Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 14
22. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 GENF, AP Strax í janúar má búast við því að tugir þúsunda skammta af bóluefni gegn ebólunni verði tilbúnir til notkunar. Þar með verði hægt að hefja prófanir á notkun þeirra í ríkjum vestan- verðrar Afríku, þar sem ebólu- faraldurinn hefur verið illviðráð- anlegur til þessa. Þessu skýrði Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin, WHO, frá í gær. Tugir þúsunda manna muni fá bóluefnið. „Ég er ekki að gefa í skyn núna að fjöldabólusetningar muni hefj- ast árið 2015,“ tók þó Marie Paule Kiene frá WHO fram á blaða- mannafundi. Tugir þúsunda manna munu fá bóluefnið til að byrja með, en ekki milljónir. Framkvæmdin gæti þó orðið eitthvað snúin, og nokk- ur ágreiningur kom upp á fundi WHO um málið í Genf. Þrjú lyf hafa nú þegar verið prófuð á ebólusjúklingum í smáum stíl. Eitt heitir Brincid- ofovir, framleitt af bandaríska lyfjafyrirtækinu Chimerix, en það lyf hefur einnig verið notað gegn fleiri veirum. Þá hefur lyfið ZMapp, fram- leitt af bandaríska lyfjafyrirtæk- inu Mapp Pharmaceuticals, einn- ig verið notað, en það hefur verið þróað sérstaklega til þess að herja á ebóluveiruna. Litlar birgðir eru til af þessu lyfi. Þriðja lyfið heitir TKM-Ebola, framleitt af kanadíska lyfjafyrir- tækinu Tekmira Pharmaceuticals. Það hefur verið notað á einn sjúk- ling, en er til í afar takmörkuðu magni. Siðferðileg álitamál gætu til dæmis flækst verulega fyrir þeim, sem eiga að sjá um að velja fólk til þess að taka þátt í tilraun- unum, og taka ákvarðanir um það hverjir eiga aðeins að fá lyfleysu til að vera í samanburðarhópi. Ebóluveiran hefur orðið hátt í fimm þúsund manns að bana í vestanverðri Afríku, en alls hafa á tíunda þúsund smitast. Tíu mán- uðir eru nú liðnir frá því farald- urinn hófst, en íbúar í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa orðið verst úti. Nokkrir einstaklingar hafa veikst á Vesturlöndum, þar á meðal spænska hjúkrunarkonan Teresa Romero, en í gær var end- anlega staðfest að hún væri laus við veiruna eftir þriggja vikna sjúkrahúslegu. Í Bandaríkjunum er byrjað að kanna hvort flugfarþegar frá Afríkuríkjunum þremur séu með hita, en ákvörðun um þetta var tekin fyrr í mánuðinum. gudsteinn@frettabladid.is Brátt styttist í bólusetningu Tilraunir með bólusetningu í stórum stíl gegn ebólunni gætu hafist í ríkjum Vestur-Afríku strax eftir ára- mótin. Þróun tveggja bóluefna er langt komin en tryggja þarf að engin hætta fylgi notkun þeirra. ERFIÐ BARÁTTA Læknir í Líberíu tekur af sér hlífðarbúnað eftir að hafa sinnt ebólusjúklingum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÉTTIR Á SPÁNI Læknir skýrir frá því að seinni prófun, sem gerð var í gær, hafi leitt í ljós að hjúkrunarkonan Teresa Romero væri laus við veiruna. FRÉTTABLAÐIÐ/APSÝRLAND, AP Liðsmenn Íslamska ríkisins birtu í gær mynd- band, þar sem þeir sjást gramsa í vopnasendingum ætluðum Kúrdum. Bandaríkin vörpuðu í vikunni vopnum niður til Kúrda í Sýr- landi, sem áttu að nota þau til þess að berjast við vígasveit- irnar sem herjað hafa á bæinn Kobani undanfarið. Vopnin voru sögð komin frá ráðamönnum Kúrdahéraðanna í Írak. Ekki var annað að sjá en myndbandið væri ekta. Þar sést að vígasveitirnar hafi náð að minnsta kosti einni vopnasend- ingu. - gb Vopn ætluð Kúrdum: Vígasveitirnar hirtu vopnin GRAMSA Í VOPNASENDINGU Liðs- menn vígasveitanna sýna feng sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EVRÓPA Mukwege verðlaunaður Kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege frá Kongó fær Sakharov-verð- launin í ár fyrir baráttu sína gegn kyn- ferðisofbeldi gegn konum á stríðstím- um. Það er Evrópuþingið sem úthlutar verðlaununum, en í fyrra komu þau í hlut pakistönsku stúlkunnar Malölu Yousafzai. E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 3 8 1 EYÐIR BARA 2.900 KR. Á MÁNUÐI* 4 KLST. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Öllum Nissan Leaf rafbílum sem BL ehf. selur fylgir 3 ára verksmiðjuábyrgð auk 5 ára verksmiðjuábyrgðar á rafhlöðu sem tryggir þig fyrir mögulegum bilunum, innköllunum eða uppfærslum á búnaði sem kunna að koma upp yfir ábyrgðartímann. NOTAÐUR BÍLL SEM INNÁBORGUN Þeir sem kaupa Nissan Leaf Nordic rafbíl frá BL ehf. geta greitt hluta kaupverðsins með notuðum bíl. Restina er hægt að taka að láni að hluta eða öllu leyti. 45 DAGA SKIPTIRÉTTUR Langar þig að prófa en ert ekki viss? Öllum Nissan Leaf Nordic rafbílum sem BL ehf. selur fylgir 45 daga skiptiréttur.** ÞÚ KEMST ALLRA ÞINNA FERÐA Á NISSAN LEAF FYRIR EINUNGIS BROT AF ELDSNEYTISKOSTNAÐI HEFÐBUNDINS BÍLS 250.000 KR. HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ SEM HLEÐUR BÍLINN Á AÐEINS 4 KLST. FYLGIR ÖLLUM NÝJUM NISSAN LEAF KAUPAUKI **Ef viðskiptavinur sem keypt hefur Nissan Leaf Nordic telur bílinn ekki henta þörfum sínum bjóðum við 45 daga skiptirétt. Viðskiptavinur getur þá skilað bílnum og látið kaupverðið ganga upp í kaup á sambærilegum eða dýrari nýjum bíl frá BL ehf. Miðað er við að bíllinn sé ekinn að hámarki 1.500 km á tímabilinu. BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is NISSAN LEAF NORDIC VERÐ FRÁ: 4.490.000 KR. *Miðað við verðskrá ON 10.09.2014 og 1.250 km akstur á mánuði / 15.000 km á ári. GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.