Fréttablaðið - 04.02.2015, Page 25
„Reyka Vodka býður upp á skemmtilega
dagskrá í tilefni af Reykjavík Cocktail Week-
end,“ segir Gunnar Lár Gunnarsson hjá
Vífil felli, dreifingaraðila Reyka Vodka. Við-
burðir verða bæði á föstudag og laugardag.
„Á Lavabarnum í Lækjargötu verður
Reyka Vodka-kokteilakvöld á föstudags-
kvöldið frá klukkan 21 til 1 eftir mið-
nætti. Þar verður boðið upp á nýjustu og
ferskustu kokteilana og fá fyrstu gestirn-
ir smakk í boði hússins,“ lýsir Gunnar. Á
laugardag verður hins vegar slegið upp
partíi á skemmtistaðnum Austur í Austur-
stræti. „Fyrstu hundrað fá frían kokteil til að
smakka og svo verður sérstakur Reyka-
kokteill á þúsund krónur.“
Reyka í tíu ár
Reyka Vodka er framleitt í Borgarnesi
og kom fyrst á markað í ágúst
2005. Hreint íslenskt vatn, ís-
lenskt eldfjallahraun og jarðhiti
eru notuð til að framleiða vodk-
ann. Hann er síaður í gegnum ís-
lenskt hraun, en ekki kol eins
og almennt er við framleiðslu
vodka. Reyka Vodka er fram-
leitt af skoska fjölskyldufyrirtæk-
inu William Grant & Sons sem er
einna þekktast fyrir viskíin Glen-
fiddich og Grant’s. Það sem heill-
aði forsvarsmenn fyrirtækis-
ins við Ísland var hreina loftið og
tæra vatnið. Framleiðslan hefur
gengið vel og Reyka Vodka hefur
klifið metorðastigann í veröld
sterkra drykkja hratt og unnið til
ýmissa verðlauna.
REYKJAVÍK
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2015
COCKTAIL WEEKEND
Ég hlakka mikið til að hitta ís-lenska viskíunnendur en ég hef aldrei haldið viskísmökk-
un á Íslandi áður. Ég hef heyrt að
Íslendingar búi til sitt eigið viskí
og ég er spenntur fyrir því að hitta
fólkið að baki þeirri framleiðslu,“
segir Ian Miller sem kemur til
landsins um miðjan dag á föstudag
og ætlar strax um kvöldið að kynna
sér þá barmenningu sem Reykjavík
hefur upp á að bjóða.
Millar er fæddur og uppalinn
í hálöndum Skotlands. Hann tók
sinn fyrsta viskísopa átján ára
gamall og heillaðist um leið. Rúm-
lega tvítugur hóf hann störf í viskí-
bransanum og hefur hann starfað
við hann í 41 ár. „Ég gerðist verk-
fræðingur því ég vissi að þann-
ig gæti ég fengið gott starf innan
viskígeirans,“ segir Millar sem
hefur unnið á öllum sviðum viskí-
framleiðslunnar í þessa fjóra ára-
tugi og þekkir því bransann út
og inn. Síðustu sextán árin hefur
hann starfað hjá Glenfiddich og
síðustu árin hefur hann sem sendi-
herra fyrirtækisins unnið að því
að bera hróður merkisins víða um
heim.
Glenfiddich er gamalgróið fyrir-
tæki. Það var stofnað árið 1887 í
Skotlandi af William Grant og er
enn í dag í eigu afkomenda hans.
Glenfiddich er mest selda single-
malt viskí heims og hefur einn-
ig hlotið hvað flest alþjóðleg verð-
laun. Glenfiddich þýðir dalur
hjartardýranna á gelísku og er það
ástæðan fyrir myndinni af hjart-
ardýrinu sem ávallt prýðir flöskur
fyrirtækisins.
Góðar minningar frá Íslandi
Ian Millar hefur einu sinni áður
stigið á íslenska grund. „Ég kom til
Reykjavíkur í júlí 2013 með eigin-
konu minni þegar við vorum á ferð
með skemmtiferðaskipi. „Við áttum
yndislega stund og gengum í góðu
veðri upp að Hallgrímskirkju, fórum
upp í lyftunni og horfðum yfir borg-
ina. Veðrið var svo gott að við gátum
setið úti og drukkið bjór í sólinni.
Ég býst við að hitinn verði eitthvað
minni í þetta sinnið,“ segir hann
glettinn. Heimsókn Millars verð-
ur ekki miklu lengri í þetta sinn þar
sem hann flýgur heim á sunnudag
en hann ætlar að nýta tímann vel.
„Ég ætla að reyna að sjá sem mest
af Reykjavík, skoða bari sem sér-
hæfa sig í viskíi ef einhverjir slík-
ir fyrirfinnast og eyða sem mestum
tíma með viðskiptavinum okkar.“
Á laugardaginn stendur svo fyrir
dyrum master class á vegum Vífil-
fells á Center Hótel Plaza klukkan 17.
Fer með fólk í vískíferðalag
Inntur eftir því hvort master class-
inn sé fyrir byrjendur eða lengra
komna svarar Millar að allir geti
haft gaman af. „Ég mæli þó ekki
með því að fólk mæti sem aldrei
hefur smakkað viskí áður. Viskí er
ekki allra, það hefur sérstakt og erf-
itt bragð sem sérstaklega ungt fólk
á erfitt með að njóta,“ segir hann.
Millar fer um víðan völl í viskí-
kynningu sinni. Hann mun tæpa
á mörgu og svara spurningum við-
staddra. „Ég vil þó ekki drepa niður
stemninguna með allt of miklum
smáatriðum enda er fólk komið
til að hafa gaman,“ segir hann
og hlær. Hann segist vilja opna
huga fólks fyrir heimi viskísins
og gera því ljóst hversu stór hann
er. „Margir þekkja Glenfiddich úr
búðum og af börum en færri vita að
tegundirnar eru mun fleiri. Á mast-
er class-inum munum við smakka
sex gerðir af Glenfiddich-viskíi sem
er misgamalt og með misjöfnum
keimi. Fólk mun fá tilfinningu fyrir
því hvaða áhrif aldur og mismun-
andi meðferð hefur á viskí, hvernig
það eldist, verður mildara, léttara.
Þetta verður skemmtilegt ferðalag.“
Félagsskapurinn skiptir öllu
Blaðamaður forvitnast um sögu
viskís. „Saga viskís nær yfir fimm
hundruð ár aftur í tímann en upp-
hafið má rekja til Írlands. Það voru
írskir munkar sem þróuðu viskíið,
þetta vatn lífsins, og komu með það
til Skotlands. Við lítum því þann-
ig á að Írar hafi fundið viskíið upp
en Skotarnir hafi fullkomnað það.“
En hver er leyndardómurinn á
bak við gott viskí? „Leyndarmálið
snýst meira um félagsskapinn sem
þú ert í þegar þú nýtur viskísins
heldur en bragðið. Best er að njóta
viskís með góðum vinum. Þetta
snýst ekki um að drekka flöskuna
heldur njóta hvers sopa hægt og ró-
lega og hafa nægilega skynsemi til
að mæta í vinnu daginn eftir,“ segir
Skotinn og hlær.
Master class-fyrirlestur Ians Mill-
ar fer fram á Center Hótel Plaza á
laugardaginn klukkan 17. Þúsund
króna gjald er á fyrirlesturinn.
Fræðir Íslendinga um viskí
Ian Millar, sendiherra Glenfiddich-viskíframleiðandans, verður með master class-fyrirlestur á laugardaginn í tilefni Reykjavík
Cocktail Weekend. Þar fræðir hann áhugasama um leyndardóma vískís og leyfir þeim að smakka á mismunandi gerðum. Hann
hlakkar til að kynnast barmenningu Íslendinga og ætlar að nýta tímann vel þá fáu tíma sem hann dvelur í borginni.
„Best að njóta viskís með góðum vinum. Þetta snýst ekki um að drekka flöskuna heldur njóta hvers sopa hægt og rólega,“ segir Ian
Millar sem á að baki 41 ár í viskíbransanum..
Viðburðir í boði Reyka Vodka um helgina
Austur
Lavabarinn
Það voru írskir
munkar sem
þróuðu viskíið, þetta
vatn lífsins, og komu
með það til Skotlands.
0
3
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
A
0
-5
C
0
8
1
3
A
0
-5
A
C
C
1
3
A
0
-5
9
9
0
1
3
A
0
-5
8
5
4
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K