Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 2015 | SKOÐUN | 15 HYUNDAI i20 Nýskr. 05/14, ekinn 31 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.490 þús. Rnr. 120626. TOYOTA AVENSIS SOL Nýskr. 02/13, ekinn 45 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 3.990 þús. Rnr. 131488. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is MERCEDES BENZ ML Nýskr. 12/11, ekinn 64 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 102467. NISSAN PATROL SE Nýskr. 11/09, ekinn 114 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.360 þús. Rnr. 142572. SUZUKI GRAND VITARA Nýskr. 06/11, ekinn 56 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.690 þús. Rnr. 102377. BMW X5 30d Nýskr. 09/11, ekinn 55 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 8.980 þús. Rnr. 102498. HONDA ACCORD ELEGANCE Nýskr. 07/13, ekinn 37 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 4.090 þús. Rnr. 282432. Frábært verð! 9.380 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! Í nýlegum tillögum að millidómstigi er gert ráð fyrir grundvallarbreyt- ingu við skipan dóm- ara. Samkvæmt núgild- andi reglum tekur fimm manna dómnefnd afstöðu til þess hvaða umsækj- andi um dómarastöðu sé hæfastur. Er óheimilt að skipa mann sem nefndin hefur ekki talið hæfast- an, nema ráðherra afli samþykkis Alþingis og verður þá viðkomandi samt sem áður að fullnægja hæfisskilyrð- um að mati nefndarinnar (t.d. um að teljast hæfur til að gegna embætti í ljósi starfsferils og lögfræðilegrar þekkingar). Með þessu fyrirkomulagi eru nefnd- inni, sem í sitja tveir menn til- nefndir af Hæstarétti, annar sem formaður, en hinir frá dómstóla- ráði, Lögmannafélagi Íslands og Alþingi, fengin veruleg áhrif um það hverjir fara með dómsvald í landinu, sumir myndu segja úrslitavald. Í öllu falli hefur ráð- herra án undantekninga farið að tillögu nefndarinnar frá því regl- urnar tóku gildi árið 2010. Hlutverk dómnefndar takmarkað Samkvæmt hinum nýju tillög- um verður hlutverk nýrrar dóm- nefndar takmarkað við að fjalla um hæfi dómaraefna án þess að tekin sé afstaða til þess hver telj- ist hæfastur. Þegar um er að ræða hæstaréttardómara ber ráðherra hins vegar að afla samþykkis Alþingis fyrir þeim manni sem hann hyggst leggja til við for- seta Íslands að verði skipaður. Á mannamáli þýðir þetta að við skipun héraðsdómara og lands- réttardómara (sbr. hið nýja milli- dómstig) mun ráðherra njóta stór- aukins svigrúms til að velja á milli hæfra umsækjenda. Við skipun hæstaréttardómara mun hið sama eiga við, þó þann- ig að ráðherra þarf að afla stuðn- ings þingsins. Með hliðsjón af því að hér á landi hefur stjórnmála- menning mótast í kring- um meirihlutastjórnir og þingræði (ólíkt t.d. Banda- ríkjunum hvaðan fyrir- myndin er líklegast sótt), verður að teljast alls óljóst hversu virkt eftirlit þings- ins yrði við þessa ákvörð- unartöku ráðherra. Dóm- stólar gætu endurskoðað lögmæti ákvörðunar ráð- herra en aldrei fellt hana úr gildi. Tilhögun við skipun dómara, ekki síst hæstaréttar- dómara, er í eðli sínu viðkvæmt og flókið mál. Dómstólar og þar með dómarar eiga að vera (og eiga að sýnast vera) sjálfstæðir og óháð- ir öðrum þáttum valdsins, þ. á m. ríkisstjórn og ráðherrum. Skip- un dómara er hins vegar stjórn- valdsákvörðun sem ráðherrar bera ábyrgð á, bæði pólitíska og lagalega, gagnvart Alþingi, jafn- vel þegar skipun er formlega á hendi forseta Íslands (sbr. hæsta- réttardómara). Samkvæmt grunn- reglum íslenskrar stjórnskipunar hlýtur eftirlit og aðhald með ráð- herra fyrst og fremst að vera hjá Alþingi sem aftur sækir umboð sitt til þjóðarinnar á grundvelli kosninga. Öflugt aðhald frá fag- legri stjórnsýslu, t.d. dómnefnd, svo og ýmissa eftirlitsstofnana er óaðskiljanlegur þáttur lýðræðis- legs samfélags, svo ekki sé minnst á umfjöllun fjölmiðla og fræði- manna. Að þessu leyti fela milli- dómstigstillögurnar í sér hreina afturför sem auk þess samræmist illa alþjóðlegum tilmælum. Ráðherra án aðhalds Það kerfi við skipun dómara sem tíðkaðist fram til ársins 2010 bauð upp á aðhalds- og eftirlitsleysi Alþingis með ráðherra sem gat farið sínu fram, hvað sem taut- aði og raulaði. Það segir e.t.v. sína sögu um vandræðaganginn að ferl- ið við skipun dómara var eitt af þeim atriðum sem Framkvæmda- stjórn ESB lýsti áhyggjum yfir á sínum tíma. Með breytingunni árið 2010 var bætt úr þessum göllum með því að taka raunverulegt skip- unarvald af ráðherra og fela það að verulegu leyti faglegri stjórn- sýslunefnd. Sú leið er ekki hafin yfir gagnrýni með hliðsjón af grunnreglum um reikningsskap og ábyrgð við meðferð framkvæmda- valds. Sú leið að áskilja einfalt meirihluta samþykki þingsins er heldur ekki hafin yfir gagnrýni. Hugsa mætti sér ýmsar aðrar leið- ir, t.d. samþykki 2/3 Alþingis (eða eftirlits- og stjórnskipunarnefnd- ar þingsins) við tillögu ráðherra, þó þannig að niðurstaða dómefnd- ar um hvaða umsækjandi teldist hæfastur réði ef ráðherra og þing hefðu ekki komið sér saman um dómaraefni innan ákveðins tíma. Engin myndi efast um aðhald þingsins við þessar aðstæður en jafnvel þetta fyrirkomulag er ekki gallalaust. Allt þarf þetta frekari skoðunar og umræðu við. Það kemur óneitanlega nokk- uð á óvart að gert sé ráð fyrir grundvallarbreytingum við skip- un dómara sem lið í stofnun milli- dómstigs. Slík breyting var ekki óhjákvæmilegur þáttur í slíkri tillögugerð. Hvað sem því líður verður mál sem þetta ekki afgreitt nema lagt sé mat á reynslu und- angenginna ára og áratuga, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis, og allir tiltækir kostir skoðaðir. Einungis að lokinni slíkri athugun getur farið fram nauðsyn- legt samráð og umræða um hvaða leið beri að fara. Fyrirliggjandi til- laga getur e.t.v. skoðast sem upp- haf slíkrar umræðu en er bersýni- lega ófullnægjandi grundvöllur fyrir umsvifalausri breytingu. Hvernig á að skipa dómara? Ágætar ástæður liggja að baki því að sumir vilja selja áfengi í mat- vöruverslunum, allt frá heimspekirökum um frelsi einstaklingsins til margskonar hagkvæmn- israka. Í mínum huga vega þó þyngra rökin fyrir óbreyttu ástandi við sölu áfengis, lýð- heilsurökin og þau rök að samfélag skuli taka til- lit til sinna veikustu ein- staklinga. Stærstu heilbrigðisvandamál heims tengjast ofneyslu á mat og vanabindandi efnum, lög- legum og ólöglegum. Fyrir utan fræðslu og forvarnir virðist neyslustýring og skert aðgengi fólks að vörunni vera áhrifarík- asta aðferðin til að lágmarka skaðann af neyslu hennar. Ég man þá tíð þegar alls staðar var reykt, jafnvel í skólastofum. Síðar var skorin upp herör gegn reykingum, tóbak gert ósýnilegt í búðum og reykingar útlægar á sífellt fleiri stöðum. Auðvitað fannst reykingamönnum að sér þrengt, en langar einhvern aftur til þess tíma þegar þjóðin lykt- aði af tóbaksreyk vegna beinna og óbeinna reykinga? Reykingar eru reyndar að því leyti öðruvísi en áfengisneysla að flesta sem reykja langar að hætta vegna skaðsemi efnis- ins á meðan fæstir sem drekka telja sér það skaðlegt. Meiri- hluti fólks getur notið rauðvíns- glassins með steikinni og sett svo tappann í flöskuna. Hins vegar verður talsvert stórum hluta þjóðarinnar ekki sjálfrátt um leið og áfengi kemst inn í æðar hans. Og reyndar nægir að áfengið komist inn í hugsun alkóhólist- ans til að rugla dóm- greind hans, til dæmis þegar hann kaupir sér umrædda steik í mat- vörubúðinni. Erfitt er að segja nákvæmlega hversu stór hann er þessi hluti þjóðarinnar sem getur ekki sett tappann í flöskuna eftir fyrsta glasið, en þeir eru fleiri en við höldum. Aldrei mikill áhugi Það er örugglega ekki of varlega áætlað að helmingur þjóðarinn- ar þjáist – á beinan eða óbeinan hátt – vegna sjúkdómsins alkó- hólisma. Líklega er það vegna þess sem aldrei hefur verið mik- ill áhugi meðal þjóðarinnar á að fá vín í venjulegar búðir. Þetta er stærri hluti þjóðar- innar en svo að fram hjá honum verði horft. „En eru ekki líka margir með hjarta- og æðasjúk- dóma?“ getur fólk sagt „eigum við líka að setja feitt kjöt í sér- verslanir?“ Nei, það þurfum við blessunarlega ekki að gera vegna þess að samband hjartasjúk- lingsins við kjötið sitt er ekki eins líffræðilega og tilfinninga- lega flókið og samband alkóhól- istans við vínið, en hann getur eftir margra ára edrúmennsku skyndilega gengið aftur inn í heim neyslunnar vegna utanað- komandi áreitis sem kallað er fíknvaki og getur verið í formi vínflösku sem stillt hefur verið upp á seljandi hátt við hliðina á steikinni. „En af hverju ættum við sem getum drukkið eins og siðað fólk að taka tillit til fylli- byttanna?“ spyrja hinir sömu. Svarið er einfaldlega það að alkóhólistinn þarfnast hjálpar samfélagsins á sama hátt og allir aðrir sjúklingar. Enginn á að vera einn í veikindum sínum. Hvers vegna skyldu stjórnvöld ákveða að stilla upp fíknvök- um fyrir veikt fólk eins víða og hægt er? Hvers vegna skyld- um við hverfa frá þeirri leið til áfengissölu sem fólk er tiltölu- lega ánægt með og sem þykir til fyrir myndar af lýðheilsu- ástæðum? Áfengisneysla er stórt félagslegt vandamál hérlendis en líkamlegir sjúkdómar eins og skorpulifur urðu ekki þekktir fyrr en með aukinni dagdrykkju sem hófst í lok síðustu aldar. Því skyldu stjórnvöld hvetja til hinnar hættulegu dagdrykkju? Þó að bjórdós líti ekki hættulega út í hillunni vita allt of margir að þessi dós getur markað upp- hafið að endalokunum. Ég er hrædd um að margir hryggist ef breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak ná fram að ganga. En auð vitað eru það bara „tilfinningarök“. Vín í búð? STJÓRNSÝSLA Skúli Magnússon formaður Dómara- félags Íslands ➜ Á mannamáli þýðir þetta að við skipun héraðsdómara og landsréttardómara (sbr. hið nýja millidómstig) mun ráðherra njóta stóraukins svigrúms til að velja á milli hæfra umsækjenda. HEILBRIGÐIS- MÁL Björg Árnadóttir sjálfstætt starf- andi í Reykja- víkurAkademíunni ➜ Stærstu heilbrigðisvanda- mál heims tengjast ofneyslu á mat og vanabindandi efnum, löglegum og ólög- legum. Fyrir utan fræðslu og forvarnir virðist neyslustýr- ing og skert aðgengi fólks að vörunni vera áhrifaríkasta aðferðin til að lágmarka skaðann af neyslu hennar. 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 5 -F 6 1 8 1 4 2 5 -F 4 D C 1 4 2 5 -F 3 A 0 1 4 2 5 -F 2 6 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.