vel á hugmynd- ir mínar en ég leik konu sem talar í farsíma við kærasta sinn á Íslandi. Ég er búin að panta tíma fyrir hann 30. október. Þá hef ég hann inni allan daginn og býð heim til mín andlega tengdu fólki til að vera með okkur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.