Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 22.10.2014, Blaðsíða 63
U Um allan heim er starf ræktur fjöldi lág gjaldaflugfélaga, öll með sín sérkenni en eiga það þó sameiginlegt að bjóða upp á lægri fargjöld sem ekki fela í sér allan þann aukamunað sem hefð bundin flugfélög eru vön að bjóða s.s. fríar töskur og handfarangur, fríar máltíðir, afþreyingarkerfi, fyrsta farrými, sérkjaraklúbba, sérþjónustu og svo mætti lengi telja. Þetta kostar að sjálfsögðu allt og dreifist kostnaður jafnt á alla gesti hvort sem þeir nýta sér þjónustuna eða ekki. Með tilkomu lággjaldaflugfélaga eiga ferðamenn þess nú kost að sleppa því að greiða fyrir þann aukamunað sem þeir þurfa ekki á að halda og fá þess í stað lægri verð. Þetta þýðir að gestir sem fljúga með lággjaldaflugfélagi greiða eingöngu fyrir það sem þeir sjálfir nota en ekki jafnan hluta af heildarnýtingu allra farþega. Af hverju ætti farþegi t.d. að greiða fullt miðaverð þar sem allt er innifalið þegar hann er ekki með ferðatösku, drekkur ekki kaffi og ætlar að leggja sig á leiðinni í stað þess að horfa á bíómynd? Hið svokallaða „low cost“ módel er aðferð sem flest lággjaldaflugfélög byggja á til að halda kostnaði við flugreksturinn niðri án þess að sleppa öllum þeim mikilvægu þáttum sem fylgja. Gestirnir njóta sparnaðarins í lægra miðaverði, geta sniðið ferðalagið að sér og greiða eingöngu fyrir vörur eða þjónustu sem þeir sjálfir óska eftir. Hvað okkur varðar er það WOW! WOW air hefur ávallt lagt áherslu á að vera með nýrri vélar enda eru þær sparneytnari, þarfnast minna viðhalds og hafa lægri bilanatíðni. Þetta skilar sér allt í lægri kostnaði sem svo skilar sér áfram í lægri fargjöldum. Frá upphafi hefur WOW air sett sér það markmið að bjóða upp á lægstu fargjöldin án þess þó að gefa afslátt af þjón ustustiginu enda kosta bros og kurt eisi ekki neitt, þetta hefur gefið flugfélaginu ákveðið sérkenni ásamt lífl egum litum og almennum hressleika, enda er stuðið um borð í flugvélum WOW air löngu orðið heimsfrægt á Íslandi. Flest lággjaldaflugfélög leggja áherslu á minni yfirbyggingu, markaðssetningu á Netinu í stað dýrra auglýsingaherferða í hefðbundnum fjölmiðlum og bókanir á netinu og þar er WOW air engin undantekning. Það er óþarfi að láta gesti greiða fyrir stórar sjónvarpsauglýsingar þegar hægt er að koma skilaboðunum á framfæri með mun ódýrari hætti. Allt sem fer um borð í flugvél þyngir hana og eykur þar með eld sneytis- kostn aðinn og það gefur auga leið að fyrir lengri flug þarf meira af eldsneyti. Til að halda miða verðinu niðri hafa því velflest lág gjalda flugfélög tekið upp á þeim sið að rukka sérstaklega fyrir innritaðar töskur sem og stærri og þyngri handfarangur auk þess að gjaldið hækkar eftir því sem flugið er lengra. Minni og léttari handfarangur minnkar eldsneytisþörf flugvélarinnar og flýtir fyrir þegar gestir koma sér fyrir um borð sem eykur einnig stundvísi flugfélagsins, eitthvað sem mjög margir horfa til þegar þeir velja flugfélag. WOW air er stundvísasta flugfélag á Íslandi en seinkanir á flugvöllum hafa í för með sér auka- kostnað sem öll flugfélög ættu að reyna að forðast og hver vill svo sem eyða meiri tíma á flugvellinum en hann þarf? WOW air gerir öllum kleift að fljúga Þú borgar bara fyrir það sem þú notar. Frá upp- hafi hefur WOW air sett sér það markmið að bjóða upp á lægstu far- gjöldin án þess þó að gefa afslátt af þjón ustu- stiginu enda kosta bros og kurt eisi ekki neitt. Flugfélag fólksins Flugvélar framtíðarinnar Teygðu úr fótunum A irbus A320-fjölskyldan samanstendur af flug - vélum í fjórum mismunandi stærðum: A318, A319, A320, og svo A321 sem er stærsti meðlimur fjölskyldunnar og sú vél sem WOW air mun nota til að fljúga gestum sínum vestur um haf. Í A321 vélunum hjá WOW air verða sæti fyrir 200 gesti en þessi tegund flugvéla getur þó rúmað sæti fyrir allt að 230 farþega sem okkur fannst einfaldlega of þröngt fyrir gestina okkar. Farþegarýmið í A321 er einstaklega breitt og rúmgott, sem þýðir að hvert sæti er u.þ.b. tommu breiðara en í Boeing 757, eitthvað sem ætti að gleðja ferðalanga enda fátt betra í löngu Ameríkuflugi en að geta breitt úr sér í rúmgóðu flugsæti og láta fara vel um sig. Airbus-vélarnar bjóða auk þess upp á margvíslega möguleika til að auka þægindi farþega um borð. Það þarf því ekki að koma á óvart að eftirspurn eftir nýju A321-vélunum eykst stöðugt hjá flugfélögum um heim allan. “Í dag eru u.þ.b. 1.000 A321 vélar í notkun hjá hátt í 80 flugrekstraraðilum um allan heim og búið er að panta hjá okkur 1.300 A321 vélar til viðbótar,“ segir Arnaud. Kostir A321 umfram Boeing 757 eru ótvíræðir en hæst ber að nefna að A321 er mun sparneytnari en Boeing 757, sem brennir allt að 25% meira eldsneyti og blæs um leið frá sér 25% meira af koltvísýringi. Jafnframt þýðir öflugur og háþróaður tæknibúnaður Airbus-vélanna minni viðhaldskostnað auk þess sem flugvélarnar eru hljóðlátari. Ekki slæmt það! Við viljum að sjálfsögðu aðeins það besta fyrir gesti WOW air og Airbus A321 er tvímælalaust flugvél fram - tíðarinnar. “Boeing 757 tilheyrir fortíðinni,” segir Arnaud, en hætt var að framleiða 757 fyrir um áratug síðan sökum stöðugt minnkandi eftirspurnar. Þess má að lokum geta að A321-flugvélaflotinn er mun yngri en það sem eftir lifir af Boeing 757-flotanum en meðalaldur A321 er sjö ár á móti tuttugu árum hjá Boeing 757 og því greinilega kominn tími fyrir nýja kynslóð flugvéla. WOW air kynnir nýjar A321 flugvélar með stolti fyrir farþegum sínum. Við hlökkum til að fljúga með ykkur inn í framtíðina. Til að komast alla leið til Bandaríkjanna þurftum við langdrægari flugvélar og eftir að hafa farið vandlega yfir alla möguleika varð Airbus A321 fyrir valinu. WOW magazine átti á dögunum stutt spjall við Arnaud Demeusois, markaðsstjóra fyrir Airbus A320-fjölskylduna, og fékk hann til að fræða okk ur um þessa nýju kynslóð flugvéla á mannamáli. WOW air kynnir Airbus A321 Arnaud Demeusois. Hvað er lággjalda- flugfélag? Nýrri vélar og breiðari bros Í flestum gerðum flugvéla er algjört lágmarksbil á milli sæta u.þ.b. 28 nema við innganga þar sem bilið er mun meira. Ekki vita allir að hægt er að tryggja sér þessi sæti sérstaklega gegn örlitlu aukagjaldi í stað þess að treysta á heppnina við niðurröðun sæta á flugvellinum. Í vélum WOW air er sætunum ekki raðað alveg svona þétt og allt gert til að tryggja þægindi gesta. Í nýju A321 vélunum verður svo hægt að tryggja sér nokkrar gerðir af aukabili milli sæta fyrir utan þessi extra rúmgóðu við inngangana; 33 , 34 og 36 fyrir þá sem vilja teygja vel úr sér á milli Íslands og Ameríku. 1 Veski, farmiði og vegabréf – Heilaga þrenningin Byrjaðu á því að taka þessa þrjá hluti til, settu þá hjá ferðatöskunni og andaðu rólega því ferðaundirbúningurinn er nú þegar hálfnaður. 2 Gerðu lista Gerðu ferðaáætlun og punktaðu hjá þér hvað þú þarft til að framfylgja henni. Listinn auðveldar þér að takmarka óþarfa hluti. Sniðugt er að skipta listanum í tvennt, Nauð - synlegt/Ekki nauðsynlegt. Mundu að kynna þér veðurspána og taka tillit til veðurs. 3 Reyndu að hemja þig! Þó það sé freistandi þá þarftu ekki að pakka öllum fataskápnum fyrir stutt ferðalag. Pakkaðu aðeins því nauðsynlegasta, hugaðu að litavali og reyndu að samnýta föt fyrir ólík tilefni. Taktu í mesta lagi tvenn skópör með og vertu í fyrirferðameiri skónum á leiðinni. 4 Rúlla eða brjóta saman? Ferðaspekúlantar mæla með því að rúlla fötunum þétt saman en það sparar bæði pláss og forðar fötunum frá því að krumpast. Snjallt er að rúlla upp sokkum og nærfötum og stinga þeim inn í skóna. Fyrir þá allra hörðustu fást sérstakar ferðatöskur sem þjappa fötunum saman. Jahá! 5 Smækkaðu snyrtivörurnar Snyrtibuddan getur þyngt farangurinn furðu - fljótt. Sniðugt er að fjárfesta í litlum ferða - um búðum fyrir snyrtivörur eins og sjampó, næringu, krem o.þ.h. eða nýta tóm lyfjaglös. Og ef þú átt litlar prufur af t.d. dagkremi, ilmvatni og andlitsfarða er tilvalið að stinga þeim í snyrtibudduna. Að sjálfsögðu getur alltaf eitthvað óvænt komið upp á en það er ómögulegt að ætla að pakka fyrir allar hugsanlegar uppákomur. Jú, það gæti skollið á stormur en það þýðir ekki að þú eigir að pakka snjógallanum bara til öryggis. Best er að sýna stillingu og hóf þegar ráðist er í farangurspúslið og muna að ef Heilaga þrenningin – Veski, farmiði og vegarbréf – er með þá ætti allt annað að reddast. Góða ferð! Pakkaðu rétt - pakkaðu létt! Hver kannast ekki við það að pakka of miklu fyrir stutta utanlandsferð? Einhvern veginn tekst manni alltaf að sannfæra sjálfan sig um að maður þurfi föt fyrir öll hugsanleg tilefni og „hvað ef“ pælingar fara á fullt. Hvað ef ég fer óvænt í fjallgöngu? Hvað ef mér verður boðið í konunglegt brúðkaup? Svo endar maður á því klæðast sömu gallabuxunum alla ferðina og bölvar troðfullri og þungri ferðatöskunni. Sem betur fer eru til ýmis ráð og sniðugar kúnstir til að pakka rétt og pakka létt. Með hertu öryggiseftirliti skilur gamla góða „tveim tímum fyrir brottför“ reglan ekki eftir mikinn tíma til að virkilega njóta fríhafnarsvæðisins. 1 Allt uppi við Áður en þú ferð á völlinn er gott að setja vegabréfið, kreditkort og ferðakvittun á réttan stað, þ.e. þar sem auðvelt er að grípa til þeirra á vellinum. Vertu með þessa hluti í hendinni áður en röðin kemur að þér. 2 Vertu fyrstur á svæðið Regla nr. 1 (þótt hún sé nr. 2 hér) er að sjálf - sögðu að mæta á völlinn þegar inn ritunar - borðið opnar og vera með þeim fyrstu í röðinni. 3 Vigtaðu töskuna Flest flugfélög eru með einhverjar tak mark - anir á farangri og það er fljótlegra fyrir þig og alla aðra gesti ef þú undirbýrð töskurnar vel áður en þú mætir á völlinn. 4 Öryggisleitin Viðurkennum það, manni líður oft eins og forhertum glæpamanni í öryggisleitinni. Það er ekki skemmtilegt að vera sá/sú sem finnur endalaust af klinki, samanbrotna seðla, kreditkort, lykla og annað smádót í vös un - um og missir það svo kannski í gólfið með tilheyrandi töfum fyrir sjálfan sig og aðra. Komdu þessu öllu fyrir í hand far angrinum áður en röðin kemur að þér og vertu 100% tilbúinn að fara í gegnum málmleitarhliðið. Stundvísi borgar sig Nokkur góð ráð fyrir fólk á leið á flugvöllinn WOW air – Nýrri vélar Aukabil fyrir bífur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.