Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 FJÖLBREYTT „Geðheilsa er svo víðtækt fyrirbæri, alveg eins og lík- amleg heilsa, að það eru ákaflega mörg og fjölbreytt atriði sem geta fall- ið undir þann hatt. Meðal annars er mikilvægur þáttur í geðræktarstarfi að auka jafnrétti og vinna gegn hvers kyns fordómum og misrétti. Til þess að fólki líði vel þarf því að finnast það velkomið og sam- þykkt í umhverfi sínu.“ Nýlega gaf Embætti landlæknis út handbók um geðrækt í fram-haldsskólum en henni er ætlað að efla og styrkja geðræktarstarf í ís- lenskum framhaldsskólum. Að sögn Sigrúnar Daníelsdóttur, verkefnastjóra hjá Embætti landlæknis, hefur bókin tvenns konar hlutverk. „Henni er ætlað að vera stuðningstæki fyrir þá sem sinna geðræktarstarfi innan framhalds- skóla og sem slík að vera verkfærakista og uppspretta hugmynda. Hins vegar má þar finna margvíslegan fróðleik sem á erindi til flestra, eins og hvernig hægt er að stuðla að bættum svefnvenjum, auka núvitund í daglegu lífi og efla starfsánægju. Með handbókinni erum við líka að vekja athygli á því að geð- heilsa og líðan er mikilvægur þáttur alhliða heilbrigðis.“ Handbókin er gefin út í tengslum við geðræktarhluta Heilsu- eflandi framhaldsskóla og eru kaflar bókarinnar skrifaðir af hópi höfunda sem ýmist eru sérmenntaðir á sviði umfjöllunarefnisins eða hafa mikilvæga reynslu af því að vinna með efnið á vett- vangi skóla. Heilsueflandi framhaldsskóli er sam- starfsverkefni Embættis landlæknis og framhaldsskóla landsins. „Markmið þess er að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að sem bestri heilsu og vellíðan meðal nemenda og starfsfólks. Unnið er með fjóra meginþætti: næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl, en undir það síðastnefnda falla til dæmis þættir eins og áfengis- og vímuvarnir og ábyrg netnotkun.“ SKÓLAFÓLK MEÐVITAÐ Hugtakið geðrækt vísar í allt það sem við gerum markvisst til þess að efla geðheilsu og vellíðan, segir Sigrún. „Geðheilsa er svo víðtækt fyrirbæri, alveg eins og líkamleg heilsa, að það eru ákaflega mörg og fjölbreytt atriði sem geta fallið undir þann hatt. Meðal annars er mikilvægur þáttur í geðrækt- arstarfi að auka jafnrétti og vinna gegn hvers kyns fordómum og misrétti. Til þess að fólki líði vel þarf því að finnast það velkomið og samþykkt í umhverfi sínu. Sömuleiðis er mikilvægt að efla færni sem stuðlar að auknu geðheil- brigði og vellíðan, s.s. samskiptafærni, sjálfsþekkingu, getu til að takast á við vanlíðan og erfiðleika og finna gagnleg- ar lausnir við vandamálum svo dæmi séu tekin.“ Sigrún segir skólafólk almennt mjög meðvitað um mikilvægi geðheilsu og vellíðunar og líta á það sem hlutverk skólans að hlúa að einstaklingnum á heildrænan hátt, þ.m.t. að efla andlega heilsu og styrkleika hans. „Hins vegar er það svo að unglingsárin eru áhættu- tími hvað geðheilsuna snertir en helm- ingur allra geðraskana er þegar kominn fram við 15 ára aldur og 75% fyrir 25 ára aldur.“ Því þurfi að gera enn betur í þessum efnum og leggja meiri áherslu á virka geðræktarkennslu í skólum og nýta gagnreyndar aðferðir sem búið er að sýna fram á með rannsóknum að stuðli að auknu geðheilbrigði og dragi úr hættu á geðrænum vanda. „Góð geð- heilsa er mikilvæg fyrir alhliða heil- brigði, lífsgæði og virkni í lífinu og því eitthvað sem við ættum að sinna mjög vel meðal barna og unglinga. Með því að skapa ungu fólki jákvæðar aðstæður í skólum og á heimilum og þjálfa færni þeirra í að takast á við lífið með upp- byggilegum hætti, getum við stuðlað að aukinni vellíðan og lífsgæðum meðal komandi kynslóða.“ Rafræna útgáfu bókarinnar má nálg- ast á vef Embættis landlæknis, land- laeknir.is. ■ starri@365.is GEÐHEILSAN ER VÍÐTÆKT FYRIRBÆRI GEÐRÆKT Nýlega kom út handbók um geðrækt í framhaldsskólum sem er bæði hugsuð sem stuðningstæki fyrir skólafólk og til að miðla fróðleik til ýmissa annarra aðila, svo sem foreldra, unglinga og íþróttaþjálfara. ERFIÐ ÁR „Hins vegar er það svo að unglings- árin eru áhættutími hvað geðheilsuna snertir,“ segir Sigrún Daníels- dóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. MYND/VILHELM Kókos-nectar eða kókossíróp frá Biona er náttúrulegt sætuefni með mjög lágan sykurstuðul. Kókossírópið er unnið eins og hlynsíróp. Það er tekið beint úr trénu með krana sem er settur í tréð og skrúfað frá. Gaman er að fylgjast með safanum renna úr krananum. Safinn er svo hitaður upp þar til það mynd- ast síróp. Kókossíróp inniheldur mikið af ensímum, steinefnum, C-vítamíni, B-vítamíni og er með rétt pH- gildi. Sír- ópið hefur mikið og gott bragð og er hollur valkostur til að nota út í eftirrétti, í chia-grautinn eða út á pönnukökur í stað hlynsíróps. Guðrún Bergmann, annar þýðandi bókarinnar „Hreint mataræði“ eftir Alejandro Junger, mælir með Biona-kókossírópi á meðan á hreinsun stendur. Fæst í heilsuvörubúðum og Fjarðarkaupum. NÁTTÚRULEGT SÆTUEFNI Kókosnectar er náttúrulegt sætuefni frá Biona. Skipholti 29b • S. 551 0770Fylgist með okkur á 10% afsláttu r af nýju m vöru m 50-70% afsláttu r af völd um vör um Afmælisdagar! 365.is Sími 1817 Til hvers að flækja hlutina? SJÁLFKRAFA í BESTA ÞREP! 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 5 -E 2 5 8 1 4 2 5 -E 1 1 C 1 4 2 5 -D F E 0 1 4 2 5 -D E A 4 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.