Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 20
| 2 22. október 2014 | miðvikudagur
NÝSKÖPUN
Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is
Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland
Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting
Bank Nordic (DKK) 109,00 -16,2% 0,0%
Eimskipafélag Íslands 218,50 -16,6% -5,8%
Fjarskipti (Vodafone) 32,15 18,0% -4,2%
Hagar 44,80 16,7% -0,4%
Icelandair Group 17,65 -3,0% 0,0%
Marel 104,00 -21,8% -0,5%
N1 18,95 0,3% 0,8%
Nýherji 6,00 64,4% 2,6%
Reginn 14,85 -4,5% -0,3%
Tryggingamiðstöðin* 24,00 -25,1% 0,8%
Vátryggingafélag Íslands** 8,20 -24,0% -0,6%
Össur 308,00 34,5% 0,0%
HB Grandi 30,40 9,7% -2,9%
Sjóvá 11,85 -12,3% 1,2%
Úrvalsvísitalan OMXI6 1.152,52 -8,5% -0,3%
First North Iceland
Century Aluminum 2.500,00 117,4% 0,0%
Hampiðjan 20,00 50,9% 0,0%
Sláturfélag Suðurlands 1,33 9,0% 0,0%
*fyrsta verð 08. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013
Gengi félaga í Kauphöll Íslands
Á UPPLEIÐ
Félög sem hækkuðu
í verði
Á NIÐURLEIÐ
Félög sem lækkuðu
í verði
STÓÐU Í STAÐ
Félög sem stóðu
í stað
MESTA HÆKKUN
NÝHERJI
64,4% frá áramótum
NÝHERJI
2,6% í síðustu viku
MESTA LÆKKUN
TM
-25,1% frá áramótum
EIMSKIP
-5,8% í síðustu viku
4
7
3
Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á
Dagatal viðskiptalífsins
dagatal viðskiptalífsins
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER
Hagstofan Mánaðarleg launavísitala í
september 2014
Hagstofan Vísitala lífeyrisskuldbind-
inga í september 2014
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER
Össur hf. Uppgjör þriðja ársfjórðungs
Hagar hf. Uppgjör þriðja ársfjórðungs
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER
Nýherji hf. Uppgjör þriðja árs-
fjórðungs
MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER
Hagstofan Nýskráningar og gjaldþrot
fyrirtækja
Þjóðskrá Hverjir eiga viðskipti með
íbúðarhúsnæði?
Tryggingamiðstöðin hf. Uppgjör
þriðja ársfjórðungs
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER
Icelandair Group Uppgjör þriðja
ársfjórðungs
VÍS hf. Uppgjör þriðja ársfjórðungs
ÍSLENSK FYRIRTÆKI geta ekki keppt á
jafnréttisgrundvelli við erlend fyrir-
tæki. Á það jafnt við um samkeppni
á erlendum mörkuðum og samkeppni
á innanlandsmarkaði. Löggjafi nn
hefur reynt að styrkja samkeppnis-
stöðu innlendra matvælaframleiðenda
gagnvart innfl utningi með hvers kyns
viðskiptahömlum og tollavernd. Jafn-
vel hefur verið gengið svo langt að
undanskilja einstaka þætti innlendrar
matvælaframleiðslu almennum sam-
keppnisreglum.
Sértækar verndaraðgerðir eins og
tíðkaðar hafa verið hérlendis í þágu
íslensks landbúnaðar leiða til lengd-
ar til stöðnunar og loks hnignunar
í viðkomandi atvinnugrein auk
þess sem viðskiptahömlur og
tolla múrar eru ávallt dýrkeypt
fyrir neytendur og samfélagið
í heild.
GJALDEYRISHÖFT halda íslensku
atvinnulífi og heimilum í spenni-
treyju. Nýfjárfesting er hverfandi
og nær ekkert fjármagn kemur frá
útlöndum til atvinnu- og gjaldeyris-
skapandi fjárfestingar. Það fjármagn
sem kemur í gegnum gjaldeyris-
leið Seðlabankans rennur aðallega til
kaupa á fasteignum og skráðum verð-
bréfum og stuðlar því að þenslu og
eignabólu í haftahagkerfi nu án þess
að leiða af sér atvinnuskapandi fjár-
festingu.
VAXTAUMHVERFI íslenskra fyrirtækja
er gerólíkt því umhverfi sem fyrir-
tæki í nágrannalöndum okkar búa við.
Á sama tíma og seðlabankar í öðrum
löndum halda vöxtum því sem næst í
núllinu eru raunvextir á Íslandi gríð-
arlega háir. Raunvextir verðtryggðra
fjárfestingarlána eru algengir á bilinu
6-8 prósent. Nafnvextir óverðtryggðra
fjárfestingarlána eru algengir á bilinu
10-12 prósent, sem þýðir 8-10 prósenta
raunvexti miðað við verðbólgu á þessu
ári.
SEÐLABANKINN leggur grunn að
þessu vaxtaokri með stýrivöxtum sem
eru margfaldir á við það sem þekk-
ist í nágrannalöndunum. Íslenskir
bankar lána að sjálfsögðu ekki pen-
inga til fjárfestingar úti í atvinnulíf-
inu nema þeir fái hærri umbun fyrir
en þeir geta fengið með því að leggja
peningana inn á reikning í Seðlabank-
anum.
EIN ÁSTÆÐA ÞESS að íslenskur sjávar-
útvegur blómstrar nú sem aldrei fyrr
er sú að sjávarútvegurinn starfar
ekki nema að litlum hluta innan hins
íslenska hagkerfi s. Tekjur hans og
skuldir eru í erlendri mynt og því
bítur vaxtaokur krónuhagkerfi sins
ekki á hann.
Á MEÐAN íslensk fyrirtæki njóta ekki
sambærilegra vaxtakjara og aðgeng-
is að fjármagni og fyrirtæki í öðrum
löndum, verður ekki um raunveru-
lega endurreisn íslensks atvinnulífs
að ræða. Ísland mun halda áfram að
dragast aftur úr þeim löndum sem við
höfum borið okkur saman við þar til
ráðist verður að rótum vandans.
EIN LEIÐ til nýrrar sóknar er að Ísland
stefni markvisst að upptöku nýs gjald-
miðils. Þar er skynsamlegast að horfa
fyrst til aðildar að ESB og upptöku
evru.
Vaxtaokrið er myllusteinn um háls Íslands
Lauf Forks hefur samið við banda-
ríska fyrirtækið QBP um dreifi ngu
á hjólagöfflum nýsköpunarfyrir-
tækisins í Bandaríkjunum, Kanada,
Mexíkó og Mið-Ameríku. QBP selur
hjólreiðavörur til yfi r fi mm þúsund
verslana.
„Fyrirtækið er stærsti dreifi ngar-
aðili hjólavarnings í heiminum og
nú geta verslanir á lykilmarkaðs-
svæðum tekið gaffl ana okkar til sölu
á einfaldan hátt. Þetta er því stórt
skref fyrir okkur og mikill gæða-
stimpill,“ segir Benedikt Skúlason,
framkvæmdastjóri og einn af eig-
endum Lauf Forks.
Nýsköpunarfyrirtækið hefur
þróað nýja gerð af göffl um fyrir
reiðhjól. Þeir eru smíðaðir úr kolt-
refjum, eru innan við kíló að þyngd
og því talsvert léttari en hefðbundn-
ir demparagaffl ar.
„Við höfðum áður gert dreifi ng-
arsamninga á ýmsum markaðs-
svæðum en höfum nú við hakað við
stærsta boxið eða Norður-Amer-
íku,“ segir Benedikt um samninginn
við QBP (Quality Bicycle Products).
Samningurinn var að sögn Bene-
dikts undirritaður í kjölfar þátttöku
Lauf í vörusýningunum Eurobike í
Þýskalandi og Interbike í Banda-
ríkjunum.
„Við erum að bjóða upp á ansi
framandi hjólagaffl a sem menn eiga
við fyrstu sýn erfi tt með að ímynda
sér að virki almennilega. Það kemur
ekkert í staðinn fyrir það að menn
prófi gaffl ana og þarna fengu starfs-
menn QBP tækifæri til þess.“
Gaffl arnir hafa verið í þróun í
tæp fjögur ár. Lauf samdi á síðasta
ári við fyrirtæki sem framleiðir hjól
og hjólaíhluti úr koltrefjum og fær
nú um tvö hundruð gaffl a á mánuði
frá Kína.
„Okkar næstu skref verða fólgin
í að byggja á þessum samningi og
vonandi auka framleiðsluna. Við
munum einnig nýta okkur sölunet
QBP til að þróa nýjar en keimlíkar
vörur. Það stendur okkur einna helst
fyrir þrifum í augnablikinu að það
hafa ekki nægjanlega margir fengið
að prófa gaffl ana okkar. Nú ætti það
að breytast.“
Gafflar Lauf Forks
í verslanir í Ameríku
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Lauf Forks hefur samið um dreif-
ingu á hjólagöfflum til Norður- og Mið-Ameríku. Framkvæmda-
stjórinn segir samninginn vera stórt skref og mikinn gæðastimpil.
Á SKRIFSTOFUNNI Bergur Benediktsson, Guðberg Björnsson, Rúnar Ómarsson og Benedikt
Skúlason starfa hjá Lauf Forks. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sk
jó
ða
n
SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem
lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
7
01
63
0
8/
20
14