Fréttablaðið - 04.02.2015, Page 15

Fréttablaðið - 04.02.2015, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 4. febrúar 2015 | SKOÐUN | 15 Eldri borgarar hafa orðið fyrir barðinu á kjaragliðn- un. Með kjaragliðnun er átt við það, þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja hækk- ar minna en kaup láglauna- fólks. Það verður þá gliðn- un milli kjara lífeyrisþega og kjara láglaunafólks. Þessi gliðnun varð mjög mikil á krepputímanum (2009-2013), þar eð lífeyrir aldraðra og öryrkja var þá frystur langtímum saman á meðan kaup láglaunafólks hækkaði. Á tímabilinu 2009-2015 hækkuðu lágmarkslaun verkafólks um 47% en á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra einhleypinga frá almannatryggingum um 25%, miðað við þá sem eingöngu höfðu tekjur frá Tryggingastofnun (engar greiðslur úr lífeyrissjóði eða aðrar tekjur). Þetta var mikil kjaragliðnun. Fram- bjóðendur beggja stjórnarflokkanna lofuðu því fyrir kosningar 2013, að þessi kjaragliðnun yrði leiðrétt að fullu með hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja eftir kosningar. En það er ekki farið að efna þetta kosningalof- orð enn þá enda þótt kjörtímabilið sé nú nálega hálfnað. Það þarf að hækka líf- eyri aldraðra og öryrkja um rúmlega 20% til þess að leiðrétta framangreinda kjaragliðnun. Það kostar 17 milljarða kr. eins og ég hefi áður tekið fram. Þá er aðeins miðað við það hvað lífeyrir þyrfti að vera hár í dag, ef hann væri hækkaður í dag eins og lágmarkslaun hækk- uðu á tímabilinu 2009-2015. En ef athugað er einnig hvað lífeyrir aldraðra og öryrkja hefði hækkað mikið á hverju ári krepputímans, ef hækkun lífeyr- is hefði á hverju ári fylgt hækkun lágmarkslauna, væri reikningurinn til ríkisstjórnarinnar miklu hærri. Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. Alls skuldar ríkið því lífeyrisþegum hátt í 30 milljarða vegna kjaraskerðingar undanfarinna ára og skýlausra loforða stjórnar- flokkanna um að bæta öldruðum og öryrkjum þessar skerðingar. Verða loforðin svikin? Þess verður ekki vart enn, að ríkis- stjórnin ætli að efna stærsta kosn- ingaloforðið við aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin virðist ekki ætla að bæta kjör lífeyrisþega á þennan hátt enda þótt þau séu óviðunandi. Ríkis- stjórnin hefur aðeins gert tvennt í málefnum aldraðra: Aukið frítekju- mark aldraðra vegna atvinnutekna og hætt að reikna lífeyrissjóðs- greiðslur með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Þetta er rýrt í roðinu og gagnast aðeins þeim, sem vel eru settir. Þriðja atriði kjaraleiðrétting- ar lífeyrisþega, lækkun skerðingar- hlutfalls tekjutryggingar, kom sjálf- virkt í framkvæmd, með því að lögin um skerðingu tekjutryggingar voru tímabundin. Þau runnu út um ára- mótin 2013/2014. Ef ríkisstjórnin tekur sig á og hækkar lífeyri aldr- aðra og öryrkja um 20%, þ.e. efnir kosningaloforð sitt, mun það skipta sköpum fyrir lífeyrisþega. Lífeyrir einhleypra eldri borgara, sem aðeins hafa tekjur frá TR, mun þá hækka um 45 þús. kr. á mánuði. Það mundi gera líf þessara lífeyrisþega bæri- legra. Aldraðir hafa verið hlunnfarnir Fyrstu skráð lög sem til eru fyrir Ísland eru Grá- gásarlög (Hafliðaskrá, Vígslóði) frá 1118 e. Kr. Í lögunum eru skráðar skyldur hreppstjóra og hreppsþings að framfæra ómaga og veita þurfa- mönnum sveitarstyrk, þ.e. að sinna fátækum. Hrepp- stjórar voru þó ekki ein- ráðir í þessum efnum. Eftir litið var falið hreppsdómi er í sátu 6 innanhreppsmenn, 3 fyrir sækjendur og 3 fyrir verjendur. Það var fylgst með þeim er ráða. Svipað eftirlit borgaranna komst ekki á hér á landi fyrr en með stjórnsýslulögum á 20. öldinni. Ekki hafa fundist skráð lög um að hið opinbera ætti að sinna fátækum í öðrum löndum á þeim tíma, heldur var kirkjunni falið hlutverkið. Um 500 árum síðar eða 1601 voru skráð svipuð lög á Eng- landi. (Tillögur til sveitarstjórnar- laga, nefnd skipuð með konungs- bréfi 1901. Gutenberg 1905). Ljóst er að við Íslendingar vorum í fararbroddi annarra þjóða í Evrópu við slíkar aðgerð- ir. Orsakir þessara aðgerða má eflaust rekja til góðra sam- félagstengsla og ábyrgðar ráð- andi manna. Jafnframt að draga úr fátækt. Vissulega hefur margt mistekist í aðstoðinni við fátæka síðar meir en lögin voru skráð og samþykkt. Nú er spurt. Hver er orsök þess að nú er hafin aðför að launalægsta fólkinu, öryrkjum og eldri borgurum og ekki staðið við leiðréttinguna er lofað var fyrir kosningar 2013? Ég nefni einnig hækkun virðisaukaskatts á mat- væli sem kemur verst niður á framangreindum hópum. Stéttaskipting Stuðlar hátt matarverð og íbúðar- verð að stéttaskiptingu? Fregnir berast um að öryrkjar flytjist til minni kaupstaða á landsbyggð- inni en versli lítið í kaupfélaginu. Kaupi fiskinn af sjómönnum og kjöt af bændum. Fólkið er ráðgott. Í nýlegri grein í Læknablaðinu (próf. L. Steingrímsdóttur o.fl.) kemur í ljós að þeir efnaminni neyta minna hollustufæðis (græn- metis, ávaxta og grófs brauðs) en marktækt meira sykraða fæðu en efnað fólk enda dýr fæða. Tæp 60% öryrkja eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman og 55% atvinnulausra. Slíkur munur hollustu og næringargilda í fæðu- neyslu eftir efnahag hefur ekki komið fram áður í könnunum á Íslandi. Hátt matarverð getur stuðlað að stéttaskiptingu eins og komið hefur fram í mörgum erlendum fræðigreinum. Jafn- ræði þegnanna til heilbrigðs lífs var veigamikill þáttur í fyrri heil- brigðisáætlunum heilbrigðisyfir- valda. Í heild búa nú fleiri börn við lélegt og dýrt húsnæði en félagar þeirra á Norðurlöndum (Save the children 2014) Hvað hefur breyst? Skortir þá er stjórna samfélagsleg tengsl, sam- félagsábyrgð og virðingu fyrir fólki sem tíðkaðist meðal almenn- ings hér á landi jafnvel fyrir 900 árum? Grágásarlög og aðgerð gegn fátækt fyrir 900 árum B I B L Í A er bókin bók- anna. Á orði Drottins er allt mitt traust. B I B L Í A. Biblía. Þessi litli söng- ur hefur verið sunginn í kristilegu barnastarfi um áratuga skeið. Í einfald- leika sínum undirstrik- ar hann mikilvægi Biblí- unnar sem trúarrit kristni en fyrsta heildarþýðing á ritum Biblíunnar, Guð- brandsbiblía, kom út á íslensku árið 1584. Hið íslenska biblíufélag sem hefur það að markmiði að vinna að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar hefur verið starfandi í 200 ár en það var stofnað 10. júlí árið 1815. Ýmsir viðburðir í tilefni afmælis- ins hafa verið skipulagðir á vegum biblíufélagsins til að minnast þess- ara merku tímamóta. Það var á fermingarári mínu sem ég eignaðist mínu fyrstu Biblíu. Ég man enn tilfinninguna þegar ég opnaði fermingargjöf- ina frá föðurömmu minni og sá rauða fallega bók með gylltu sniði. Biblían var mér þó ekki ókunn. Á yngri árum hafði ég sjálf lesið Barnabiblíur og heillast af hinum ýmsu frásögnum þótt skilningur á þeim hafi vafalítið verið takmark- aður. Ég hafði líka flett Biblíu móður minnar með mikilli lotn- ingu; svarta bókin sem lá á nátt- borði hennar og ég fann hve skipti hana miklu máli. Ég gleymi seint þeirri tilfinningu þegar ég hand- lék mína eigin Biblíu í fyrsta sinn. Fremst hafði verið skrautskrifað- ur texti sem hafði að geyma kveðju frá ömmu minni og það vers úr Biblíunni sem hún hafði einna mestar mætur á úr Filippí- bréfinu en þar segir: Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. Ljúflyndi ykkar verði kunn- ugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú (Fil. 4.4-7). Síðan hafa liðið mörg ár og Biblíuna nota ég daglega – bæði í mínu einkalífi og þjónustu sem prestur á sjúkrahúsi. Iðulega er ég beðin um að hafa kveðjustund- ir við dánarbeð þar sem huggunar- orð úr Biblíunni fá að hljóma og farið er með bænavers sem marg- ir hafa lært í bernsku. Kveðjan frá ömmu minni hefur fylgt mér og mér þykir ótrúlega vænt um hana. Ég hefði seint gert mér í hugarlund hve sú speki sem Biblían hefur að geyma hefur mótað mig og mín lífsgildi og þá sérstaklega orð og athafnir Jesú Krists. Bók bókanna NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI KERFISSTJÓRABRAUT NÝR STARFSVETTVANGUR Á EINU ÁRI! Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Nemendur öðlast víðtækan skilning á uppsetningu netkerfa, viðgerðum og bilana- greiningu á vélbúnaði og uppsetningu stýrikerfa. Námið samanstendur af 3 námskeiðum: - Tölvuviðgerðir - Win 7/8 & Netvork+ - MCSA Netstjórnun Gefinn er 10% afsláttur af öllum pakkanum. þrjú alþjóðleg próf innifalin: „Microsoft Certified Solutions Associate“ Guðni Thorarensen Kerfisstjóri hjá Isavía Helstu upplýsingar: Lengd: 371 stundir Verð: 583.000.- Morgunnám Hefst: 10. mars Lýkur: 24. nóvember Dagar: þri & fim: 8.30 - 12.30 fös: 13.00 - 17.00 Kvöld- og helgarnám Hefst: 28. janúar Lýkur: 23. nóvember Dagar: mán & mið: 18 - 22 lau: 8.30 - 12.30 „Ég hafði komið víða við í vinnu. Síðasta starfið fyrir námið hjá NTV var kokkastarf. Eftir Kerfisstjórabrautina fékk ég frábært starf hjá Isavía.“ ➜ Kveðjan frá ömmu minni hefur fylgt mér og mér þykir ótrúlega vænt um hana. Ég hefði seint gert mér í hugarlund hve sú speki sem Biblían hefur að geyma hefur mótað mig og mín lífsgildi … ➜ Hvað hefur breyst? Skortir þá er stjórna samfélagsleg tengsl, samfélagsábyrgð og virðingu fyrir fólki sem tíðkaðist meðal almennings hér á landi jafnvel fyrir 900 árum? ➜ Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi á árinu 2009 nemur nú 12,6 milljörðum kr. TRÚMÁL Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir dr. theol., sjúkra- húsprestur þjóðkirkjunnar SAMFÉLAG Ólafur Ólafsson fv. landlæknir KJÖR ALDRAÐRA Björgvin Guðmundsson formaður kjara- nefndar Félags eldri borgara í Reykjavík 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 0 -2 F 9 8 1 3 A 0 -2 E 5 C 1 3 A 0 -2 D 2 0 1 3 A 0 -2 B E 4 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.