Fréttablaðið - 04.02.2015, Síða 54

Fréttablaðið - 04.02.2015, Síða 54
4. febrúar 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Ég er svolítill kaffipervert. Uppáhaldsdrykkurinn minn kallast cortado og er tvöfaldur espresso með örlitlum dreitli af heitri mjólk.“ Salka Sól Eyfeld, dagskrárgerðarmaður og söngkona DRYKKURINN Myndlistarsýningin Mara verður opnuð í Galleríi SÍM klukkan 17 í dag. Á bak við sýninguna stendur hópur ungra myndlistarkvenna. „Það var Auður Ómarsdóttir mynd- listarkona sem smalaði okkur saman í að halda sýningu,“ segir Freyja Eilíf Logadóttir, ein þeirra sem sýna. Þemað er hugtakið Mara, oft notað yfir eitthvað sem hvílir þungt eða traðkar á manni, líkt og þung- ar áhyggjur. Orðið er einnig notað yfir þær verur sem setjast á bringu dreymanda og láta hann fá martröð. „Við nálgumst viðfangsefnið á okkar forsendum, en erum allar að horfast í augu við raunveruleik- ann. Það er mismunandi hvernig við túlkum hann, hvort sem það er pers- ónulega, samfélagslega eða draum- kennt,“ segir Freyja. Verkin á sýn- ingunni eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. „Verkin eru mjög opin og eru frásagnir af alls konar martrað- arkenndum hugmyndum eða upplif- unum,“ segir hún. Sýningin er opin til 25. febrúar. - asi Myndlistarkonur sem túlka martraðir Sýningin Mara verður opnuð í Galleríi SÍM í dag og fj allar um túlkun á martröðum. Stendur til 25. febrúar. MÖRU- KONUR Auður Ómarsdóttir, Ragnhildur Lára Weiss- happel, Sunn- eva Ása, Ólöf Rún Benedikts- dóttir, Halla Birgis dóttir, Freyja Eilíf Logadóttir og Guðrún Jara. „Mér líst mjög vel á þetta og er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson en hann er á leið í tón- leikaferð með ensku indí-hljóm- sveitinni alt-J. Hún vann hin virtu Mercury-verðlaun árið 2012 fyrir sína fyrstu plötu, An Awesome Wave. Um er að ræða tónleikaferð um Ástralíu í maí en fyrstu tónleik- arnir fara fram í Brisbane 8. maí og verða helstu borgir heimsálf- unnar heimsóttar. „Þetta eru lík- lega með stærstu tónleikum sem við höfum tekið, þetta eru allt tíu til fimmtán þúsund manna tón- leikastaðir,“ segir Ásgeir spurður út í ferðalagið. Hann er mjög vin- sæll í Ástralíu og fór tvisvar sinn- um þangað á síðasta ári. „Stærsti aðdáendahópurinn okkar er lík- lega í Ástralíu. Við höfum fengið góða spilun á stórri útvarpsstöð þar, Triple J, þannig að fólk fór að tengja við okkur.“ Spurður út í kynni sín af hljóm- sveitinni alt-J segist Ásgeir alltaf hafa verið mikill aðdáandi sveitar- innar. „Ég hef hlustað á alt-J síðan hún var stofnuð og hef alltaf fílað hana. Ég er mikill aðdáandi og hef verið frá þeirra fyrstu plötu. Við hittum meðlimi sveitarinnar fyrir ekki svo löngu í Ástralíu, við tókum nokkur festivöl með þeim. Þeir sögðust fíla tónlistina okkar, sem var mjög ánægjulegt,“ útskýr- ir Ásgeir. Síðasta ár var mjög annasamt hjá Ásgeiri í tónleikahaldi og sér hann einnig fram á annasamt ár 2015. „Þetta ár verður samt anna- samt að öðru leyti. Við tökum þennan Bandaríkjatúr með Hozier, komum svo heim í tvo mánuði og förum svo með alt-J.“ Ásgeir ætlar þó að einbeita sér að lagasmíðum þegar hann er ekki á tónleikaferðalagi og sér fyrir sér að hefja upptökur á nýrri plötu í haust en frumraun hans, Dýrð í dauðaþögn, kom út árið 2012. „Ég er byrjaður að semja og er kom- inn með góða aðstöðu. Ég hef ekki haft tíma til að semja en þetta er að koma inn núna. Ég hef verið að græja aðstöðu undanfarnar vikur og eftir Bandaríkjatúrinn ætla ég að byrja að vinna á fullu,“ segir hann. gunnarleo@frettabladid.is Ásgeir í tónleikaferð með alt-J um Ástralíu Ásgeir sér fyrir sér annasamt ár en stefnir þó á að hefj a upptökur á nýrri plötu. AFTUR TIL ÁSTRALÍU Ásgeir ætlar að vinna að nýju efni á árinu þegar hann er ekki á tónleikaferð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ásgeir, var nýkominn úr ræktinni þegar blaðamaður náði tali af honum. Er ekki erfitt að halda sér í formi þegar maður er á stöðugu tónleikahaldi? „Ég byrjaði í átaki á síðasta Ástralíutúr. Ég reyni að hreyfa mig á hverjum degi og hef gaman af því að lyfta. Það erfiðasta við það er að maður þarf að reikna út daginn, hvenær maður hefur tíma. Svo þarf maður að finna sér líkamsræktarstöð á þeim stað þar sem maður er.“ Hann segist reyna að lifa heilsusamlegu lífi þó svo að mikið partístand geti einkennt tónleikaferðir. „Á síðasta túr sleppti ég alveg að drekka og það var frábært. Þá er maður meira „on it“, sefur betur og hreyfir sig frekar. Annars er alltaf nóg af áfengi í boði þar sem maður kemur á þessum ferðalögum.“ Drakk ekkert á síðasta túr Dýrasta pókermót Íslandssögunn- ar verður haldið á Grand hóteli á laugardag. 115 þúsund krónur kostar að taka þátt og spilararnir sem detta út mega kaupa sig aftur inn fyrir 100 þúsund. Aldrei áður hefur Pókersamband Íslands hald- ið mót með svo háum fjárhæðum. Mest geta 48 spilað í einu og í gær höfðu um 40 manns skráð sig. Keppt verður í Stórbokka, eða High Roller, og spilað verður fyrir luktum dyrum. Davíð Þór Rúnarsson, formaður Pókersambands Íslands, segir að von sé á öflugum spilurum. „Það sem fólk kannski veit ekki er að fjölmargir íslenskir pókerspilar- ar eru í heimsklassa. Þarna eru því samankomnir alvöru stórbokkar, bestu spilararnir í bland við vel fjáða einstaklinga,“ segir hann. Spilað verður á efri hæðum hót- elsins við fyrsta flokks aðstæður og verður þríréttaður kvöldverður snæddur í hliðarsal. Að sögn Davíðs Þórs er algjör- lega farið að lögum. „Nýverið fékk ég sent bréf frá forseta Sport’s Accord um að Alþjóða pókersam- bandið væri nýjasti meðlimur sambandsins. Sport’s Accord held- ur utan sambönd eins og FIFA og Alþjóðahandboltasambandið og í rauninni alþjóðleg sambönd allra löglegra íþróttagreina hérlendis. Svo svarið er já, mótapóker er lög- legur á Íslandi.“ - fb Dýrasta pókermót í sögu Íslands Alls kostar 115 þúsund krónur að taka þátt og 100 þúsund að kaupa sig inn. DAVÍÐ ÞÓR RÚNARSSON Davíð Þór er formaður Pókersambands Íslands sem stendur fyrir Íslandsmótinu í Stórbokka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 0 3 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 0 -3 9 7 8 1 3 A 0 -3 8 3 C 1 3 A 0 -3 7 0 0 1 3 A 0 -3 5 C 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.