Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 22
 | 4 22. október 2014 | miðvikudagur „Ég held að það gæti verið spennandi fyrir greinina að fá fl eiri eigendur inn en við höfum engar upplýsing- ar um að sjávarútvegsfyrirtækin séu að skoða skráningu í Kauphöll- ina,“ segir Kolbeinn Árnason, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), þegar hann er spurður hvort fyrirtæki innan sambandsins séu að skoða skráningu á markað. „Engu að síður hlýtur að vera spennandi fyrir þessi fyrirtæki að geta verið með eggin í fl eiri en einni körfu, þegar kemur að fjármögnun, og maður myndi horfa á hlutabréfa- markaðinn sem valkost í því. Ég held að það væri einn af stóru plúsunum fyrir þá sem hér sitja að fá fl eiri hag- aðila inn að þessu blessaða borði,“ segir Kolbeinn. Úr 24 fyrirtækjum í eitt Greiningardeild Arion banka rifjaði nýverið upp að sjávarútvegurinn var burðarás í uppbyggingu Kauphallar Íslands á tíunda áratugnum og að blómaskeið hans á hlutabréfamark- aði endaði á árunum fyrir hrun. Í Markaðspunktum deildarinnar í lok september var bent á að 24 fyrir- tæki í sjávarútvegi voru skráð á markað við síðustu aldamót. Í þeim hópi voru mörg af stærstu fyrirtækj- unum innan LÍU, eins og Samherji, Vinnslustöðin og Síldarvinnslan, en einnig fyrirtæki sem einungis sinntu fiskvinnslu eða markaðssetningu sjávarafurða. Aðeins eitt fyrirtæki, HB Grandi, er enn í höllinni en í apríl síðastliðn- um sagði það skilið við First-North og fór aftur inn á Aðalmarkaðinn. „HB Grandi ruddi brautina og það er mín niðurstaða að það hljóti eigin- lega að gerast á næstu árum að fl eiri fyrirtæki skoði þetta alvarlega,“ segir Kolbeinn. „Sjávarútvegsfyrirtækin hafa styrkst heilmikið frá hruni. Afl a- heimildir hafa verið þokkalegar, markaðsaðstæður fínar og veiking krónunnar hefur hjálpað útfl utnings- greinunum. Greinin er mjög fjárfrek því það þarf miklar fjárfestingar til að standa undir þessu. Þær eru áber- andi miklar núna þannig að þessi fyrirtæki hljóta að vera að leita leiða til að fjármagna sig með einhverjum hætti.“ Ýmsar ástæður Óvissa um framtíð fi skveiðistjórnun- ar og veiðigjöldin hafa verið nefnd sem aðalástæðurnar fyrir því af hverju nýskráningarnar hafa ekki verið fl eiri en raun ber vitni. „Það er kannski það sem stend- ur þessu fyrir þrifum að einhverju leyti en auðvitað er þetta mismun- andi eftir fyrirtækjum. Samfélags- leg sjónarmið spila einnig inn í þetta að einhverju leyti og í öðrum tilvik- um eru menn jafnvel að hugsa um að halda sinni stjórn yfi r fyrirtækjun- um, bara eins og gengur,“ segir Kol- beinn og heldur áfram: „Þetta er einnig að einhverju leyti það að menn eru að komast í gegnum ákveðinn skafl núna sem er skuld- setningin sem kom hart niður á þessum fyrirtækjum eins og öðrum í hruninu þegar erlendu skuldirnar hækkuðu. Það er að jafna sig núna og ef okkur tekst að klára það og koma fyrir vind þessari umræðu um fi sk- veiðistjórnunarkerfi ð og veiðigjöldin, og koma af stað kerfi sem hægt er að vinna eftir til lengri tíma, þá verða uppi aðrar aðstæður í greininni.“ Leið til að koma almenningi inn Í samantekt Arion banka er einn- ig rifjað upp að áður var hægt að fylgjast með fréttum af afkomu og horfum greinarinnar í gegnum til- kynningar stærstu sjávarútvegsfyr- irtækja landsins til Kauphallarinn- ar. Almenningur hafi þá haft greiðari aðgang að upplýsingum um gengi greinarinnar í gegnum ársfjórðungs- uppgjör og aðrar tilkynningar. „Þetta er ein leið til að koma íslenskum almenningi inn í rekst- urinn á þessum fyrirtækjum. Fleiri skráningar myndu hjálpa greininni að fl ytja sitt mál um að þetta séu fyrir tæki sem þurfa að hafa arðsemi á sitt eigið fé og að vera spennandi kostur fyrir eigendur sína. Því fl eiri sem hagsmunaaðilarnir eru því lík- legra er að fólk fari aftur að horfa á sjávarútveginn sem atvinnugrein en ekki eitthvað annað,“ segir Kolbeinn. „Tökum sem dæmi sveiflur í afkomu greinarinnar eins og þær þegar loðnukvótinn er ekki jafn stór og menn gerðu ráð fyrir. Þegar fyrir tæki sem eru skráð á markað verða fyrir slíku átta menn sig betur á því hvað við er að eiga þegar þeir sjá gengi bréfa í sínum fyrirtækjum fara upp eða niður.“ Kolbeinn segir fyrirtækin innan LÍÚ spennandi kost fyrir fjárfesta, meðal annars vegna þess að þau séu með sínar tekjur meira og minna í erlendri mynt, sem virki sem ákveð- in sveifl ujöfnun gegn fjárfestingum í fyrirtækjum með tekjur í íslenskum krónum. „Reyndar er það svo að þetta er ein af fáum greinum á Íslandi sem er eftirsótt af bönkum sem vilja lána henni. Við erum að sjá erlenda banka koma inn og hasla sér völl á þessu sviði í samvinnu við íslenska banka.“ Ekki á leið í Kauphöllina á næstunni Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, segist ekki vita til þess að fyrirtæki innan sambandsins séu að skoða skráningu á markað. Aukin aðkoma almennings gæti hjálpað greininni að flytja mál sitt. Forstjóri Kauphallarinnar segir það ákveðin vonbrigði hversu hægt miðar í skráningum fyrirtækja í sjávarútvegi. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar (Nasdaq), segir það ákveðin vonbrigði að nú sex árum eftir hrun sé einungis eitt fyrirtæki í sjávarútvegi í höllinni. „Það kemur þó ekki á óvart vegna þess að óvissan varðandi framtíðarskipan sjávarútvegsmála hefur flækst fyrir skráningunum. Sjávarútvegurinn hefur síðustu ár búið við þessa óvissu og þá var jafnvel ekki æskilegt að huga að þessu. En nú hygg ég að það hafi dregið úr óvissunni og því tel ég að það séu að skapast kjör- aðstæður fyrir þessi fyrirtæki til að koma inn á markað,“ segir Páll. „Ég held að það sé ekki að vænta mikilla hreyfinga hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi á allra næstu mánuðum. Þó eru einhver sjávarútvegstengd verkefni sem eru til skoðunar varðandi skráningu. Til framtíðar litið finnst mér hins vegar liggja í augum uppi að þessi stærstu sjávarútvegsfélög landsins ættu að vera skráð á markað af mörgum ástæðum. Ég held að þetta yrði afskaplega gott fyrir félögin sjálf þegar fram í sækir, bæði varð- andi aðgang að fjölbreyttari fjárfestahópi og svo væri þetta líka geysilega sterk viðbót fyrir hlutabréfamarkaðinn,“ segir Páll. VONBRIGÐI HVERSU HÆGT MIÐAR FRAMKVÆMDASTJÓRI LÍÚ Kolbeinn Árnason segir fleiri skráningar geta leitt til þess að fólk fari aftur að horfa á sjávarútveginn sem atvinnu- grein en „ekki eitthvað annað.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SVIPMYND Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is Sjávarútvegs- fyrirtækin hafa styrkst heilmikið frá hruni. FJÖLDI SKRÁÐRA SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKJA Í KAUPHÖLL ÍSLANDS 3 3 3 1 1 11 1 1 1 4 8 8 8 14 18 18 13 12 9 9 21 24 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 Tap af rekstri fjarskiptafyrir- tækisins Alterna nam 22,3 millj- ónum á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi sem skilað var til ársreikningaskrár þann 13. október síðastliðinn. Fyrirtækið rekur almenna talsíma- og inter- netþjónustu og er í eigu World Cell Inc. Í ársreikningnum kemur fram að rekstrartap án afskrifta, fjár- munatekna og fjármagnsgjalda nemur 9,9 milljónum króna, en afskriftir nema svo um 500 þúsund krónum og því nemur rekstrartapið fyrir fjármagns- liði í heild, eða EBITDA, um 10,4 milljónum íslenskra króna. Mesta tapið er hins vegar vegna gengis- munar en það nemur rúmum tólf milljónum króna. Eignir félags- ins nema 8,2 milljónum króna, þar af er stærstur hluti í við- skiptakröfum. - jhh Gengisþróun er helsta skýring á tapi fjarskiptafyrirtækisins Alterna: Alterna tapaði 22 milljónum króna ALTERNA Fyrirtækið er við Borgartún. HEIMILD: GREININGARDEILD ARION BANKA Rekstrarvörur - vinna með þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.