Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 56
visir.is Meira um leiki gærkvöldsins MEISTARADEILDIN E-RIÐILL CSKA MOSKVA - MANCHESTER CITY 2-2 0-1 Sergio Agüero (29.), 0-2 James Milner (38.), 1-2 Seydou Doumbia (64.), 2-2 Bibras Natkho, víti (86.). ROMA - BAYERN MÜNCHEN 1-7 0-1 Arjen Robben (8.), 0-2 Mario Götze (23.), 0-3 Robert Lewandowski (25.), 0-4 Robben (30.), 0-5 Thomas Müller, víti (35.), 1-5 Gervinho (66.), 1-6 Franck Ribéry (78.), 1-7 Xherdan Shaqiri (80.) STIG LIÐA: Bayern München 9, Roma 4, Manchester City 2, CSKA Moskva 1. F-RIÐILL BARCELONA - AJAX 3-1 1-0 Neymar (7.), 2-0 Lionel Messi (24.), 2-1 Anwar El Ghazi (88.), 3-1 Sandro (90.+4). APOEL - PARIS SAINT-GERMAIN 0-1 0-1 Edinson Cavani (87.) STIG LIÐA: PSG 7, Barcelona 6, Ajax 2, APOEL 1. G-RIÐILL CHELSEA - MARIBOR 6-0 1-0 Loïc Rémy (13.), 2-0 Didier Drogba, víti (23.), 3-0 John Terry (31.), 4-0 Sjálfsmark (54.), 5-0 Eden Hazard, víti (77.), 6-0 Eden Hazard (90.). SCHALKE - SPORTING LISSABON 4-3 STIG LIÐA: Chelsea 7, Schalke 5, Maribor 2, Sporting 1. H-RIÐILL BATE - SHAKHTAR DONETSK 0-7 0-1 Alex Teixeira (11.), 0-2 Luiz Adriano (28.), 0-3 Douglas Costa (35.), 0-4 Luiz Adriano (36.), 0-5 Luiz Adriano (40.), 0-6 Luiz Adriano (44.), 0-7 Luiz Adriano (82.) PORTO - ATHLETIC BILBAO 2-1 STIG LIÐA: Porto 7, Shakhtar 5, BATE 3, Bilbao 1. FÓTBOLTI „Það er tóm vitleysa að ég sé að fara að hætta í fótbolta,“ segir Íslandsmeistarinn Veigar Páll Gunnarsson um þann orðróm að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir ævintýratímabil Stjörnunnar í sumar. „Mér finnst ég eiga að minnsta kosti eitt gott ár inni og ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Stjörnuna. Ég er nógu sprækur enn þá til þess að spila á næsta ári. Hungrið er enn til staðar og það gefur líka mikið hvað það er gaman og spennandi að vera í Stjörnunni þessa dagana. Ég vil vera hluti af þessu umhverfi áfram.“ Veigar segir að planið sé að klára þessi tvö ár sem hann á eftir og síðan fari skórnir væntanlega inn í bílskúr. Hann er að þjálfa 5. flokk karla hjá Stjörnunni og þjálf- un er einmitt það sem Veigar ætlar að einbeita sér að í framtíðinni. „Ég kann mjög vel við að þjálfa guttana og planið er að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur,“ segir Veigar Páll sem er með B-þjálfaragráðu og er á leiðinni í fimmta stigið í næsta mánuði. „Planið er að vera kominn með full réttindi þegar knattspyrnu- ferlinum lýkur. Maður veit samt aldrei hvort maður verði spilandi aðstoðarþjálfari einhvers staðar. Ég hef heyrt að það sé sniðugt að byrja þannig. Þá lærir maður mikið og kemst almennilega inn í starfið. Vera til staðar. Smá svona Dean Martin-dæmi. Ég ætla nú ekki að spila jafn lengi og hann samt. Maðurinn er náttúrulega gerður úr einhverju efni sem kemur ekki frá þessari plánetu.“ Veigar Páll segist alls ekki vera mettur þó svo hann sé búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn með uppeldisfélaginu. „Ég er alls ekki saddur og þetta ár er heldur betur til að byggja á. Svo er endalaust af frábærum, ungum mönnum hérna til þess að styðja við gamla manninn,“ segir Veigar léttur. „Það er eiginlega erfitt að lýsa því hvað það var gaman í sumar. Þegar ég kom heim var ég að von- ast eftir því að það gæti orðið eitt- hvað í þessa átt. Að vera fyrirliði í æskufélaginu og lyfta Íslands- bikarnum var draumur fyrir mig. Þetta var magnað og verður seint toppað hjá hvaða félagi sem er. Við erum taplausir og alltaf vorum við litla liðið og enginn hafði þannig séð trú á okkur. Fórum líka langt í Evrópukeppni. Við töpuðum engum leik í venjulegum leiktíma. Þróttur vann okkur í framleng- ingu og það þurfti Inter til þess að vinna okkur í venjulegum leik- tíma. Þetta er magnað.“ Stjörnumenn ætla að fylgja þessu frábæra sumri eftir og halda áfram að berjast um Íslandsmeist- aratitilinn. „Við búumst við styrkingu og það er stefnan. Ég veit ekki hvað við erum að spá í en auðvitað er talað um að Halldór Orri sé að koma heim. Ég ætla þá rétt að vona að hann komi til okkar. Ég held að hann vilji það líka.“ henry@frettabladid.is VEIGAR STEFNIR Í ÞJÁLFUN Veigar Páll Gunnarsson er ekki á því að henda skónum upp í hillu strax og verður áfram á fullu með Stjörn- unni. Hann er þó farinn að sjá endalokin á knattspyrnuferlinum og þá ætlar hann sér að fara að þjálfa. FLEST MÖRK 2013 1. Halldór Orri Björnsson 9 mörk 2. Veigar Páll Gunnarsson 4 mörk 2. Garðar Jóhannsson 4 mörk 2014 1. Ólafur Karl Finsen 11 mörk 2. Veigar Páll Gunnarsson 6 mörk 2. Arnar Már Björgvinsson, Jeppe Hansen og Rolf Glavind Toft 6 mörk FLESTAR STOÐSENDINGAR 2013 1. Veigar Páll Gunnarsson 8 stoðsendingar 2. Atli Jóhannsson 7 stoðs. 3. Garðar Jóhannsson 5 stoðs. 2014 1. Arnar Már Björgvinsson 8 stoðs. 2. Veigar Páll Gunnarsson 4 stoðs. 2. Pablo Oshan Punyed 4 stoðs. ÞÁTTUR Í FLESTUM MÖRKUM 2013 1. Veigar Páll Gunnarsson 12 mörk 1. Halldór Orri Björnsson 12 mörk 3. Garðar Jóhannsson 10 mörk 2014 1. Ólafur Karl Finsen 16 mörk 2. Arnar Már Björgvinsson 14 mörk 3. Veigar Páll Gunnarsson 10 mörk - óój HÆTTULEGUSTU LEIKMENN STJÖRNUNNAR SÍÐUSTU TVÖ SUMUR ÁFRAM GAKK Veigar Páll er enn hungraður og ætlar sér meiri árangur sem leikmaður áður en hann gerist þjálfari. Hér fagnar hann einu af sex mörkum sínum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Stórleikur kvöldsins í þriðju umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu fer fram á Anfield þar sem heimamenn í Liverpool taka á móti stjörnum prýddu liði Real Madrid. Þessir tveir Evrópurisar hafa ekki mæst í Meistaradeildinni síðan 2009 þegar Liverpool valtaði yfir spænska liðið í 16 liða úrslitum keppninnar, samanlagt 5-0. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 í Madríd og bauð svo upp á 4-0 flugeldasýningu á heimavelli. Í liði Real Madrid er maður sem Liverpool kannast vel við; Cristiano Ronaldo, besti leikmaður heims. Ronaldo var ekki í liði Real 2009 þegar liðin mættust síðast því þá var hann enn að hrella Liverpool-menn í ensku úrvals- deildinni. Ronaldo er alltaf hættulegur enda skorar hann meira en mark í leik, en Liverpool-menn geta huggað sig við það, að hann hefur aldrei skorað mark á Anfield. Hann spilaði þar sex sinnum með Manchester United án þess að skora, en lagði upp mark í sigrum árin 2005 og 2007. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á eftir upphitun sem hefst klukkan 18.00. Ronaldo hefur aldrei skorað á Anfi eld Æ, EKKI ANFIELD Ronaldo hefur ekki gengið vel þar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY VITA Skógarhlíð 12 Sími 570 4444 Flogið með Icelandair ÁFRAM ÍSLAND! Styðjum strákana okkar Verð frá: 115.000 kr. á mann í tvíbýli á Best Western Majestic Plaza **** í 2 nætur með morgunverð. Einstakt tækifæri til að sjá og styðja við bakið á strákunum okkar á leið sinni á EM 2016. ÁFRAM ÍSLAND! Tékkland - Ísland 15. - 17. nóvember KÖRFUBOLTI Nýliðar Tinda- stóls hafa byrjað vel í Dom- inos-deildinni í ár og eru Stól- arnir eitt af fjórum liðum sem hafa unnið tvo fyrstu leiki sína. Tindastólsliðið vann endurkomusigur á Stjörn- unni á útivelli í fyrstu umferð og fylgdi því síðan eftir með sannfærandi heimasigri á Þór í Síkinu. Tveir ungir og stórefnilegir leikmenn, hinn 20 ára Ingvi Rafn Ingvarsson og hinn 18 ára Pétur Rúnar Birgisson, fá mikið ábyrgðarhlutverk á Sauðárkróki í vetur og eru báðir byrjunarliðsbakverðir liðsins. Strákarnir hafa staðið sig vel í þessum tveimur fyrstu leikjum og eru báðir meðal efstu manna í stoðsendingum eftir tvær fyrstu umferðirnar. Ingvi Rafn átti 11 stoðsendingar í sigrinum á Þór og hefur gefið flestar stoðsendingar (14 eða 7,0 í leik) af öllum leikmönnum deildarinnar en Pétur Rúnar sem var efstur í liðinu í stoðsend- ingum í sigrinum í Garðabæ er með þremur stoðsend- ingum minna í 3. til 6. sæti. Pétur Rúnar skor- aði 21 stig í sigr- inum á Þór og var þá næststiga- hæsti leikmaður Tindastólsliðs- ins en hann hitti þá meðal annars úr fjórum af sjö þriggja stiga skot- um sínum. Ingvi Rafn hitti ekki vel í þeim leik en tók fimm sóknarfráköst auk 6 stiga og 11 stoðsendinga. Reynslumeiri leikmenn Stólanna spila allir nær körf- unni en þeir Ingvi og Pétur og þó að Darrel Keith Lewis hjálpi vissulega mikið við leikstjórnina þá er gaman að sjá Tindastólsmenn stóla á ungu strákana sína í Dominos-deildinni í vetur. - óój Stóla á ungu strákana sína í vetur Byrjunarliðsbakverðir Tindastóls í Dominos-deildinni eru 18 og 20 ára gamlir PÉTUR RÚNAR BIRGISSON Fæddur árið 1996. INGVI RAFN INGVARSSON Fæddur árið 1994. FIMMA Luiz Adriano skoraði 5 af 7 mörkum Shakhtar Donetsk í gær. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY Fátt getur komið í veg fyrir að Rúnar Kristinsson verði ráðinn þjálfari Lilleström því samkvæmt áreiðanlegum heimildum íþróttadeildar 365 verður Rúnar næsti þjálfari norska liðsins. Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu á Stöð 2 í gærkvöldi en hann sækir heimildir sínar til Noregs. Pétur Pétursson, sem hefur verið aðstoðarmaður Rúnars hjá KR, er sagður fylgja með í kaupunum. Lilleström er á höttunum eftir nýjum þjálfara þar sem Magnus Haglund, núverandi þjálfari liðsins, hefur tilkynnt að hann sé að hætta með liðið. KR-ingar munu í þessari viku tilkynna hver muni taka við af Rúnari og verða næsti þjálfari félagsins. Bjarni Guðjónsson, fyrrverandi fyrirliði liðsins, er þar efstur á blaði. Bjarni er búinn að vera í eitt ár í burtu frá Vestur- bænum en hann hætti með lið Fram á dögunum eftir aðeins eitt sumar í þjálfarastólnum í Safamýrinni. Rúnar fer frá KR til Lilleström SPORT 22. október 2014 MIÐVIKUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.