Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsurækt ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 201512
HREYFING Í VINNUNNI
Að hreyfa sig með vinnufé-
lögum á vinnutíma getur verið
góð leið til betri heilsu. Það
er útkoman úr danskri rannsókn
sem sýnir að ef fólk tekur sig til í
vinnutímanum og stundar ein-
hvers konar æfingar skilar það sér
í betri líðan.
Nestlé-fyrirtækið í Danmörku setti
af stað heilsudaga hjá starfs-
mönnum sínum í lok ársins 2014
til að koma af stað hreyfingu hjá
starfsmönnum. Allir tóku þátt í
verkefninu. Gerðar voru leikfimi-
æfingar, gengið upp stiga með
lóðum eða farið í smá göngutúra.
Verkefnið sýndi að 85% starfs-
manna voru ánægð með þetta
framtak og 71% hreyfði sig meira
en vanalega. Það er því afar
hvetjandi þegar vinnufélagar
taka sig saman og hreyfa sig og
árangurinn virðist góður.
Það þarf ekki nema tíu mínútur
fyrir hádegi og annað eins eftir
hádegi til að hreyfingin hafi já-
kvæð áhrif á heilsuna. Eftir langan
vinnudag getur verið erfitt að
finna tíma til líkamsræktar og
þess vegna er það kærkomið
hjá mörgum að geta hreyft sig á
vinnutíma.
Um 200 konum sem starfa á
þremur sjúkrahúsum í Danmörku
var skipt upp í tvo hópa, annar
átti að taka stund í vinnutíma
til að hreyfa sig en hinn stunda
sína venjulega líkamsrækt utan
vinnu. Þær konur sem stunduðu
hreyfinguna á vinnutíma gekk
mun betur að stunda hana en
hinar sem hreyfðu sig utan vinnu.
Jyllands-posten greindi frá þessu.
Bökuð egg fyrir fjóra
2 msk. ólífuolía
2 púrrulaukar, skornir í þunnar sneiðar
2 laukar, skornir í þunnar sneiðar
200 g spínat
lúka af brauðmylsnu
25 g parmesanostur, rifinn fínt
4 sólþurrkaðir tómatar, hakkaðir
4 egg
Hitið ofninn í 200 gráður. Hitið olíu á pönnu
og setjið púrrulauk og lauk út á. Kryddið að
vild. Eldið í 15 til 20 mínútur eða þar til lauk-
urinn fer að karamellast. Á meðan er spín-
atið sett í sigti og hellt yfir það sjóðandi
vatni úr katli. Þegar blöðin hafa kólnað
nóg eru þau undin eins og hægt er. Blandið
brauðraspinu og ostinum saman.
Setjið laukmaukið í eldfast mót (gott að
nota fjögur lítil). Setjið spínatið og sólþurrk-
uðu tómatana næst. Búið til dæld í miðju
hvers disks og brjótið egg í hverja holu. Að
lokum er brauðrasps- og parmesanblönd-
unni dreift yfir. Setjið í ofninn og eldið í 12 til
15 mínútur.
HOLLUR DÖGURÐUR
JÁRNRÍKUR SELLERÍ,
RAUÐRÓFU OG
GULRÓTASAFI
Þessi drykkur úr bókinni Innocent
smoothie recipe book er tilvalinn á
morgnana. Hann er uppfullur af víta-
mínum og steinefnum.
2 gulrætur, þvegnar og snyrtar
1 rauðrófa, þvegin, snyrt og skor-
in í nokkra bita
1 sellerístilkur, þveginn og snyrt-
ur
1 sætt epli, þvegið og skorið í
nokkra bita
Setjið allt í
safapressu.
Hellið í glas
og kælið með
klaka.
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
2
6
-0
4
E
8
1
4
2
6
-0
3
A
C
1
4
2
6
-0
2
7
0
1
4
2
6
-0
1
3
4
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K