Fréttablaðið - 04.02.2015, Page 36

Fréttablaðið - 04.02.2015, Page 36
 | 8 4. febrúar 2015 | miðvikudagur Elísabet Ósk Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri PayRoll. Það er nýtt fyrirtæki sem sérhæfi r sig í að þjónusta fyrirtæki sem vilja útvista verk- efnum varðandi laun og starfs- mannamál. „Markmiðið er bara að þetta sé fyrsti kostur allra sem eru að leita sér að launa- þjónustu. Við erum að koma að útreikningi launa og líka að greiða laun. Það er líka ráðgjöf varðandi vinnutengda samninga, ef fólk vantar ráðgjöf við að búa til samninga, ráðningasamninga og starfslokasamninga og svo- leiðis,“ segir Elísabet. Aðspurð segist Elísabet telja að það sé aukinn áhugi á meðal atvinnurekenda að útvista verk- efnum eins og þessum. „Laun eru viðkvæmt mál og við bjóðum upp á það líka að fólk getur útvistað fyrir ákveðna starfsmenn, það þarf ekki að vera fyrir allt fyrir- tækið, kannski stjórnendur eða þá sem eru með bónusa eða því um líkt,“ segir hún. Framkvæmdastjóri Payroll fer í badminton og bootcamp Elísabet Ósk Guðjónsdóttir tekur við stjórnartaumunum hjá Payroll. Fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu við önnur fyrirtæki sem vilja útvista verkefnum í starfsmannahaldi. SVIPMYND Jón Hákon Halldórsson | jonhakon@frettabladid.is Hún er rosalega skipulögð kona, mjög skemmtileg og hress stelpa sem hefur gaman af lífinu. Ég vinn stundum með henni og þess vegna tek ég svo- lítið eftir því hvað hún er skipulögð. Hún er lífleg og opin manneskja sem á auðvelt með að falla inn í hóp. Atli Rafn Viðarsson, framkvæmdastjóri hjá Nótu ehf. „Hún er yndisleg, ég held að það sé ekki hægt að hugsa sér traustari mann- eskju. Hún er dugleg og mjög samviskusöm, klár og samkvæm sjálfri sér. Eini gallinn er sá að það mætti heyrast aðeins meira í henni ef henni finnst eitthvað. Hún mætti rífa kjaft og hún er svolítið feimin.“ Sóley Elíasdóttir, eigandi Sóley Organics MÆTTI RÍFA KJAFT Elísabet segir að PayRoll sé að þróa reiknivél sem fyrirtæk- ið leggi áherslu á og sé um þess- ar mundir að kynna fyrir mögu- legum viðskiptavinum. „Þessi reiknivél er bæði fyrir launa- greiðendur og launþega og þeir eiga að geta séð nákvæmlega hvað þeir eru að fá í laun. Ef þeir eru að semja um 600 þúsund, þá geta þeir séð hvað þeir eru að fá útborgað,“ segir Elísabet. Áður en Elísabet hóf störf hjá PayRoll var hún fjármálastjóri hjá Sóley Orcanics „Við vorum tvær, ég og Sóley, þannig að það var heilmikil reynsla í því,“ segir Elísabet. Þar áður var hún hjá Auði Capital og Landsbankanum. Þegar Sóley er ekki að vinna kýs hún að hreyfa sig og ferðast sem mest erlendis. „Ég var að byrja í badminton, en annars eru það þessar týpísku: spinning og bootcamp og svoleiðis,“ segir Sóley, aðspurð um uppáhalds- hreyfi nguna. Elísabet er í sambúð með manni sem heitir Dennis Sla. „En það eru hvorki börn né brúðkaup enn þá,“ segir hún aðspurð út í einkahagi. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri mun kynna ákvörð- un Seðlabanka Íslands um vexti í dag. Þá kynnir Þórarinn G. Pét- ursson, aðalhagfræðingur bank- ans, efni Peningamála. Hagdei ld Landsbankans, Greiningadeild Arion banka, Greining Íslandsbanka og IFS spá allar að vextir verði lækkað- ir um 0,25 prósentustig. Greining Íslandsbanka telur að rökin verði þau að ný verðból- guspá bankans bendi til þess að verðbólgan verði talsvert undir síðustu spá Greiningar sem birt var í nóvember - jhh Vaxtaákvörðun kynnt í dag: Allir spá lækkun vaxta FRÉTTABLAÐ IÐ /ERN IR STÝRIR NÝJU FYRIRTÆKI Elísabet Ósk Guðjóns- dóttir segist telja að það sé aukinn áhugi meðal atvinnurekenda að útvista launavinnslunni. Nú í febrúar munu fjölmörg fyrir- tæki, bæði skráð og óskráð, birta uppgjör sín. Marel ríður á vaðið og birtir uppgjör í dag og mun svo kynna uppgjörið betur fyrir fjár- festum á morgun. Bæði Össur og Icelandair Group birta síðan uppgjör sín á fi mmtu- daginn og FÍ fasteignafélag birtir uppgjör sitt á föstudag. Í síðustu viku birti Nýherji upp- gjör, en algjör viðsnúningur varð á rekstri félagsins. - jhh Marel ríður á vaðið í febrúar: Fjórir birta ársreikninga 4.990.000 kr. Kia Sportage EX Árgerð 7/2013, ekinn 32 þús. km, dísil, 1.995 cc, 136 hö, sjálfskiptur, eyðsla 6,0 l/100 km. 4.290.000 kr. Kia Carens Árgerð 9/2013, ekinn 32 þús. km, dísil, 1.685 cc, 136 hö, sjálfskiptur, eyðsla 5,1 l/100 km. 5.190.000 kr.3.690.000 kr. Kia Sorento EX LuxuryKia cee’d EX Árgerð 6/2012, ekinn 76 þús. km, dísil, 2.199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, fjór hjóladrifinn, eyðsla 6,7 l/100 km. Árgerð 6/2014, ekinn 7 þús. km, dísil, 1.582 cc, 128 hö, sjálfskiptur, eyðsla 5,5 l/100 km. 2.190.000 kr. Kia Rio LX Árgerð 5/2013, ekinn 76 þús. km, dísil, 1.396 cc, 90 hö, beinskiptur, eyðsla 4,1 l/100 km. *Á by rg ð er í 7 á r fr á sk rá ni ng ar de gi b if re ið ar Afborgun aðeins 33.847 kr. á mánuði m.v. 399.000 kr. útborgun og 80% bílalán frá Landsbankanum í 72 mánuði. 9,0% vextir, 11,33% árleg hlutfallstala kostnaðar og lán til 72 mánaða. Útbo rgun aðe ins: 399. 000 kr. Hagstæð ármögnun hjá Landsbankanum Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Allt að 7 ára ábyrgð fylgir notuðum Kia*Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 0 -6 A D 8 1 3 A 0 -6 9 9 C 1 3 A 0 -6 8 6 0 1 3 A 0 -6 7 2 4 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.