Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 60
22. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30
„Okkur fannst vanta vettvang
til að fjalla um íslenska tónlist
og jaðar íþróttamenningu,“ segir
Steinar Fjeldsted sem flestir kann-
ast við úr hljómsveitinni Quarashi.
Hann opnar vefsíðuna www.
albumm.is nú á fimmtudaginn
ásamt Sigrúnu Guðjohnsen. „Við
ákváðum að svara eftirspurn og
setja þetta allt á einn stað og gefa
því háværa rödd. Það eru engin
tónlistartímarit og í raun voða-
lega lítið verið að fjalla um þetta,
þannig að við tókum málin í okkar
eigin hendur og ákváðum að græja
þetta bara.“
Á síðunni verður hægt að lesa
greinar og viðtöl við íslenskt tón-
listarfólk ásamt hjólabretta-, snjó-
bretta- og hjólafólki. Mikið verður
lagt upp úr flottum ljósmyndum og
myndböndum en Addi Introbeats,
plötusnúður sér um vídeóhlið síð-
unnar en Ómar Smith tekur ljós-
myndir. Þau fá síðan aðstoð frá
kvikmyndagerðarmanninum Stef-
áni Loftssyni og Hólmfríði Sunnu
Sigurlaugar-Guðmundsdóttur
greinahöfundi.
„Við tökum viðtöl við alls kyns
fólk í víðum skilningi, um fólk
sem tengist „urban“-menningu
eins og maður kallar hana, jaðar-
íþróttir sem tengjast svo inn í tón-
list og öfugt. Við ákváðum bara
að gefa þessu háa rödd, loksins,“
segir Steinar. „Ef fólk er að gera
eitthvað merkilegt í tónlist eða
jaðar íþróttum þá getur það haft
samband við okkur á albumm@
albumm.is. Þetta verður mjög lif-
andi síða og við munum henda
inn efni mjög reglulega. Núna á
fimmtudaginn getur fólk bara
vaknað, fengið sér kaffibolla og
kveikt á tölvunni. Alls konar dót að
fara í gang!“ thorduringi@frettabladid.is
Ný vefsíða tileinkuð
íslenskri jaðarmenningu
Albumm.is verður vettvangur fyrir umfj öllun um íslenska tónlist og jaðaríþróttir.
GERIR JAÐR-
INUM HÁTT
UNDIR HÖFÐI
Steinar segist
hafa svarað
eftirspurn með
síðunni.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Það eru engin
tónlistartímarit og í raun
voðalega lítið verið að
fjalla um þetta, þannig að
við tókum málin í okkar
eigin hendur og ákváðum
að græja þetta bara.
Steinar Fjeldsted
„Almennilegur, góður og gamaldags
Tommaborgari.“
Ása Inga Þorsteindóttir, yfirþjálfari íslensku
hópfimleikalandsliðanna.
BESTI SKYNDIBITINN
Náttúran, fjöllin, fuglarnir og meira að
segja draugar eru í aðalhlutverkum á Streng
stranda, nýrri níu laga plötu Rósu Guðrúnar
Sveinsdóttur.
Hún semur lögin en textarnir eru eftir
föður hennar, Svein Kristinsson.
„Á plötunni er eitt almennt ástarlag, annað
um strák frá Nepal, en annars fjalla text-
arnir um Strandir á Vestfjörðum í Árnes-
hreppi þar sem pabbi er fæddur og uppal-
inn. Sjálf var ég þar sem barn á sumrin og
fer oft vestur til að hlaða batteríin og upplifa
frelsið og kyrrðina,“ segir Rósa Guðrún.
Þótt hún fari ekki endilega vestur til að
vinna, finnst henni gott að hugsa um ræt-
urnar þegar hún semur tónlist. Strengur
stranda, sem er hennar fyrsta plata, kom
út 1. október og var valin plata vikunnar á
Rás 2.
Rósa Guðrún er tónlistarkennari í Tónlist-
arskóla Hafnarfjarðar og Skólahljómsveit
Austurbæjar, þar sem hún kennir söng og
einnig á saxófón og þverflautu. - vþj
Náttúran, fuglar og draugar á Strandaplötu
Rósa Guðrún Sveinsdóttir semur lögin á sinni fyrstu sólóplötu og faðir hennar, Sveinn Kristinsson, textana.
RÆTUR Rósu Guðrúnu finnst gott að hugsa um
ræt urn ar þegar hún semur tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
➜ Rósa Guðrún er einnig í hljómsveitinni
Robert the Roommate og spilar á saxófón
og syngur með Ritvélum framtíðarinnar.
iPad mini
Verð frá 44.990.-
Verð áður frá: 54.990.-
iPad Air
Verð frá 64.990.-
Verð áður frá: 89.990.-
„Ég hannaði þetta letur upphaflega fyrir afmælisbók
Lunga árið 2010,“ segir grafíski hönnuðurinn Guð-
mundur Úlfarsson.
Letur eftir hann verður notað í allt kynningarefni
fyrir kvikmyndahátíðina Sundance á næsta ári. „Hönn-
unarstúdíóið Mother í New York sá letrið svo á síðunni
minni, leist vel á það og hafði samband og spurði hvort
þau mættu ekki nota það í auglýsingar fyrir Sundance,“
segir Guðmundur.
Hönnunarstúdíóið mun sjá um alla grafík fyrir kvik-
myndahátíðina. „Ég þurfti að gera smávægilegar breyt-
ingar á letrinu samt, en ég fékk alveg ágætlega greitt
fyrir þetta svo ég er sáttur,“ segir hann.
Guðmundur lærði grafíska hönnun í Gerrit Rietveld
Academie í Amsterdam, en lærði ekki leturgerð sér-
staklega.
Í dag rekur hann fyrirtækið Or Type, en hann segist
alltaf hafa verið mikill leturperri og hafi þess vegna
endað í leturgerð. „Þetta er mjög merkilegt fyrir mig
sem leturhönnuð að fá svona góða auglýsingu og aldrei
að vita hvort ég fari í frekara samstarf með Mother. Ég
vil samt ekki segja of mikið eins og er,“ segir hann. - asi
Alltaf verið mikill leturperri
Sundance-hátíðin notar letur eft ir grafíska hönnuðinn Guðmund Úlfarsson.
FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Guðmundur útilokar ekki frekara
samstarf erlendis, en vill ekkert gefa upp að svo stöddu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR