Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 27
NÝBÝLAVEGSGLEÐI
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014
Kynningarblað
Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Nýbýla-veg undanfarið ár þar
sem fyrirtækið Toyota hafði lengi
aðsetur. Eftir f lutning fyrirtæk-
isins losnaði um mikið rými og
hafa margar sérverslanir, smærri
fyrir tæki og veitingastaðir verið
opnuð við Nýbýlaveg 2-12. Meðal
þeirra sem reka fyrirtæki við Ný-
býlaveg eru þær Svava Grímsdótt-
ir og Heiðrún Björk Jóhannsdótt-
ir sem reka saman hönnunarhús-
ið Ræmuna. Þær höfðu frumkvæði
að því að setja á fót sérstaka Ný-
býlavegsgleði sem haldin verður á
morgun, fimmtudag, enda fannst
þeim upplagt að fagna góðum ár-
angri og vekja enn frekari athygli
á þeim fjölda sem komið hefur sér
fyrir á Nýbýlaveginum. „Verslan-
ir og þjónustufyrirtæki munu hafa
opið til kl. 22 á morgun, fimmtu-
dag, og boðið verður upp á fjölda
tilboða og afslátt af vörum og þjón-
ustu auk veitinga og tónlistar. Flest
fyrir tækin hér hafa starfað í eitt ár
og ný og spennandi fyrirtæki eru
að bætast í hópinn. Í dag má finna
hér verslanir, veitingastaði, bólstr-
ara, snyrtistofu, fasteignasölu og
margt f leira. Við munum fagna
hér fram á kvöld með skemmtilegri
götustemningu og vonumst til þess
að sjá sem flesta.“
Fyrirtæki þeirra, Ræman Ís-
lensk hönnun, mun bjóða upp á
tískusýningu í Portinu þar sem
sýnd verður ný hönnun frá vöru-
merkjunum Evuklæðum og Ísa-
fold. Auk þess verða Oroblu-sokka-
buxur kynntar og lokkandi tilboð
verða á vörum í versluninni. Boðið
verður upp á ljúfa tóna frá DJ Þuru
Stínu sem er að þeirra sögn meðal
flottustu ungu kvenplötusnúða á
Íslandi í dag og kaffi og súkkulaði
verður í boði Karls K. Karlssonar.
Margt í boði
Sérverslunin Fylgifiskar mun
bjóða gestum að smakka á veit-
ingum auk þess sem hægt verð-
ur að kaupa gómsæta og guðdóm-
lega fiskrétti hjá þeim við Nýbýla-
veg 4. TOKYO SUSHI, sem er á
Nýbýlavegi 4, býður upp á smakk
á ýmsum ljúffengum réttum
auk þess sem boðið verður upp á
skemmtilega tilboðsbakka.
Líkamsræktarstöðin SPARTA
er til húsa á efri hæð Nýbýlavegs
6. Boðið verður upp á tilboð á eins
og þriggja mánaða kortum, gestum
verður boðið í blóðþrýstingsmæl-
ingu og hreyfigreiningu auk þess
sem skorað verður á gesti að taka
einnar mínútu hreyfiáskoruninni.
Kaffihúsið Kaffitár býður upp á
ilmandi kaffi og meðlæti fyrir eyru
og bragðlauka. Dásamlegar eftir-
rétta „smá“-kökur verða í boði og
veittur er 20% afsláttur af súrdeigs-
brauði. Níu heimar, skartgripa-
hönnuðir og þúsundþjalasmið-
ir, opna sína eigin skemmtilegu
vinnustofu og bjóða einnig gest-
um upp á léttar veitingar.
Strákarnir í Bílasprautun Auð-
uns bjóða bíleigendum upp á
tjónaskoðun og blómabúðin í Port-
inu býður frábær opnunartilboð og
dásamlega stemningu. Verslunin
Zo-on verður með vörur sínar á
Factory Store-verði sem er sama
verð og í „outlet“-verslun þeirra.
Boðið verður upp á allt að 80% af-
slátt af eldri vörum. Leiðbeinendur
frá Herbalife Center verða á ferð-
inni og bjóða heppnum gestum
frítt lífsstílsmat.
Veit ingastaðurinn Serrano
ætlar að vera með meistaramán-
aðartilboð og bjóða upp á fárán-
lega ferskt LKL-salat og hressandi
Kristal á 1.300 krónur á Nýbýla-
vegi. Auk þess mun víetnamski
veitingarstaðurinn Nam bjóða upp
á bragðgóðan Bríó og níu „dump-
lings“ með bragðmiklum sósum á
1.990 kr.
„Því ættu allir að finna eitthvað
við sitt hæfi. Gatan mun iða af lífi
og allt verður löðrandi í tilboðum.
Matur, tíska, hönnun og heilsa!
Hvað er hægt að biðja um meira?
Nánari upplýsingar eru á Face book
undir Götugleði á Nýbýlavegi.
Spókaðu þig á Nýbýlavegi
Mikil gleði mun ríkja við Nýbýlaveg á morgun þegar verslanir og fyrirtæki sem þar eru staðsett halda upp á eins árs afmæli sitt.
Boðið verður upp á veitingar og tónlist og fjölmörg tilboð og afslætti. Allar verslanir og fyrirtæki verða með opið til kl. 22.
Svava Grímsdóttir og Heiðrún Björnsdóttir
áttu frumkvæðið að hátíðinni á morgun.
MYND/VALLI
Uppbygging við Nýbýlaveg hefur verið blómleg undanfarið ár. Á morgun halda mörg fyrirtækjanna upp á eins árs afmæli sitt og opið er til til kl. 22. MYND/VIGNIR MÁR
ALLAR VERSLANIR OG FYRIRTÆKI VERÐA MEÐ OPIÐ TIL KL. 22 Á FIMMTUDAGSKVÖLD