Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 48
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 28 FÓTBOLTI Endurkoma Eiðs Smára Guð- johnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkj- arseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reikn- isdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólm- inn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafn- vel landsliðsferil sinn á því að spila á stór- móti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu. Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mán- uðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klædd- ist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú von- andi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohn- sen lék sinn fyrsta lands- leik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalands- leik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsat- hygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð. Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997. Nákvæm- lega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla. ooj@frettabladid.is Slær Eiður metið hans Guðna? Eiður Smári Guðjohnsen er í hópnum hjá Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni fyrir leikinn á móti Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars næstkomandi. SPORT EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 6.913 DAGAR 18 ÁR ● 11 MÁNUÐIR ● 5 DAGAR Fyrsti Eistland (úti), 24. apríl 1996, 3-0 sigur – Ef hann spilar á móti Kasakstan 28. mars 2015 GUÐNI BERGSSON 6.889 DAGAR 18 ÁR ● 10 MÁNUÐIR ● 11 DAGAR Fyrsti: Færeyjar (úti), 1. ágúst 1984, 0-0 jafntefli Síðasti: Litháen (úti), 11. júní 2013, 3-0 sigur ARNÓR GUÐJOHNSEN 6.718 DAGAR 18 ÁR ● 4 MÁNUÐIR ● 20 DAGAR Fyrsti: Sviss (úti), 22. maí 1979, 2-0 tap Síðasti: Liechtenstein (heima), 11.október 1997, 4-0 sigur, Skoraði í síðasta landsleiknum. RÍKHARÐUR JÓNSSON 6.592 DAGAR 18 ÁR ● 0 MÁNUÐIR ● 17 DAGAR Fyrsti: Noregur (heima), 24. júlí 1947, 4-2 tap Síðasti: Írland (heima), 9. ágúst 1965, 0-0 EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 6.419 DAGAR 17 ÁR ● 6 MÁNUÐIR ● 27 DAGAR Fyrsti: Eistland (úti), 24. apríl 1996, 3-0 sigur Síðasti: Króatía (úti), 19. nóvember 2013, 0-2 tap ÁSGEIR SIGURVINSSON 6.289 DAGAR 17 ÁR ● 2 MÁNUÐIR ● 18 DAGAR Fyrsti: Danmörk (heima), 3. júlí 1972, 5-2 tap Síðasti: Tyrkland (heima), 20. september 1989, 2-1 sigur RÚNAR KRISTINSSON 6.140 DAGAR 16 ÁR ● 9 MÁNUÐIR ● 22 DAGAR Fyrsti: Sovétríkin (úti), 28. október 1987, 2-0 tap Síðasti: Ítalía (heima), 18. ágúst 2004, 2-0 sigur BIRKIR KRISTINSSON 5.958 DAGAR 16 ÁR ● 3 MÁNUÐIR ● 23 DAGAR Fyrsti: Holland (úti), 27. apríl 1988, 1-0 tap Síðasti: Ítalía (heima), 18. ágúst 2004, 2-0 sigur SIGURÐUR JÓNSSON 5.940 DAGAR 16 ÁR ● 3 MÁNUÐIR ● 4 DAGAR Fyrsti: Malta (heima), 5. júní 1983, 1-0 sigur Síðasti: Úkraína (heima), 8. sept. 1999, 1-0 tap ATLI EÐVALDSSON 5.559 DAGAR 15 ÁR ● 2 MÁNUÐIR ● 20 DAGAR Fyrsti: Færeyjar (úti), 16. júní 1976, 6-1 sigur Síðasti: Danmörk (heima), 4. sept. 1991, 0-0 jafntefli HERMANN HREIÐARSSON 5.545 DAGAR 15 ÁR ● 2 MÁNUÐIR ● 6 DAGAR Fyrsti: Kýpur (heima), 5. júní 1996, 2-1 sigur Síðasti: Ungverjaland (úti), 10. ágúst 2011, 4-0 tap LENGSTI LANDSLIÐSFERILL LEIKMANNS ÍSLANDS FÓTBOLTI Arsenal þarf á litlu kraftaverki að halda í Mónakó í kvöld þar sem liðið mætir heima- mönnum í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar- innar í fótbolta. Skytturnar eru í vondum málum eftir 3-1 tap á heimavelli og þurfa að skora þrjú mörk í kvöld til að komast áfram. Arsenal hefur fallið úr leik í 16 liða úrslitum keppninnar undan- farin fjögur ár og nú gæti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arse- nal, kvatt Meistaradeildina á sínum gamla heimavelli. Þótt Arsenal hafi grafið sína eigin gröf í fyrri leikjunum í 16 liða úrslitunum undanfarin ár hefur liðið oftar en ekki spilað vel í seinni leiknum og verið nálægt því að komast áfram. Ekki má gleyma ótrúlega 4-0 tapinu gegn AC Milan fyrir þremur árum, en þá kom liðið til baka og vann 3-0 á heimavelli. Öll nótt er því ekki úti enn hjá lærisveinum Wengers. „Við getum gert eitthvað ótrú- legt í Mónakó,“ sagði Arsene Wen- ger á blaðamannafundi. „Þeir eru líklegri til að komast áfram en ég trúi að við komumst áfram.“ Wenger veit vel að liðið gerði stór mistök í fyrri leiknum á Emir- ates-vellinum. „Auðvitað væri ég frekar til í að vera 3-0 yfir en þetta er staðan. Við verðum að leiðrétta mistökin okkar. Stundum gerir maður mis- tök í lífinu sem ekki er hægt að bæta fyrir. Þannig eru hlutirnir ekki í fótboltanum því maður fær alltaf tækifæri til koma til baka,“ sagði Arsene Wenger. - tom Arsenal þarf að sækja til sigurs Arsene Wenger gæti kvatt Meistaradeildina í 16 liða úrslitum fi mmta árið í röð. VERÐUR AÐ VINNA Arsene Wenger á ærið verkefni fyrir höndum á sínum gamla heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI FH tapaði í gær þriðja og síðasta æfingaleik sínum á Marbella á Spáni er Hafnfirðingar mættu SJK Seinajoen frá Finnlandi, sem unnu 2-0 sigur. Finnarnir skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleik en þetta var fyrsti tapleikur FH á mótinu. FH-ingar gerðu jafntefli við Vålerenga og unnu svo Noregs- meistara Molde, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir í leiknum. Atli Guðnason, Davíð Þór Viðarsson, Kass- im Doumbia og Emil Pálsson skoruðu mörk Hafnfirðinga í æfingamótinu á Spáni. FH leikur næst gegn Fylki í Lengjubikarnum á sunnudag. FH hefur unnið þrjá af fjóra leiki sínum í A-riðli keppninnar en Fylkir er ósigrað að loknum fimm leikjum. FH tapaði fyrir Finnunum HANDBOLTI Stjarnan er enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni eftir afar mikilvægan sigur á Íslandsmeisturum ÍBV í TM-höllinni í Garðabæ í gær, 28-26. Með sigrinum náði Stjarnan að jafna Fram að stigum en liðin eru í 8.-9. sæti með fimmtán stig. Garðbæingar voru með forystu frá fyrstu mínútu í leiknum og náðu mest sex marka forskoti þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. En þeir voru næst- um búnir að kasta leiknum frá sér á lokasprettinum og náði ÍBV að minnka muninn í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir. Nær komust Íslands- meistararnir þó ekki. Sex stig eru í næsta lið og er því útlit fyrir hreint einvígi Fram og Stjörnunnar í lokaumferðum deildar- keppninnar. Þau mætast einmitt í lokaumferðinni 2. apríl. - esá Stjarnan krækti í dýrmæt stig gegn meisturunum MIKILVÆGT Sverrir Eyjólfs- son skoraði sjö mörk í níu skotum fyrir Stjörnumenn í gær, einu minna en stórskyttan Egill Magnús- son sem var markahæstur. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /V IL H EL M 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 5 -D D 6 8 1 4 2 5 -D C 2 C 1 4 2 5 -D A F 0 1 4 2 5 -D 9 B 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.