Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2015, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 04.02.2015, Qupperneq 29
Reykjavík cocktail weekend4. FEBRÚAR 2015 MIÐVIKUDAGUR 5 Kokteilmenningin hefur blómstrað á Ís-landi síðustu þrjú árin og íslensk-ir barþjónar eru margir komn- ir á stall með þeim bestu í heimin- um. Í tilefni Reykjavík Cocktail Weekend mun Ölgerðin flytja til landsins einn fremsta barþjón Rússlands, Mikhail Karachev. Að sögn Sóleyjar Kristjáns- dóttur, vörumerkjastjóra hjá Ölgerðinni, mun hann bæði fræða íslenska barþjóna um World Class-barþjónakeppnina og halda fyrirlestur um hágæða- ginið Tanqueray no. TEN, sem er eina ginið í „Hall of Fame“ í hinni þekktu keppni White Spirit í San Francisco. „Tanqueray no. TEN er fjóreimað lúxusgin og eina ginið sem notar ferska sítrusávexti í framleiðslunni. Nafnið TEN kemur frá eiminum sem heitir Tiny Ten.“ Að sögn Sóleyjar er Mikhail Karachev einn fremsti sérfræðingur Rússa í lúxusspírum (e. Lux- ury Spirits) og starfar hjá stórfyrirtækinu Diageo sem þjálfari og leiðbeinandi í World Class-kokteil- prógramminu. „Ferill hans er glæsilegur en hann hefur unnið marga rússneska og alþjóðlega titla í barstörfum sínum ásamt því að hafa verið yfirbar- þjónn á Moscow Ritz Carlton. Auk þess hefur hann rekið hinn þekkta kokteilbar Tommy D í Moskvu þar sem Sting og Jared Leto eru fastagestir.“ World Class-keppnin er ein virtasta kokteil- keppni heims. Þar keppa bestu barþjónar heims um sigur í úrvalstegundum á borð við Tanqueray no. TEN að viðstöddu margmenni og ýmsum stór- stjörnum. „Í dag er barþjónninn jafn mikilvæg- ur og meistarakokkurinn í eldhúsinu og kokteill er ekki bara drykkur gerður úr úrvalshráefnum heldur skiptir upplifun og framsetning miklu máli. Við stefnum á að senda ís- lenskan barþjón í þessa keppni von bráðar en í millitíðinni fá íslensk- ir barþjónar þjálfun og fræðslu sem mun lyfta kokteilmenning- unni á Íslandi á enn hærri stall en áður.“ Fræðslan fer fram föstudag og laugardag að sögn Sóleyjar. „Föstudaginn 6. febrúar verð- ur master class með Mikhail Kar- achev, einum fremsta sérfræðingi Rússlands í lúxus spírum. Hann fer fram í Forsetastofunni á Hótel Centrum milli kl. 14 og 16. Þar munu færustu barþjónar okkar fræðast um sögu World Class- barþjónakeppninnar sem er ein fremsta barþjóna- keppni heims. Þar mun Mik hail kenna bar- þjónum hvað það er sem þarf til að vinna þessa keppni!“ Daginn eftir held- ur hann fyrirlestur á Hótel Plaza um Tanqu- eray no. TEN og verður auk þess með leiðsögn og smakk á malt viskíi og Ron Zacapa frá kl. 14–17.30. „Sama kvöld verður Mik hail Karachev svo gesta barþjónn á Slippbarnum þar sem verður boðið upp á sérstakan lúxus kokteilaseðill sem hann hannaði.“ Upplifunin skiptir miklu máli Í tilefni Reykjavík Cocktail Weekend mun Ölgerðin flytja til landsins einn fremsta barþjón Rússlands, Mikhail Karachev. Hann mun fræða íslenska barþjóna um World Class-barþjónakeppnina, halda fyrirlestur um hágæða- ginið, Tanqueray no. TEN og starfa sem gestabarþjónn á Slippbarnum. Mikhail Karachev, einn fremsti barþjónn Rússlands, verður gestur Reykjavík Cocktail Weekend. MYND/ÚR EINKASAFNI MIKHAIL HEFUR UNNIÐ MARGVÍSLEGA TITLA SEM BARÞJÓNN Á FERLI SÍNUM ■ Maker’s Mark „The most creative cocktails“ competition 2008. ■ Cointreau Mix Master competition, árið 2009 („Perfect Serve“). ■ The Most Beautiful Martini Drinks competition árið 2009. ■ Diageo Bar Academy árið 2009 í Rússlandi. ■ Angostura Cocktail Challenge árið 2010 í Rússlandi. Síðar í febrúarmánuði verður American Bar opn-aður í Austurstræti í miðborg Reykjavíkur. Eins og nafnið gefur til kynna verða bandarískar veit- ingar og menning í hávegum höfð þar og mun staður- inn meðal annars bjóða upp á sérstakar Grand Marn- ier-kokteilvélar. Þar með gefst Íslendingum kostur á að gæða sér á hinum ljúffenga kokteil Frozen Margarita sem er einmitt einn vinsælasti kokteillinn í Banda- ríkjunum undanfarin ár að sögn Hermanns Svend- sen, sem er annar eigenda American Bar. „Við munum fyrst og fremst keyra á stórum og góðum kokteilalista með miklu úrvali þekktra og ljúf- fengra kokteila, þar á meðal hinum vinsæla Frozen Margarita. Það ríkir mikil og sterk kokteilhefð í Bandaríkjunum frá fyrri hluta síðustu aldar og þar sem Ísland er milli tveggja heimsálfa höfum við tekið það besta úr báðum heimum og sett saman frábæran kokteilalista fyrir gesti okkar.“ Staðurinn mun auk þess bjóða upp á léttan mat- seðil með bandarísku ívafi. „Gestir okkar geta meðal annars pantað sér bbq-rif, ljúffenga kjúklingavængi og frábæra hamborgara svo eitthvað sé nefnt. Auk frá- bærra kokteila munum við einnig bjóða upp á banda- rískan bjór af krana og gott úrval af bandarísku viskíi.“ Tónlistin á American Bar verður spiluðu í sjón- vörpum sem verða á víð og dreif um staðinn auk þess sem bandarískar númeraplötur af bifreiðum hanga á veggjum barsins og setja skemmtilegan svip á um- hverfið. „Við munum einnig sýna reglulega frá banda- rísku atvinnumannadeildunum í ýmsum íþrótta- greinum og um helgar mun plötusnúður spila nýjustu og ferskustu danstónlistina. Það er því óhætt að lofa miklu fjöri hér sjö daga vikunnar.“ Bandarísk stemning í miðbænum Frábær kokteilalisti og bandarískar veitingar verða aðalsmerki American Bar sem verður opnaður síðar í mánuðinum. Staðurinn býr yfir sérstökum Grand Marnier-kokteilvélum sem framleiða hinn geysivinsæla og ljúffenga kokteil Frozen Margarita. Tanqueray no. TEN er fjóreimað lúxusgin og eina ginið sem notar ferska sítrusávexti í framleiðslunni. „Við munum fyrst og fremst keyra á stórum og góðum kokteilalista með miklu úrvali þekktra og ljúffengra kokteila,“ segir Hermann Svendsen hjá American Bar. MYND/STEFÁN MANGO MARGARITA: 4,5 cl Tequila 1,5 cl Grand Marnier 3 cl Mango puree 3 cl appelsínusafi 3 cl limesafi 3 cl sykursíróp BASIL SMASH MARGARITA: 4,5 cl tequila 3 cl Grand Mariner 3 cl ananassafi 3 cl limesafi 6 stór basillauf 3 cl sykursíróp Hristið drykkina vel með klaka. Vætið glasbarminn á kokteilglasi með lime og dýfið í salt áður en drykknum er hellt í glasið. 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 A 0 -4 3 5 8 1 3 A 0 -4 2 1 C 1 3 A 0 -4 0 E 0 1 3 A 0 -3 F A 4 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.