Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 24
| 6 22. október 2014 | miðvikudagur
Rekstrarkostnaður slitastjórna
föllnu bankanna þriggja nam á
fyrri helmingi ársins 2014 samtals
átta milljörðum íslenskra króna.
Þetta má lesa út úr árshlutaupp-
gjörum þeirra.
Glitnir greiddi 2,69 milljarða,
Kaupþing 2,66 milljarða og LBI
(gamli Landsbankinn) greiddi 2,62
milljarða króna. Rekstrarkostnað-
ur bankans minnkaði um níu pró-
sent. Þar af dróst launakostnaður
saman um 37 prósent en lögfræði-
kostnaður sem er keyptur utan
Íslands jókst um 81 prósent milli
fjórðunga.
LBI hefur markvisst dregið úr
kostnaði við starfsemina að und-
anförnu. Skrifstofum í Amsterdam
verður lokað áður en árið er á enda
og verður erindum í Amsterdam
sinnt frá Reykjavík. Þá kemur
fram að verið sé að draga úr kostn-
aði við rekstur á skrifstofunni
í Lundúnum og hagræðing þar
muni halda áfram í ár og á næsta
ári. Jafnframt kemur fram að
verið sé að reyna að draga saman
í rekstrarkostnaði á skrifstofunni
í Reykjavík og starfsmönnum þar
hafi fækkað. Starfsmönnum Kaup-
þings og LBI hefur einnig fækkað
verulega frá því að slitastjórnirn-
ar tóku fyrst til starfa.
Í öllum tilfellum er stærsti
kostnaðarliðurinn aðkeypt lög-
fræðiráðgjöf og önnur aðkeypt
ráðgjöf. Glitnir greiddi 555 millj-
ónir króna fyrir lögfræðiráðgjöf
á fyrri helmingi ársins sem er um
110 milljónum meira en á sama
tímabili í fyrra. Kaupþing greiddi
570 milljónir fyrir sambærilega
lögfræðiráðgjöf en það er 635
milljónum minna en á sama tíma í
fyrra. Landsbanki Íslands greiddi
aftur á móti 1.131 milljón fyrir
lögfræðiráðgjöf en það er aukning
um tæplega 200 milljónir króna.
Kostnaður við aðra aðkeypta
sérfræðiráðgjöf er einnig drjúgur,
nam tæpum 1.100 milljónum hjá
Glitni á fyrri helmingi ársins, 827
milljónum króna hjá Kaupþingi
og 328 milljónum hjá Landsbanka
Íslands. Þá telur launakostnað-
urinn einnig drjúgt en saman-
lagt greiddu þessir bankar 1.853
milljónir króna í laun og launa-
tengd gjöld vegna starfsmanna
sinna á fyrri helmingi ársins. Þar
með eru ekki taldar tekjur slit-
astjórnarmanna. Glitnir greiddi
slitastjórnarmönnum sínum 91
milljón í tekjur á fyrstu sex mán-
uðum ársins, slitastjórnarmenn
Kaupþings fengu 103 milljónir en
ekki er tekið fram í ársreikningi
LBI hvað slitastjórnarmennirnir
fengu greitt.
Greiðslur til slitastjórna gagnrýndar
Háar greiðslur til slitastjórnar-
manna hafa reyndar orðið tilefni
til gagnrýni. Til að mynda sagði
ritstjóri Tímarits lögfræðinga í
ritstjórnarpistli rétt fyrir síðustu
áramót að þær greiðslur sem lög-
fræðingar í slitastjórnum fá frá
kröfuhöfum föllnu bankanna köll-
uðu á skýringar.
Hann vakti athygli á að sam-
kvæmt kröfuhafaskýrslu vegna
Kaupþings frá 20. nóvember í
fyrra mun hver og einn slita-
stjórnarmeðlimur hafa rukk-
að 32.500 krónur fyrir hverja
vinnustund, án virðisaukaskatts.
Þeir tveir meðlimir slitastjórn-
arinnar sem eru með hæsta end-
urgjaldið unnu að meðaltali 184-
188 tíma á mánuði ásamt því að
sinna öðrum krefjandi störfum
samhliða. Sagði Hafsteinn að
ekki væri hægt að bera þessar
greiðslur til slitastjórnarmanna
saman við greiðslur til lögmanna
í fjármálahverfi nu City í Lundún-
um. Íslenskir lögfræðingar þyrftu
að miða við íslenskan raunveru-
leika.
Hægir á sölu eigna
Þótt slitabúin séu markvisst að
minnka starfsemi sína og draga
úr kostnaði eru ekki vísbending-
ar um að slitameðferðinni ljúki í
fyrirsjáanlegri framtíð. Í skýrslu
fjármálastöðugleikasviðs Seðla-
banka Íslands segir þvert á móti
að vísbendingar séu um að slita-
bú föllnu bankanna haldi að ein-
hverju leyti að sér höndum við að
umbreyta eignum í laust fé. Þetta
skiptir máli í ljósi þess að slita-
meðferðin snýst fyrst og fremst
um að hámarka virði eigna,
umbreyta þeim í laust fé og
greiða það kröfuhöfum að lokum.
Seðlabankinn skýrir þessa
þróun á þann hátt að vegna fjár-
magnshaftanna hafi gengið illa að
greiða út úr búunum til kröfuhafa.
Búin geti því metið það sem svo
að það þjóni hagsmunum þeirra
betur að geyma féð í eignum í
stað þess að geyma það laust inni
á innlánsreikningum.
Hvorki talsmenn Kaupþings,
Glitnis né LBI vildu svara Frétta-
blaðinu spurningum um það
hverjar helstu eignir viðkomandi
banka eru í dag, en vísuðu í opin-
berar upplýsingar um það. Þar er
á litlu að byggja.
„Það er vandamál hjá okkur
að við getum ekki úthlutað lausu
Átta milljarðar í rekstrarkostnað
gömlu bankanna á hálfs árs tímabili
Samanlagður rekstrarkostnaður gömlu bankanna nam átta milljörðum króna á fyrri helmingi árs. Kostnaður-
inn skýrist að stærstum hluta af kaupum á lögfræðiþjónustu og annarri sérfræðiþjónustu. Greiðslur til starfs-
manna og slitastjórnarmanna eru einnig háar. Ólíklegt er að slitameðferð ljúki í fyrirsjáanlegri framtíð.
STÝRA GLITNI Páll Eiríksson og Steinunn Guðbjartsdóttir hafa setið í slitastjórn Glitnis allt frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði hana vorið 2009 í samræmi við lög um slitameðferð fjármálafyrirtækja.
2014 2013
Glitnir 2,69 2,41
Kaupþing 2,66 2,86
LBI 2,62 2,80
*milljarðar
Rekstrarkostnaður
á fyrri helmingi árs*
Það er vanda-
mál hjá okkur
að við getum ekki
úthlutað lausu fé,
þar með talið and-
virði seldra eigna, til
kröfuhafanna. Við
þurfum að vega og
meta hvenær er besti
tíminn til að selja
eignir.
Greint hefur verið frá því að stefnt er á tvöfalda skráningu Íslandsbanka á
hlutabréfamarkaði, hér á landi og annaðhvort á Norðurlöndunum eða í
London.
Í viðtali Bloomberg-fréttaveitunnar við Jón Guðna Ómarsson, fjármála-
stjóra bankans, segir hann að erlent hlutabréfaútboð myndi gagnast
núverandi eigendum bankans sem vilji selja en séu ekki langtímaeigendur
bankans. Fjármagnshöftin skapi þó enn vanda.
„Áður en við getum farið í útboðið verðum við að vera viss um að geta
greitt út arð í erlendum gjaldeyri,“ segir Jón Guðni. „Það þarf að vera alveg
skýrt frá hendi Seðlabankans að við munum hafa þennan sveigjanleika
þar sem það mun veita fjárfestum öryggi um að greiddur verði út arður af
fjárfestingunni í framtíðinni.“
Spurð að því hvort tvíhliða skráning geti farið fram áður en breytingar
hafi verið gerðar á lögum um fjármagnshöft, segir Steinunn Guðbjarts-
dóttir: „Verið er að vinna að sölu á bankanum. Vissulega skipta fjármagns-
höft máli í því sambandi.“
VANDI VARÐANDI ARÐGREIÐSLURNAR
ÚTTEKT
Jón Hákon Halldórsson
jonhakon@frettabladid.is