Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 27
NÝBÝLAVEGSGLEÐI MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2014 Kynningarblað Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Nýbýla-veg undanfarið ár þar sem fyrirtækið Toyota hafði lengi aðsetur. Eftir f lutning fyrirtæk- isins losnaði um mikið rými og hafa margar sérverslanir, smærri fyrir tæki og veitingastaðir verið opnuð við Nýbýlaveg 2-12. Meðal þeirra sem reka fyrirtæki við Ný- býlaveg eru þær Svava Grímsdótt- ir og Heiðrún Björk Jóhannsdótt- ir sem reka saman hönnunarhús- ið Ræmuna. Þær höfðu frumkvæði að því að setja á fót sérstaka Ný- býlavegsgleði sem haldin verður á morgun, fimmtudag, enda fannst þeim upplagt að fagna góðum ár- angri og vekja enn frekari athygli á þeim fjölda sem komið hefur sér fyrir á Nýbýlaveginum. „Verslan- ir og þjónustufyrirtæki munu hafa opið til kl. 22 á morgun, fimmtu- dag, og boðið verður upp á fjölda tilboða og afslátt af vörum og þjón- ustu auk veitinga og tónlistar. Flest fyrir tækin hér hafa starfað í eitt ár og ný og spennandi fyrirtæki eru að bætast í hópinn. Í dag má finna hér verslanir, veitingastaði, bólstr- ara, snyrtistofu, fasteignasölu og margt f leira. Við munum fagna hér fram á kvöld með skemmtilegri götustemningu og vonumst til þess að sjá sem flesta.“ Fyrirtæki þeirra, Ræman Ís- lensk hönnun, mun bjóða upp á tískusýningu í Portinu þar sem sýnd verður ný hönnun frá vöru- merkjunum Evuklæðum og Ísa- fold. Auk þess verða Oroblu-sokka- buxur kynntar og lokkandi tilboð verða á vörum í versluninni. Boðið verður upp á ljúfa tóna frá DJ Þuru Stínu sem er að þeirra sögn meðal flottustu ungu kvenplötusnúða á Íslandi í dag og kaffi og súkkulaði verður í boði Karls K. Karlssonar. Margt í boði Sérverslunin Fylgifiskar mun bjóða gestum að smakka á veit- ingum auk þess sem hægt verð- ur að kaupa gómsæta og guðdóm- lega fiskrétti hjá þeim við Nýbýla- veg 4. TOKYO SUSHI, sem er á Nýbýlavegi 4, býður upp á smakk á ýmsum ljúffengum réttum auk þess sem boðið verður upp á skemmtilega tilboðsbakka. Líkamsræktarstöðin SPARTA er til húsa á efri hæð Nýbýlavegs 6. Boðið verður upp á tilboð á eins og þriggja mánaða kortum, gestum verður boðið í blóðþrýstingsmæl- ingu og hreyfigreiningu auk þess sem skorað verður á gesti að taka einnar mínútu hreyfiáskoruninni. Kaffihúsið Kaffitár býður upp á ilmandi kaffi og meðlæti fyrir eyru og bragðlauka. Dásamlegar eftir- rétta „smá“-kökur verða í boði og veittur er 20% afsláttur af súrdeigs- brauði. Níu heimar, skartgripa- hönnuðir og þúsundþjalasmið- ir, opna sína eigin skemmtilegu vinnustofu og bjóða einnig gest- um upp á léttar veitingar. Strákarnir í Bílasprautun Auð- uns bjóða bíleigendum upp á tjónaskoðun og blómabúðin í Port- inu býður frábær opnunartilboð og dásamlega stemningu. Verslunin Zo-on verður með vörur sínar á Factory Store-verði sem er sama verð og í „outlet“-verslun þeirra. Boðið verður upp á allt að 80% af- slátt af eldri vörum. Leiðbeinendur frá Herbalife Center verða á ferð- inni og bjóða heppnum gestum frítt lífsstílsmat. Veit ingastaðurinn Serrano ætlar að vera með meistaramán- aðartilboð og bjóða upp á fárán- lega ferskt LKL-salat og hressandi Kristal á 1.300 krónur á Nýbýla- vegi. Auk þess mun víetnamski veitingarstaðurinn Nam bjóða upp á bragðgóðan Bríó og níu „dump- lings“ með bragðmiklum sósum á 1.990 kr. „Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gatan mun iða af lífi og allt verður löðrandi í tilboðum. Matur, tíska, hönnun og heilsa! Hvað er hægt að biðja um meira? Nánari upplýsingar eru á Face book undir Götugleði á Nýbýlavegi. Spókaðu þig á Nýbýlavegi Mikil gleði mun ríkja við Nýbýlaveg á morgun þegar verslanir og fyrirtæki sem þar eru staðsett halda upp á eins árs afmæli sitt. Boðið verður upp á veitingar og tónlist og fjölmörg tilboð og afslætti. Allar verslanir og fyrirtæki verða með opið til kl. 22. Svava Grímsdóttir og Heiðrún Björnsdóttir áttu frumkvæðið að hátíðinni á morgun. MYND/VALLI Uppbygging við Nýbýlaveg hefur verið blómleg undanfarið ár. Á morgun halda mörg fyrirtækjanna upp á eins árs afmæli sitt og opið er til til kl. 22. MYND/VIGNIR MÁR ALLAR VERSLANIR OG FYRIRTÆKI VERÐA MEÐ OPIÐ TIL KL. 22 Á FIMMTUDAGSKVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.