Fréttablaðið - 04.02.2015, Qupperneq 50
4. febrúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26
VALUR –
Mfl. karla
Í Vodafonehöllinni
í kvöld kl. 19.30
Komdu að styðja strákana okkar!
Áfram Valur!
Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni
• Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.
• Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi
vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum.
• Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt
höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt.
SKJÓTARI EN
SKUGGINN
www.lidamin.is
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
SPORT
HANDBOLTI „Það er alltaf gaman að
byrja á ný. Það ríkir mikil eftir-
vænting hjá okkur,“ segir Óskar
Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals-
manna í Olís-deild karla í hand-
bolta, en deildin hefst á ný eftir
48 daga HM-frí í kvöld. Reykja-
víkurliðin Valur og Fram mætast
í fyrsta leik 17. umferðar í Voda-
fone-höllinni klukkan 19.30.
„Mér líst vel á þetta. Það eru
allir heilir og ferskir. Við vorum
á góðum skriði fyrir fríið áður en
við töpuðum síðasta leiknum. Þessi
deild er samt jöfn og tilfinningin
er að allir geti reytt stig af öllum,“
segir Óskar Bjarni.
Hann hóf tímabilið sem
aðstoðar maður Jóns Kristjáns-
sonar sem var ráðinn þegar Ólaf-
ur Stefánsson ákvað óvænt að fara
í frí. Óskar stýrir nú bæði karla-
og kvennaliðum félagsins út tíma-
bilið, en Alfreð Örn Finnsson er
kominn heim úr atvinnumennsku
og aðstoðar hann hjá konunum.
„Það mun reyna á mig. Það
gekk frábærlega hjá strákunum
að kúpla sig í gegnum breyting-
arnar sem voru „sjokk“ fyrir þá.
Jón var mjög góður og strákarnir
gerðu þetta mjög vel. Nú er undir
mér og okkur komið að viðhalda
því,“ segir Óskar Bjarni.
Deildin heldur svo áfram á
morgun með fjórum leikjum. Þeir
eru: ÍBV-Haukar, Akureyri-ÍR,
Stjarnan-FH og HK-Afturelding.
Valsmenn eru á toppnum ásamt
ÍR með 24 stig. - tom
Það mun reyna á mig
Valur og Fram mætast í fyrsta leik ársins í Olís-deild
karla í kvöld. Mikið mun mæða á Óskari Bjarna.
TVÖ STÖRF Óskar Bjarni þjálfar bæði lið Vals út tímabilið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FÓTBOLTI Arna Sif Ásgrímsdótt-
ir, fyrirliði Þórs/Ka í Pepsi-deild
kvenna í knattspyrnu, er
mætt til Gautaborg FC í
samnefndri borg í Sví-
þjóð og mun hún æfa
með liðinu í eina viku og
spila æfingaleik á sunnu-
daginn. Gautaborgarliðið
hafnaði í þriðja sæti sænsku
úrvalsdeildarinnar á síð-
ustu leiktíð, en um er að
ræða eina sterkustu deild
Evrópu.
„Ég fékk tölvupóst frá
umboðsmanni sem sagð-
ist vera að leita að mið-
verði fyrir lið í Svíþjóð
og spurði mig hvort ég
væri samningslaus og
hefði áhuga,“ segir Arna
Sif við Fréttablaðið um
aðdragandann.
„Ég er samningslaus
og sagði þetta vera mjög
spennandi fyrir mig því
stefnan hefur alltaf verið að fara út.
Þjálfari Gautaborgar hefur verið að
hringja í mig og við ákváðum
að ég myndi fara út og skoða
aðstæður, æfa með liðinu og
sjá svo hvernig fer.“
Þrátt fyrir að vera aðeins
22 ára gömul hefur Arna
Sif spilað með Þór/KA síðan
hún var 15 ára og er fyrirliði
liðsins. Hún leiddi sitt lið til
sigurs á Íslandsmótinu 2012
og á að baki tvo landsleiki
fyrir Íslands. Hún vill að
þeir verði fleiri í fram-
tíðinni og telur að þetta
skref gæti hjálpað sér.
„Ég fer með opnum
hug og geri mitt
besta. Þetta hefur
alltaf verið mark-
miðið og hjálpar mér
algjörlega hvað varðar
landsliðið,“ segir Arna Sif
Ásgrímsdóttir.
- tom
Alltaf verið draumur
Arna Sif Ásgrímsdóttir æfi r með stórliði í Svíþjóð í
eina viku og spilar einn æfi ngaleik með því.
KRAFTLYFTINGAR „Þessari niður-
stöðu verður áfrýjað til íþrótta-
dómstólsins í Sviss. Það hefur
ekki verið neinn vafi á því síðan
fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta
mál,“ segir kraftlyftingamaðurinn
Sigfús Fossdal.
Hann féll á lyfjaprófi sem var
tekið í heimsmeistaramótinu í
kraftlyftingum en það fór fram í
Denver í nóvember á síðasta ári.
Sigfús var settur í bráðabirgða-
bann 3. desember og bannið var
staðfest þann 25. janúar. Sigfúsi er
gert að greiða 300 þúsund krónur
í sekt og hann fer einnig í tveggja
ára keppnisbann frá íþróttinni.
Við þetta unir Sigfús ekki og því
ætlar hann að áfrýja til Sviss.
„Ég á von á annarri niðurstöðu
hjá þessum dómstóli. Ég var ekki
með neinn ásetning að nota ólögleg
efni. Ég hef ekki meira um málið
að segja að svo stöddu,“ segir Sig-
fús.
Bundinn trúnaði
Kraftlyftingasamband Íslands var
í vikunni harkalega gagnrýnt af
Kraftlyftingafélagi Gróttu fyrir
að veita Sigfúsi styrk úr afreks-
sjóði ÍSÍ upp á 300 þúsund krón-
ur. Tilkynnt var um úthlutun úr
sjóðnum 22. janúar. Þrem dögum
áður en staðfest var að Sigfús væri
á leið í bann.
Grótta segir að það veki furðu
að sambandið hafi veitt Sigfúsi
styrk þar sem legið hafi fyrir að
hann hefði fallið á lyfjaprófi.
„Það ríkti trúnaður með mál
Sigfúsar þar til niðurstaða hefur
verið birt opinberlega. Ég og
stjórnin vorum því bundin trún-
aði og þann trúnað ber að virða.
Þetta var því eðlilegt verkferli hjá
okkur,“ segir Sigurjón Pétursson,
formaður Kraftlyftingasambands-
ins, en hvað með umsókn þeirra
um afreksstyrk til handa Sigfúsi?
„Við þurftum að skila inn
umsóknum til afrekssjóðs fyrir
30. nóvember en það er ekki fyrr
en 3. desember sem við fáum til-
kynningu um að Sigfús sé fallinn
á lyfjaprófi.“
Ekki okkar að dæma fólk
Sigurjón segir að ferlið þar til
dómur fellur endanlega sé nokkuð
langt.
„Sigfús trúir ekki niðurstöðu
A-sýnis og óskar eftir því að B-
sýni sé opnað og verði greint.
Það kostar hann yfir 100 þúsund
krónur. Sama niðurstaða kom úr
því prófi. Hann fær síðan frest til
þess að efnagreina fæðubótarefni
sem hann hafði verið að taka. Sig-
fús grunar að efnið sem fannst í
honum sé í því fæðubótarefni þó
svo það komi ekki fram í inni-
haldslýsingu. Þar fer hann í meiri
tilkostnað,“ segir Sigurjón en ekk-
ert kom út úr því. Þá sé boðað
til málsvarnar sem síðan er lögð
fyrir lyfjadómstólinn. Dómstóllinn
kveður síðan upp sinn dóm og sá
dómur kemur seint í janúar.
„Í millitíðinni vinnur afreks-
sjóður sín mál og hann vinnur út
frá því að menn séu saklausir þar
til sekt er sönnuð.“
Þó svo búið hafi verið að til-
kynna um úthlutun úr afrekssjóði
til Sigfúsar þá er hann ekki búinn
að fá peningana. Hann fær þá pen-
inga heldur ekki strax.
„Ekki meðan málið er enn í ferli.
Þá fær hann ekki úr sjóðnum. Við
gátum heldur ekki afturkallað
umsóknina um styrkinn meðan
ekki var búið að dæma í því. Þá
erum við að taka okkur dómsvald
í hendur. Er það okkar að dæma
fólk? Hver vill komast í þá stöðu að
sakfella fólk og síðan brjóta trún-
að?“ henry@frettabladid.is
Sigfús ætlar að áfrýja
til íþróttadómstólsins
Kraft lyft ingamaðurinn Sigfús Fossdal er ekki sáttur við tveggja ára keppnisbann.
Hann fékk 300 þúsund króna afreksstyrk frá ÍSÍ á svipuðum tíma og dómur féll.
ALLA LEIÐ MEÐ MÁLIÐ Sigfús sættir sig ekki við bannið en vill lítið tjá sig.
Sigurjón formaður er á minni myndinni. MYNDIR/SIGURJÓN PÉTURSSON OG VALLI
0
3
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
3
A
0
-6
0
F
8
1
3
A
0
-5
F
B
C
1
3
A
0
-5
E
8
0
1
3
A
0
-5
D
4
4
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K