Fréttablaðið - 04.02.2015, Side 14

Fréttablaðið - 04.02.2015, Side 14
4. febrúar 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is M erkilegt var að hlusta á svör forsætisráðherra á Alþingi við fyrirspurn formanns Samfylkingar- innar um gjaldeyrishöft og aðstæður þekkingar- fyrirtækja hér á landi. Fyrirspurnin kom í kjölfar fregna af því að rótin að sölu fyrirtækisins Pro- mens (sem einu sinni hét Sæplast og er með heilmikla starfsemi á Dalvík) úr landi og flutningur höfuðstöðva þess hafi verið þær skorður sem viðvarandi gjaldeyrishöft setja starfseminni hér. Það sem eftir situr úr dálítið þvældu svari ráðherrans er að fyrirtæki geti vel starfað innan gjaldeyrishafta, að rætur óánægju Promens tengist ein- hverju óskilgreindu gróðabralli og að þeir sem þrýsti á um afnám hafta skipi sér í lið með þeim sem ekki vilji gæta hags- muna lands og þjóðar í ferlinu. Í lið með óvininum. Hafi ætlunin verið að senda þessi skilaboð þá eru þau furðuleg og um leið umhugsunarvert hvernig menn skipa sér í lið varðandi hagsmuni lands og þjóðar. Sumir virðast nefnilega telja að hér eigi grunnur efnahagslífsins að vera sjávarútvegur og stóriðja, mögulega með stuðningi ferðaþjónustu. Meðfram megi svo áfram styrkja bændur til þeirra starfa. Verbúðin og láglaunalandið Ísland hugnast þeim sem í slíku umhverfi geta áfram skarað eld að eigin köku. Umhverfi þar sem örmyntin skerðir sjálfkrafa kjör fólks og mylur áfram undir atvinnuvegi sem lifa á útflutningi vöru og þjónustu án þess að þau þurfi að hafa of mikið fyrir tilveru sinni. Þótt framtíðarsýn sem þessi henti einhverjum hagsmunum er langsótt að telja hana besta fyrir land og þjóð. Hér á landi hefur sannað sig hvers slags verðmæti geta orðið til í þekkingariðnaði og þar eru vaxtarmöguleikar ekki takmark- aðir við auðlindir sem geta tæmst eða raskast vegna utanað- komandi áfalla. Í þekkingariðnaði verða til góð störf fyrir vel menntað fólk. Og þess vegna hlýtur að vera áhyggjuefni þegar slík fyrirtæki flýja land og að hér hafi verið settar upp hömlur sem koma í veg fyrir að slíkt fyrirtæki geti vaxið og sótt á önnur mið, landi og þjóð til enn frekari stuðnings. Má landið við því að missa frá sér fyrirtæki á borð við Marel, Össur, CCP og Creditinfo? Hafi ráðamenn áhyggjur af þessari stöðu var það ekki að heyra á svari forsætisráðherra á Alþingi. Í frétt Fréttablaðsins í gær kemur hins vegar fram að þeir séu sem betur fer til sem vilji láta sig málið varða. Til dæmis hafi Samtök iðnaðarins óskað eftir fundi með forystumönnum ríkis- stjórnarinnar vegna þess. Þá hefur líka verið haft eftir fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins að afnám gjaldeyrishafta sé lykilatriði í því að bæta hag íslenskra fyrirtækja. Væri ekki nær að ná samstöðu um að vinna landi og þjóð gagn og láta af sérhagsmunagæslu? Standi valið um verbúðina Ísland eða Ísland með fjölbreyttu og öflugu atvinnulífi hlýtur að vera ljóst hvoru ætti að vinna að. Geri aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru seinni leiðina fremur færa, þá hlýtur að vera þess virði að láta á það reyna. Þekkingarfyrirtæki þrífast ekki í höftum: Fjölbreytni frekar en verbúðarlífið Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Í umræðunni um rammaáætlun er talað um verndar-, bið- og nýtingarflokka. Þegar vegaætlun er rædd mætti ef til vill setja vegi landsins í bið- og framkvæmda- flokka. Þá má segja að höfuðborgar- svæðið og þá sér í lagi Hafnarfjörður sé í biðflokki vegaáætlunar og hafi verið þar mjög lengi. Það sem lendir í fram- kvæmdaflokki eru vegir og jarðgöng þar sem ákveðnustu og háværustu þingmenn- irnir búa. Það lítur þannig út fyrir mér að þegar kemur að vegaáætlun þá berjast þingmenn landsbyggðarinnar fyrir fé í sitt kjördæmi en þingmenn höfuðborgar- svæðisins kjósa að sitja hjá. Þetta er það sem gjarnan er nefnd landsbyggðarpóli- tík. Hverfum haldið í gíslingu Síðustu stórframkvæmdir í vegamálum í Hafnarfirði voru í kringum árið 2002 þegar Reykjanesbraut var færð austur fyrir kirkjugarðinn (um 2-3 km). Frá þeim tíma hefur farþegum sem fara í gegn- um Leifsstöð fjölgað gríðarlega og eru nú rúmlega tvær milljónir á ári og aka þeir flestir í gegnum Hafnarfjörð. Íbúar bæjarins eru ríflega 27.000 eða um 8% þjóðarinnar, fjármagn til vegamála er í engu samræmi við íbúafjöldann og niður- staðan er að íbúar eiga í miklum vandræð- um með að komast út úr hverfunum, hægt hefur verulega á uppbyggingu iðnaðar og þjónustu þar sem aðgengi að fyrirtækjum er algjörlega óásættanlegt. Niðurstaða þess fyrir Hafnarfjörð að vera í biðflokki vegaáætlunar svo árum og áratugum skiptir er að íbúum og fyrirtækjum er haldið í gíslingu inni í hverfunum. Jafnræðis gætt Krafa okkar Hafnfirðinga er sú að jafn- ræðis sé gætt í úthlutun fjármagns til vegamála. Ég hef skilning á að stundum þarf að grípa til sérstakra aðgerða til að leysa bráðan vanda en ég á bágt með að trúa því að slík tilvik séu að mestu bundin við landsbyggðina. Það er krafa okkar Hafnfirðinga að samgöngumál í og við Hafnarfjörð verði sett í forgang. Dæmi um framkvæmdir og samgöngu- bætur sem lofað hefur verið er Reykja- nesbraut frá kirkjugarði suður fyrir Straum, Krísuvíkurvegur með mislæg- um gatnamótum við Reykjanesbraut, ofanbyggðavegur og lausn á vanda þeirra sem þurfa að komast út úr Setbergshverf- inu svo eitthvað sé nefnt. Að lokum geri ég þá kröfu til þingmanna kjördæmisins að þeir stundi landsbyggðarpólitík þegar kemur að úthlutun fjármuna til vega- framkvæmda. Hafnfi rðingar krefjast úrbóta SAMGÖNGUR Ó. Ingi Tómasson bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is Sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur og Steinunn Sigurþórsdóttir fjalla um barnsmissi á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar, fimmtudagskvöldið 5. febrúar kl. 20:00 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Tekið verður við skráningum í stuðningshóp vegna barnsmissis. Allir velkomnir. Barnsmissir Save the Children á Íslandi Verðteygjanleg umræða Umræður á Alþingi geta tekið á sig skemmtilegar og óvæntar myndir. Í umræðum um náttúrupassa í gær diskúteruðu Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, og Björt Ólafs- dóttir, Bjartri framtíð, hvað það væri sem fyrst og fremst réði því hvert fólk ferðaðist. Verð á flugi og gistingu, sagði Pétur, en Björt hélt náttúru og umhverfi skipta meiru máli en Pétur vildi vera láta. Verðteygni voru þau þó sammála um að yrði að hafa í huga í um- ræðunni. Sáttaflötur, þó teygjanlegur sé, hefur því myndast. Minniháttar meirihluti Samkvæmt skoðanakönnun vill meirihluti sjálfstæðismanna draga umsókn Íslands að Evrópusamband- inu til baka. Benedikt Jóhannesson, margboðaður stofnandi Viðreisnar- flokksins, gefur lítið fyrir þessa niðurstöðu og bendir á að flokkur- inn hafi dregist saman í fylgi, úr 35-40 prósentum í um 25 prósent. Meirihluti þess mengis sé því snautlegri en fyrri mengja, má skilja á Benedikt. Einstaklingsbundinn svimi Umræðan um náttúrupassa er ekki síst áhugaverð fyrir þá sök að þeir sem kenndir hafa verið við vinstrið í stjórnmálum gagnrýna margir hverjir ráðherra Sjálfstæðisflokksins frá hægri, ef svo má segja. Þannig mátti heyra þingmenn Vinstri grænna kvarta yfir því að frumvarpið fæli í sér ríkisafskipti í stórum stíl og skerðingu á frelsi einstaklings- ins. Steingrímur J. Sigfússon gekk svo langt að segjast fá svima yfir þeim hugmyndum um skerðingu á einstaklings- bundnum ferðarétti sem hann teldi frumvarpið fela í sér. kolbeinn@frettabladid.is 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 0 -3 9 7 8 1 3 A 0 -3 8 3 C 1 3 A 0 -3 7 0 0 1 3 A 0 -3 5 C 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.