Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 4
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
ALÞINGI Valdníðsla, meirihátt-
ar stjórnskipunarkrísa og svik
eru á meðal orða sem þingmenn
stjórnarandstöðunnar notuðu
til að lýsa þeirri stöðu sem upp
er komin gagnvart Evrópusam-
bandinu. Alþingi var undirlagt í
gær af umræðu um málið og var
öðrum málum frestað, meðal ann-
ars umræðu um tolla á franskar
kartöflur.
Loft var lævi blandið í þinginu
og mikill hiti í fólki. Ekki bætti úr
skák að framan af fundi voru allir
ofnar á blússandi hita og gluggar
lokaðir, þar sem vetrarstillingin
var enn í gangi. Með tiltölulega
auðveldum aðgerðum tókst að
kæla hið raunverulega andrúms-
loft, en pólitíska andrúmsloftið
var enn á suðupunkti þegar þing-
fundi lauk um sexleytið í gær.
Gunnar Bragi Sveinsson utan-
ríkisráðherra átti að sitja fyrir
svörum í óundirbúnum fyrir-
spurnum, en boðaði forföll. Aðrir
ráðherrar þurftu því að svara
fyrir stefnuna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra dró enga
dul á hve ánægður hann væri með
bréf Gunnars Braga. Hann minnti
á að í þingmálaskrá ríkisstjórnar-
innar hefði aðeins verið talað um
að hugsanlega kæmi fram þings-
ályktunartillaga um ESB. Mikil
samskipti hefðu verið við sam-
bandið um málið og út úr þeim
hefði komið „niðurstaða sem er
auðvitað, þegar öllu er á botninn
hvolft, hin augljósa besta niður-
staða í málinu, þ.e. að ljúka þessu
á sem jákvæðastan hátt gagnvart
Evrópusambandinu, ef svo má
segja, gera þetta í góðu.“
Árni Páll Árnason, formað-
ur Samfylkingarinnar, var hins
vegar harðorður í garð Sigmund-
ar Davíðs, sakaði hann raunar um
að rjúfa drengskaparheit sitt.
„Hann er orðinn ber að því að
ganga á svig við það heit sem
hann hefur undirritað, dreng-
skaparheit að stjórnarskránni,
sem felur í sér að hæstvirtur for-
sætisráðherra þarf að virða þing-
ræðisregluna og á ekki í sam-
skiptum við önnur ríki að búa til
leiðir til að halda ákvörðunum frá
Alþingi Íslendinga.“
Sérstök umræða fór fram í
gær um stöðu Alþingis og yfir-
lýsingu forseta. Í dag er munnleg
skýrsla utanríkisráðherra á dag-
skrá þingsins.
kolbeinn@frettabladid.is
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
31 stóra eða meðalstóra fiskihöfn er að finna
hringinn í kringum landið.
Uniq 4202
Glæsilega hannaður og
vandaður sturtuklefi.
Auðveldur í uppsettningu
FRÁBÆR
GÆÐI /
GOTT VERÐ
Töluverður tími fór í umræður um fundarstjórn forseta og
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var skammaður fyrir
að hafa ekki haldið þingfund á föstudag þótt yfir þriðj-
ungur þingmanna hefði krafist þess. Einar bar af sér sakir
og vísaði meðal annars til efnis bréfsins umrædda.
„Því taldi forseti það einfaldlega betra fyrir þá umræðu
sem kallað var eftir að hún færi fram síðar þegar fyrir lægi
með skýrari hætti um inntak bréfsins.“
Þurfti að skýra inntak bréfsins betur
Brigslað um svik og svínarí
Hiti var í þingmönnum í gær vegna ESB-mála. Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um valdníðslu og brot gegn
þingræðinu. Forsætisráðherra sagður svíkja drengskaparheit. Besta mögulega leiðin, segir forsætisráðherra.
SAMSTIGA Forsætisráðherra telur bréf utanríkisráðherra bestu mögulegu leiðina í ESB-málinu. „Meirihlutinn ræður,“ sagði
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðum í gær, við lítinn fögnuð minnihlutans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
BLESSUÐ BLÍÐAN Nú er fólk hvatt til að nýta lognið og góða veðrið í skemmtilega
útivist áður en næsta lægð kemur. En það verður fínasta veður á landinu þar til seint á
morgun en þá gengur í stífa suðaustanátt með úrkomu suðvestan til í fyrstu.
0°
4
m/s
3°
3
m/s
3°
2
m/s
4°
4
m/s
Vaxandi
SA-átt
síðdegis.
5-13 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
12°
30°
5°
16°
17°
7°
15°
8°
8°
20°
14°
15°
15°
11°
14°
15°
9°
15°
3°
3
m/s
3°
6
m/s
2°
3
m/s
3°
2
m/s
2°
2
m/s
3°
2
m/s
-2°
3
m/s
2°
5°
0°
3°
3°
3°
0°
5°
-1°
3°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
FIMMTUDAGUR
Á MORGUN
STJÓRNMÁL Viðskiptaráð telur að
verklag utanríkisráðherra við að
draga til baka umsóknina að ESB
sé hættulegt fordæmi og auki enn
á þann stjórnmálalega óstöðugleika
sem ríkt hafi síðan haustið 2008.
Þá er það mat Viðskiptaráðs að
þrátt fyrir tilkynningu utanríkis-
ráðherra sé staða aðildarumsókn-
ar Íslands enn óbreytt og að vinnu-
brögð sem viðhöfð voru í málinu
séu gagnrýniverð. Ef stjórnvöld
vilji slíta aðildarviðræðum við Evr-
ópusambandið þurfi að fylgja hefð-
bundnu stjórnskipulagi og stjórn-
málalegum hefðum. Viðskiptaráð
hafði áður samþykkt ályktun um að
best væri að gera hlé á aðildarvið-
ræðum við ESB þangað til í lok kjör-
tímabilsins. Það myndi skapa sátt til
að vinna að byggja upp efnahagslíf-
ið og ná sátt á vinnumarkaði.
Þá minnir Viðskiptaráð á að í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
sé fast kveðið á um að stjórnin muni
leitast eftir að virkja samtakamátt
þjóðarinnar og vinna gegn sundur-
lyndi. - srs
Viðskiptaráð fordæmir léleg vinnubrögð stjórnvalda vegna viðræðuslita:
Bréf til ESB hættulegt fordæmi
GUNNAR BRAGI SVEINSSON Viðskipta-
ráð gagnrýnir ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hann er orðinn ber
að því að ganga á svig við
það heit sem hann hefur
undirritað, drengskapar-
heit að stjórnarskránni,
sem felur í sér að hæstvirt-
ur forsætisráðherra þarf að
virða þingræðisregluna.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar.
ÖRYGGI Neyðarlínan ætlar að
endurmeta viðbúnað 112 eftir
það ástand sem ríkti síðastliðinn
laugardag þegar 1.400 símtöl bár-
ust vegna óveðursins. Þegar mest
lét reyndu yfir 500 að hringja
á sama tíma en á tímabili voru
mörg dæmi þess að símsvari
Neyðarlínunnar segði: „Þetta
númer er ekki til.“
Neyðarlínan segir í tilkynn-
ingu vegna málsins þetta vera
röng skilaboð úr kerfum síma-
félaganna en um var að ræða að
allar tengingar voru yfirfullar
vegna álags. Vinna símafélögin
nú að því í sameiningu að greina
orsakir og að tryggja að ástandið
endurtaki sig ekki. - bo, vh
Kerfið bilaði í óveðrinu:
112 greinir
orsakir bilunar
NEYTENDAMÁL Mælingar á ill-
gresiseyði, skordýraeitri og öðrum
varnarefnum í matvælum í Evr-
ópusambandinu, Íslandi og Nor-
egi sýndu að langflest, eða um
97 prósent, matvæla voru með
varnarefnaleifar undir leyfilegum
mörkum.
Þetta kemur fram í niðurstöðu
samræmdrar eftirlitsáætlunar
Evrópusambandsins sem Ísland
tekur þátt í. Á Íslandi voru tekin
242 sýni af ávöxtum og grænmeti
árið 2013, bæði af innlendri afurð
og innfluttri. Í heildina voru tekin
81.000 sýni í 29 ríkjum. - srs
Reglur um varnir skila sér:
Skordýraeitur
undir mörkum
GRÆNMETI Mælingar á Íslandi sýna
lítið magn varnarefna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ATVINNUMÁL Stéttarfélag lög-
fræðinga hefur ákveðið að efna
til atkvæðagreiðslu um boðun
verkfalls til að knýja á um gerð
kjarasamnings milli félagsins
og ríkisins. Þetta kemur fram
í tölvuskeyti sem sent var til
félagsmanna í dag.
Atkvæðagreiðslan verður leyni-
leg og þar með ópersónugreinan-
leg. Kosningin verður rafræn og
stendur frá klukkan tólf mánu-
daginn 16. mars til klukkan tólf
fimmtudaginn 19. mars. - sks, vh
Efna til atkvæðagreiðslu:
Lögfræðingar
í verkfall?
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
5
-D
D
6
8
1
4
2
5
-D
C
2
C
1
4
2
5
-D
A
F
0
1
4
2
5
-D
9
B
4
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K