Fréttablaðið - 04.02.2015, Síða 11

Fréttablaðið - 04.02.2015, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. febrúar 2015 | FRÉTTIR | 11 GOTT AÐ VITA! NÁMSKEIÐ OG FYRIRLESTRAR Á VEGUM ST.RV. OG SFR VOR 2015 SKRÁNING HEFST 5. FEBRÚAR KL. 10:00 SFR stéttarfélag í almannaþjónustu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar bjóða sameiginlega upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn á vorönn 2015. UMHVERFISMÁL Eigendur Læknis- hússins á Hesteyri hyggjast virkja ána á staðnum til að knýja allt að 30 kílóvatta rafal. Hesteyri er í Hornstranda frið- landi. Hornstrandanefnd, Umhverf- isstofnun og nú síðast skipulags- nefnd Ísafjarðar hafa heimilað virkjunarframkvæmdina fyrir sitt leyti. Skipulagsnefndin bendir á að fá þurfi leyfi landeigandans. „Að mati Umhverfisstofnun- ar þá kemur framkvæmdin eins og henni er lýst ekki til með að hafa neikvæð áhrif á verndargildi Hornstrandafriðlandsins og að auki er það jákvætt að með fram- kvæmdinni þá mun jarðefnaelds- neyti verða skipt út fyrir orku framleidda með vatnsafli,“ segir Umhverfisstofnun. Fram kemur að 300 metra vatns- lögn að stöðvarhúsi og 800 metra rafstrengur þaðan að Læknishús- inu verði grafinn í jörð með hand- afli. Sjálft rafstöðvarhúsið verði hulið grasi og steini og eigi ekki að sjást frá gönguleið. - gar Umhverfisstofnun hefur fyrir sitt leyti gefið leyfi fyrir virkjun fyrir Læknishúsið á Hesteyri: Bæjarlækurinn kemur í stað dísilvélarinnar LÆKNISHÚSIÐ Á sumrin er rekin ferða- og gistiþjónusta í Læknishúsinu á Hesteyri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VERSLUN Mat- vælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Yggdrasil heild- sölu um innköllun á fæðu bótarefni í samráði við Heil- brigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Fæðubótarefn- ið inniheldur N- Acetyl Cysteine (NAC) sem skilgreint er sem lyf á Íslandi og er slímlosandi. Fæðubótarefnið kallast Now Ocu Support. - kbg Innköllun á fæðubótarefni: Inniheldur slímlosandi lyf STJÓRNMÁL Ólöf Nordal innan- ríkisráðherra ræðir löggæslu og öryggismál í alþjóðasamhengi á á opnum fundi Varðbergs, sam- taka um vest- ræna samvinnu og alþjóðamál, í hádeginu á morgun. Fundað er í fyrirlestrar- sal Þjóðminja- safnsins við Suðurgötu. Í tilkynn- ingu er umfjöllunarefnið sagt rætt „í ljósi aukinnar umræðu um öryggi almennra borgara í Evrópu“. Að framsögu lokinni svara ráðherra og Björn Bjarnason, formaður Varðbergs, spurning- um. - ngy ÓLÖF NORDAL Svarar spurningum gesta: Ráðherra ræðir öryggismál SAMFÉLAG Í dag hefst Bíó- og Biblíuvika í Bústaðakirkju og stendur til 8. febrúar næst- komandi. Þrjár kvikmyndir sem allar tengj- ast Jesúsögunni verða sýndar í kirkjunni og dagskránni lýkur með bíó- messu þar sem fjallað verður um Guð á hvíta tjaldinu í máli og myndum. Sr. Árni Svanur Daníelsson mun þjóna fyrir alt- ari. „Hið íslenska Biblíufélag á 200 ára afmæli, og er elsta félag Íslands og okkur finnst tilval- ið að fagna því með því að hafa bíóhelgi í kirkjunni. Við ætlum að horfa á þrjár kvikmyndir og enda dagskrána á bíómessu á sunnudaginn.“ Myndirnar þrjár eru: Jesús frá Montreal, barnamyndin um Járnrisann og Gestaboð Babettu. - kbg Nýlunda í Bústaðakirkju: Bíómessa í kirkjunni ÁRNI SVANUR DANÍELSSON 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 0 -5 2 2 8 1 3 A 0 -5 0 E C 1 3 A 0 -4 F B 0 1 3 A 0 -4 E 7 4 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.