Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 6
22. október 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
14,4 prósent af íbúðum á landinu
voru tveggja herbergja á árinu 2009.
Þá voru 18.762 af alls 130.019
íbúðum tveggja herbergja. Hlutfallið
var svipað árið 2000. Þá voru 13,9
prósent, eða 14.620 íbúðir af alls
104.805 íbúðum, tveggja herbergja.
Ranglega var sagt frá því í frétt blaðsins
í gær um að eldri borgarar hefðu ekki
efni á heyrnartækjum, að það væri
Tryggingastofnun sem veitti styrk til
kaupa á tækjunum. Það rétta er að það
eru Sjúkratryggingar Íslands.
LEIÐRÉTTING
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
KAFLASKIPT Í dag fer lægð yfir landið með heldur hlýrra lofti en undanfarið. Slydda
í fyrstu SV-til en síðar rigning. Úrkomulítið N-lands fram yfir hádegi, þá má búast við
slyddu eða snjókomu. Á föstudaginn léttir til SV-til og kólnar á nýjan leik.
1°
6
m/s
2°
10
m/s
4°
7
m/s
7°
12
m/s
Allhvasst
við SA-
ströndina,
annars
3-10 m/s.
Yfi rleitt
hæg
breytileg
átt.
Gildistími korta er um hádegi
15°
28°
8°
13°
18°
7°
6°
13°
13°
28°
13°
21°
25°
24°
19°
10°
14°
9°
4°
7
m/s
5°
10
m/s
2°
6
m/s
3°
8
m/s
2°
4
m/s
2°
3
m/s
-2°
3
m/s
3°
3°
2°
-1°
4°
2°
4°
2°
2°
0°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FÖSTUDAGUR
Á MORGUN
KJARAMÁL Lítið miðar áfram í
viðræðum Læknafélags Íslands
og samninganefndar ríkisins en
fundað var í
hálftíma í gær
án árangurs.
Þorbjörn
Jónsson, for-
maður Lækna-
félagsins, segist
ekki bjartsýnn
á að samningar
takist áður en
boðaðar verk-
fallsaðgerðir eiga að hefjast
næstkomandi mánudag. „Það
þokaðist ekkert í samkomulagsátt
að okkar mati,“ segir Þorbjörn.
„Ég held að það sé óhætt að segja
að við teljum ekki miklar líkur á
að þetta takist fyrir mánudag.“
Næsti fundur er á morgun. - bá
Töluðu saman í hálftíma:
Lítið miðar í
læknadeilunni
ÞORBJÖRN
JÓNSSON
Alveg mátulegur
Heimilis
GRJÓNAGRAUTUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
SVÍÞJÓÐ Glæpamenn sem segjast
hafa verið skotnir hafa í sumum
tilfellum skotið sjálfa sig vegna
mistaka, að því er rannsókn lög-
reglunnar í Malmö hefur leitt í
ljós. Sydsvenska Dagbladet hefur
það eftir lögreglunni að glæpa-
mennirnir vilji ekki segja að um
voðaskot hafi verið að ræða því
þeim þyki það niðurlægjandi.
Jafnframt sé líklegt að þeir hafi
ekki vopnaleyfi.
Lögreglan segir málin alvarleg
þar sem alltaf sé hætta á að ein-
hver annar hljóti skaða af. - ibs
Glæpamenn segja ósatt:
Þykir voðaskot
niðurlægjandi
STJÓRNSÝSLA Gunnsteinn R. Ómars-
son, sveitarstjóri Ölfuss, átti pers-
ónulega hlut í Gámaþjónustunni
þegar hann tók ákvörðun um að
neita að afhenda Íslenska gáma-
félaginu gögn.
Úrskurðarnefnd um upplýsinga-
mál úrskurðaði á þá leið að sveitar-
félaginu bæri að afhenda Íslenska
gámafélaginu gögn í útboði Ölfuss
þar sem Gámaþjónustan varð hlut-
skörpust.
Ákvörðun Gunnsteins R. Ómars-
sonar fór á sínum tíma ekki fyrir
bæjarstjórn sveitarfélagsins né
bæjarráð, heldur tók hann þessa
ákvörðun einn sem framkvæmda-
stjóri sveitarfélagsins.
„Já, það er rétt, ég á sjálfur hlut
í Gámaþjónustunni og hef aldrei
farið dult með það,“ segir Gunn-
steinn
Þegar Gunnsteinn er spurður
hvort það hafi ekki haft áhrif á hæfi
hans til að fara með málið, sem er
nátengt persónulegum hagsmunum
hans sem hluthafa í Gámaþjónust-
unni, segir hann að það hafi ekki
skipt máli.
„Nei, það hafði ekki áhrif, ég
vann þetta í umboði sveitarstjórnar
eins og margoft hefur komið fram,“
segir bæjarstjórinn.
Í stjórnsýslulögum er tekið á hæfi
sveitarstjórnarmanna. Þar segir í
þriðju grein laganna að starfsmað-
ur sé vanhæfur ef að fyrir hendi
eru þær aðstæður sem eru falln-
ar til þess að draga óhlutdrægni
hans í efa með réttu. Tryggvi Þór-
hallsson, lögfræðingur Sambands
íslenskra sveitarfélaga, telur mála-
vöxtu óheppilega.
„Það er óheppilegt að ráðnir
sveitar stjórar taka að sér afgreiðslu
mála þar sem hægt er að draga
hæfi þeirra í efa,“ segir Tryggvi.
Íslenska gámafélagið vildi fá að
sjá hvaða forsendur lágu að baki
útboði Gámaþjónustunnar í sorp-
hirðu Ölfuss.
Ölfus neitaði að afhenda gögn-
in keppinaut Gámaþjónustunnar.
Úrskurðarnefnd um upplýsinga-
mál tók undir með Íslenska gáma-
félaginu og úrskurðaði að sveitar-
félaginu væri skylt að afhenda
gögnin. Samt sem áður neitaði bæj-
arstjóri Ölfuss að afhenda gögnin
og kærði úrskurðinn til dómstóla.
Í viðtali við Fréttablaðið þann 3.
september síðastliðinn sagði Gunn-
steinn R. Ómarsson, bæjarstjóri
Ölfuss, að hagsmunir sveitarfélags-
ins í þessu máli væru óverulegir,
en að sama skapi væru hagsmunir
Gámaþjónustunnar nokkuð ríkir.
„Við gerum þetta vegna þess að
viðsemjandi okkar telur álitamál
hvort eigi að láta þessar upplýsing-
ar í té og óskar eftir því að haldinn
sé trúnaður við fyrirtækið,“ sagði
Gunnsteinn.
Anna Björg Níelsdóttir, formað-
ur bæjarráðs Ölfuss, telur sveitar-
stjórann hæfan til að taka ákvarð-
anir sem þessar. Hún muni þó ekki
eftir því að Gunnsteinn hafi til-
kynnt kjörnum sveitarstjórnar-
mönnum um að hann ætti sjálfur
hlut í Gámaþjónustunni.
„Hann tekur þessa ákvörðun ekki
sjálfur. Þó að þetta hafi ekki farið
formlega fyrir bæjarstjórn eða bæj-
arráð þá vorum við með í ráðum
þegar ákvörðun var tekin um að
áfrýja úrskurði úrskurðarnefndar
um upplýsingamál,“ segir Anna.
Í ársreikningi Gámaþjónustunn-
ar sést að foreldrar hans, Ómar
Þórðarson og Friðgerður Friðgeirs-
dóttir, eiga báðir hlut í fyrirtækinu
sem og bróðir hans, Atli Ómarsson.
Ef hlutur þeirra er lagður saman
eru þau fjórði stærsti hluthafi í
fyrirtækinu.
sveinn@frettabladid.is
Situr beggja vegna borðs í
skiptum við Gámaþjónustu
Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri Ölfuss, á hlut í fyrirtækinu Gámaþjónustunni. Ölfus neitaði að afhenda
gögn í útboði sem Gámaþjónustan fékk. „Afar óheppilegt,“ segir lögfræðingur Sambands sveitarfélaga.
SUÐUR-AFRÍKA Spretthlauparinn Oscar
Pistorius þarf líklega ekki að afplána nema
tíu mánuði í fangelsi af fimm ára dómi sem
hann hlaut í gær fyrir að hafa orðið kærustu
sinni að bana.
Að tíu mánuðum afplánuðum á Pistorious
möguleika á að sækja um náðun vegna góðr-
ar hegðunar, eða í það minnsta að fá að taka
út frekari refsingu á heimili sínu.
Eftir að dómur hafði verið kveðinn upp
var hann fluttur til Kgosi Mampuru-fang-
elsisins í Pretoríu, þar sem hann á að fara í
læknisskoðun til að byrja með.
Talið var að hann yrði vegna fötlunar
sinnar hafður í haldi í eins manns sjúkra-
klefa í fangelsinu, en Pistorius er fótalaus
og hefur notað gervifætur frá íslenska fyrir-
tækinu Össuri.
Hvorki verjendur né saksóknari höfðu í
gær tekið ákvörðun um hvort dómnum yrði
áfrýjað.
Pistorius var sýknaður af ákæru um morð
að yfirlögðu ráði en sakfelldur fyrir mann-
dráp af gáleysi. Hann hélt því fram að hann
hefði talið sig vera að skjóta á innbrotsþjóf
þegar hann skaut á kærustu sína, sem var
inni á salerni í íbúð hans að næturlagi í
febrúar á síðasta ári. - gb
Pistorius fær fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið kærustu sinni að bana á heimili þeirra:
Sleppur líklega með tíu mánuði í fangelsi
OSCAR
PISTORIUS
Leiddur burt
úr réttarsal í
gær eftir að
dómari hafði
skýrt frá refs-
ingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÖLFUS Sveitarstjóri Ölfuss tók ákvörðun um að áfrýja úrskurði um að afhenda útboðsgögn sem fyrirtæki í hans eigu fékk.
Já, það
er rétt, ég á
sjálfur hlut í
Gámaþjónust-
unni og hef
aldrei farið
dult með það.
Gunnsteinn R. Ómarsson,
sveitarstjóri Ölfuss.