Fréttablaðið - 04.02.2015, Side 4

Fréttablaðið - 04.02.2015, Side 4
4. febrúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 JAFNRÉTTI „Þetta stenst ekki lög,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu, spurð um skipan Ólafar Nordal innanríkisráðherra á starfshópi sem á að kanna hvernig megi jafna stöðu foreldra sem fara með sam- eiginlega forsjá barna. Umræddur starfshópur er skip- aður fimm konum og einum karli, og hlutfall kvenna er því 80% á móti 20% karla. Kristín segir að í 15. grein jafnréttislaga, eða laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna, komi skýrt fram að það beri við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga að gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Í lagatextanum segir orðrétt að „markmið laga þessara er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.“ „Það er ekki hægt að sjá að það sé nokkur einasta hlutlæg ástæða fyrir því að fleiri lögfræðingar af karlkyni geti ekki haft þekkingu á þessum málaflokki. Það ber að undirstrika það að þegar tilnefnt er í starfshóp, og útkoman verður þessi, þá ber ráðherra að rétta af kynjahallann. Í þessu tilviki hefði hún getað gert það sjálf með því að tilnefna karlmann, eða í versta falli beðið einhvern tilnefningar- aðilann um að breyta sinni skip- an. Að auki stendur í lögunum að við tilnefningar skal tilnefna bæði karl og konu til að ráðherra hafi svigrúm til að skipa rétt,“ segir Kristín og bætir við að um sé að ræða annað tilvikið á stuttum tíma þar sem jafnréttislög eru brotin með þessum hætti. Þar vísar Kristín til þess að Þjóðleikhúsráð uppfyllir ekki fyrr- nefnd lög um jafna stöðu karla og kvenna. Fjórir karlar sitja í ráðinu Lögbrot við skipun nefndar Starfshópur innanríkisráðherra um hvernig jafna megi stöðu foreldra með sameiginlega forsjá barna er skip- aður fjórum konum og einum karli. Klárt lögbrot, segir jafnréttisstýra sem ætlar að krefja ráðuneytið skýringa. AÐ LEIK Hópurinn á að kanna hvernig má jafna rétt foreldra, en skipan hans brýtur jafnréttislög. Myndin tengist efni fréttar- innar ekkert. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórhildur Líndal, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumál og jafn- framt formaður, tilnefnd af innan- ríkisráðherra, Guðríður Bolladóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra, Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefnd af Þjóðskrá Íslands. Pálmi Þór Másson, deildarstjóri hjá lögfræðideild Kópavogsbæjar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Rakel Þráinsdóttir, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Suður- nesjum, tilnefnd af Sýslumanna- félagi Íslands, Með starfshópnum starfar Svanhildur Þorbjörnsdóttir, lög- fræðingur í innanríkisráðuneytinu. EINN KARL MEÐ FIMM KVENNA HÓPI Starfshóp um hvernig jafna megi stöðu foreldra með sameiginlega forsjá barna skipa: Það ber að undirstrika það að þegar tilnefnt er í starfshóp, og útkoman verður þessi, þá ber ráðherra að rétta af kynjahallann. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu en aðeins ein kona. Skipanin í Þjóðleikhúsráð er til skoðunar hjá Jafnréttisstofu og skýringa hefur verið leitað hjá hlutaðeigandi ráðu- neyti. Það sama mun verða uppi á teningnum varðandi hóp innanrík- isráðherra. „Það er áhyggjuefni að þetta skuli gerast trekk í trekk án þess að nokkuð réttlæti það. Lögin segja að upp geti komið sú staða, þegar málið er mjög sérhæft, að skipun sé með þessum hætti. Það á ein- faldlega ekki við í þessum tveimur dæmum,“ segir Kristín og aftek- ur um leið að það skipti máli þó um starfshóp sé að ræða – en ekki nefnd, ráð eða stjórn eins og segir í lagatextanum. „Þetta er ekkert annað en nefnd; annað væri orð- hengilsháttur.“ svavar@frettabladid.is DÓMSMÁL Vodafone á Íslandi hefur verið stefnt fyrir dóm vegna innbrots tölvuhakkara inn á heimasíðu félagsins í lok nóvem- ber 2013. Þetta kemur fram í til- kynningu sem Vodafone sendi til Kauphallar Íslands í gær. Stefn- andi krefst skaða- og miskabóta að fjárhæð 8,4 milljónir króna. Í tilkynningunni segir að í ljósi málavaxta telji félagið verulegan vafa leika á hvort skilyrði bóta- skyldu séu fyrir hendi. En verði félagið dæmt bótaskylt muni bæt- urnar hafa óveruleg áhrif á rekst- ur og efnahag félagsins. - jhh Krefst átta milljóna króna: Vill bætur frá Vodafone VIÐSKIPTI Útflutningur Íslendinga til Kína dróst saman um þriðjung á síðasta ári, sama ár og fríversl- unarsamningur milli ríkjanna tók gildi. Aðallega er um að ræða samdrátt í útflutningi á sjávar- afurðum til Kína. Íslendingar fluttu út vörur til Kína fyrir 7.020 milljónir á árinu 2013 samkvæmt talnaefni á vef Hagstofunnar, en fyrir samtals 4.803 milljarða króna árið 2014. Fríverslunar- samningur milli Íslands og Kína tók gildi 1. júlí í fyrra. Þennan mikla samdrátt í útflutningi á milli áranna 2013 og 2014 má fyrst og fremst rekja til sam- dráttar í útflutningi á nokkrum sjávarafurðum fyrir Kínamark- aðinn samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. - kbg Flutt út fyrir sjö milljarða: Útflutningur til Kína minnkar SAMDRÁTTUR Útflutningur 2014 til Kína er töluvert minni en 2013. SAMGÖNGUR Níu leigubílstjórar sem ekið hafa fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra á vegum Strætó bs. tilkynntu í gær að þeir myndu ekki fara fleiri ferðir þann daginn. Enginn bílstjóranna vildi koma fram undir nafni, en einn úr hópi þeirra sagði í samtali við Fréttablaðið að gríðarleg óánægja væri meðal þeirra í garð Strætó bs. Hann bætti við að ekki hefði verið staðið við gerða samninga. Þá hefði Strætó bs. dregið 25 til 30 pró- sent af launum hans með því að draga frá tíma á milli ferða. Bílstjórar fengju því ekki greitt á milli ferða, en væri þó skylt að vera til taks með skömmum fyrirvara ef þeir væru kallaðir í verk- efni á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra. Framkvæmdastjóri Strætó, Jóhann- es Svavar Rúnarsson, kveðst vita af óánægju bílstjóra en segist ekki vita hvers vegna þeir hafi tekið þá ákvörð- un að aka ekki fleiri ferðir. Hann kveðst þó hafa vitað af umkvörtunum hóps bílstjóra vegna greiðslna fyrir síðasta mánuð, en segir um leið að Strætó hafi staðið við alla samninga. - ngy Níu bílstjórar lögðu niður störf í gær vegna meintra samningsbrota Strætó bs. við þá: Leigubílstjórar sem aka fötluðum óánægðir STRÆTÓ Mikið hefur verið deilt á Ferðaþjónustu fatlaðra upp á síðkastið vegna brotalama í þjónustunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VINDASAMT verður á landinu næstu daga. Það hlýnar á landinu í dag og verður víða frostlaust með ströndum og hiti yfir frostmarki um mest allt land á morgun. Dálítil úrkoma verður vestanlands í dag og á morgun en á föstudag kólnar með snjókomu. 1° 18 m/s 2° 15 m/s 3° 11 m/s 5° 11 m/s Strekkingur eða hvasst N-lands og við SA- ströndina. Strekkingur eða hvasst víða um land. Gildistími korta er um hádegi 4° 22° -8° 4° 14° 0° -2° -1° -1° 19° 4° 8° 12° 16° 4° 0° -2° -1° -2° 12 m/s 4° 8 m/s -1° 9 m/s 1° 18 m/s 1° 16 m/s 1° 19 m/s -3° 15 m/s 5° 1° 3° 0° 1° 3° 6° 1° 5° -1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN 11.611 tonn af köfnun-arefni voru notuð árið 2013 sem tilbúinn áburður. Aldamótaárið 2000 voru tonnin 12.681. 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 0 -3 E 6 8 1 3 A 0 -3 D 2 C 1 3 A 0 -3 B F 0 1 3 A 0 -3 A B 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.