Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 22. október 2014 | MENNING | 21
BÆKUR ★★★ ★★
Kistan
Elí Freysson
ELÍ FREYSSON
Kistan er fjórða bók Elís Freyssonar,
en hún segir frá unglingsstúlkunni
Kötju, sem einnig var aðalsöguhetja
síðustu bókar, Kallið, sem kom út í
fyrra. Báðar eru þær hluti af seríu
sem höfundur kallar Þögla stríðið.
Um er að ræða fantasíubækur sem
gerast í skálduðum heimi á miðöld-
um. Þar koma fyrir hetjur, fúlmenni
og óvættir sem heyja baráttu góðs og
ills, bæði með göldrum og sverðfimi.
Undirrituð hefði aldrei trúað því
að hún yrði spennt að lesa bardaga-
lýsingar í bók, en Elí tekst furðu vel
að skapa spennu í slíkum senum.
Hann sér umhverfið glögglega
fyrir sér, lifir sig augljóslega inn í
söguna sjálfur og á auðvelt með að
koma upplifun sinni til skila til les-
andans. Það er stundum eins og les-
andinn hafi komið að höfundinum í
hlutverka leik (e. Role Play) einhvers
staðar í Öskjuhlíðinni. Innlifunin er
svo mikil.
Katja heldur í þessari bók í ferð
með kennara sínum, Serdru, til að
berjast við hið illa. Lesandi veltir
fyrir sér á köflum hvort kennarinn
sé með í för, einungis til þess að höf-
undur geti með samtölum þeirra
útskýrt baksöguna sem og heiminn
sjálfan. Samtöl Kötju og Serdru ein-
kennast af yfirheyrslu kennarans og
svörum nemandans sem er ætlað að
auka skilning lesandans á aðstæðum.
Þetta veldur því að söguþráður fær-
ist hægt áfram og verður á köflum
langdreginn sem dregur talsvert
úr spennunni. Lesandinn fær það
á tilfinninguna að höfundur treysti
honum ekki almennilega til að skilja
framvindu sögunnar öðruvísi.
Sagan er lifandi, hálfgerð kvik-
mynd á prenti, lýsingar eru skemmti-
legar og hinn skáldaði heimur spenn-
andi. Í því samhengi má taka fram
að sagan stenst Bechdel-prófið
sannarlega, þar sem aðalpersónan
er kvenkyns og leggur af stað til að
berjast við hið illa, ásamt kennara
sínum sem einnig er kona.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
NIÐURSTAÐA: Spennandi fantasía í
sannfærandi heimi, sterkar kven-
persónur og áhrifamiklar lýsingar.
Konur
berjast við
hið illa
Árlegir styrktartónleikar Vina Ind-
lands verða haldnir í kvöld klukk-
an 20 í Sigurjónssafni í Laugarnesi.
Fram koma Guðný Guðmundsdótt-
ir fiðluleikari og Jane Ade Sutarjo
píanóleikari, sem leika vinsæl
og sígild verk meðal annars eftir
Kreisler, Paganini og Gunnar Þórð-
arson. Þórunn Erlu Valdemars-
dóttir les frumort ljóð og að lokum
mun Magga Stína koma fram ásamt
vinum.
„Vinir Indlands er lítið félag sem
var stofnað fyrir um það bil þrettán
árum með það að markmiði að hjálpa
fátækum og foreldralausum börn-
um á Suður-Indlandi,“ segir Gunnar
Kvaran, einn stjórnarmanna félags-
ins. „Við komumst að raun um það að
besta hjálpin fyrir þessi börn væri
að styrkja þau til náms. Við erum
að styrkja ýmsa skóla og stofnanir
og höldum árlega styrktartónleika
til að afla fjár. Auk þess eru í okkar
röðum foreldrar sem taka að sér ein-
stök börn og styrkja þau með mán-
aðarlegum greiðslum. Við erum
með heimasíðuna vinirindlands.is
og þar getur fólk sett sig í samband
við okkur ef það vill styrkja starfið
en kemst ekki á tónleikana í kvöld.“
Allur ágóði tónleikanna rennur
óskiptur til verkefnanna og lista-
menn gefa alla vinnu sína. - fsb
Styrkja fátæk börn á Indlandi
Vinir Indlands halda sína árlegu styrktartónleika í Sigurjónssafni í kvöld klukkan 20.
VINIR INDLANDS Guðný Guðmundsdóttir er ein þeirra sem fram koma á tónleik-
unum í kvöld. Hér leikur hún fyrir börn á Indlandi. MYND ÚR EINKASAFNI.
➜ Fram koma Guðný
Guðmundsdóttir fiðluleikari,
Jane Ade Sutarjo píanóleikari,
Þórunn Erlu Valdemarsdóttir
og Magga Stína.
Veldu þér persónuleg viðskipti
hvar sem þú ert.
– Veldu þér Sparisjóð.
Gísli Gunnar Geirsson
Sparisjóðurinn, Vestmannaeyjum
www.spar is jodur inn . is
„Fjármálin ganga betur fyrir sig og
fólk er ánægðara þegar það fær
persónulega þjónustu.“
Suðureyri
Bolungarvík
Hólmavík
Sauðárkrókur
Siglufjörður Kópasker
Raufarhöfn
Þórshöfn
Akureyri
Grenivík
Dalvík Húsavík
Laugar
Mývatnssveit
Neskaupsstaður
Breiðdalsvík
Djúpivogur
Höfn
Selfoss
Vestmannaeyjar
-fyrir þig og þína
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK