Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsurækt ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 20156 „Það er mikið að gerast í vísinda- heiminum en megnið af því nær því miður ekki til almennings, enda fréttaflutningur af vísindum takmarkaður. Það skýrist meðal annars af því að oft er um að ræða mjög flókin mál sem þarf að hafa einhverja grunnþekkingu til að skilja,“ segir Edda. Oft koma upp hugmyndir um tiltekna matarkúra eða efni sem talin eru allra meina bót eða hið mesta skaðræði. „Ef fólk ætlar að kynna sér málin almennilega þarf að kafa mjög djúpt og er erfitt að finna íslenskan miðil sem gott er að treysta í þeim efnum. Við vild- um bjóða upp á vef þar sem hægt væri að fræðast um ýmis vísinda- leg málefni án þess að þurfa að kafa eftir upplýsingum svo tím- unum skiptir.“ Þær Edda og Anna Veronika leita fanga á ýmsum erlendum fréttamiðlum sem miðla vísinda- fréttum. „Við leitum svo uppi fréttatilkynningar á heimasíðum þeirra stofnana sem framkvæma tilteknar rannsóknir. Þá pössum við okkur á að renna yfir þær rit- rýndu greinar sem liggja að baki,“ segir Anna Veronika. Á vefnum er jafnframt að finna aðsendar greinar frá íslenskum vísindamönnum og vonast þær Edda og Anna til að þeim fjölgi jafnt og þétt Vefnum er skipt niður í flokka. Í smásjárflokknum er fjallað um svokallaðar sameindarannsóknir. Í umhverfisflokknum er fjallað um rannsóknir á dýrum, umhverfi og plöntum og í flokknum áhugavert er fjallað um ýmislegt skrítið og skemmtilegt. Þær Edda og Anna Veronika reyna að setja inn fjór- ar fréttir á dag. „Þá setjum við inn vikulega fróðleiksmola sem ættu að gagnast flestum. Þar er meðal annars fjallað um DNA, ofnæmi, hjarðónæmi, bakteríur og stofn- frumur. Þar er jafnframt umfjöll- un um bóluefni, tilgang þeirra og samsetningu en umræðan um þau hefur verið hávær að undanförnu. „Við vonumst til að vefur- inn verði til þess að fyrirbyggja ýmiss konar misskilning. Hvað bólusetningarnar varða var um tíma hávær umræða um að þær gætu valdið einhverfu. Þó að það sé margbúið að afsanna það lifir umræðan áfram með tilheyrandi afleiðingum. Þeir sem eru á móti bólusetningum koma skoðun- um sínum á framfæri á netinu og þangað sækir almenningur gjarn- an fróðleik. Vísindamenn eru hins vegar ekki jafn duglegir að koma þekkingu til almennings og tala gjarnan tæknimál sem erfitt er að skilja. Við vonum að Hvatinn verði upphafið að alvöru vísinda- fjölmiðli á Íslandi sem fólk getur reitt sig á.“ Læsilegar vísindafréttir Fréttamiðillinn Hvatinn var opnaður um miðjan síðasta mánuð en þar skrifa líffræðingarnir Anna Veronika Bjarkadóttir og Edda Olgudóttir vísindafréttir á mannamáli. Vefurinn fékk strax góðar viðtökur og er þegar kominn með fjölda fylgjenda á Facebook. Edda starfar hjá Matís en Anna Veronika hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Þær nota frítímann til að skrifa fréttir á vefinn. MYND/VALLI HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! VILTU HRÖKKVA Í GÍRINN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hrökkbrauðið á Íslandi. Enginn viðbættur sykur, ekkert ger. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 109.698 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.122 Meira en bara blandari! FRÓÐLEIKSMOLI AF VEFNUM: HVAÐ ER BÓLUEFNI? Bóluefni er samsett úr veiklaðri eða dauðri veiru eða bakt- eríu auk ónæmisglæða. Því er ætlað að kynna ónæmiskerfi líkamans fyrir viðkomandi sýkli til að verja líkamann gegn smiti í framtíðinni. Þegar bóluefni er sprautað inn í líkamann fer ónæmis- kerfið í gang og finnur sýkingavaldinn, sem í tilfelli bólusetn- ingar veldur ekki sýkingu. Þegar ónæmiskerfið finnur hann myndar það mótefni sem er sértækt gegn sýkingavaldinum. Mótefnið binst við veiruna eða bakteríuna og merkir þannig að ónæmiskerfið veit að það á að drepa og eyða viðkom- andi sýkli. Komist hann inn í líkamann seinna á lífsleiðinni þekkja ónæmisfrumurnar hann strax og eyða honum áður en sýking á sér stað. Það er misjafnt hvaða efni bóluefni innihalda en í þeim er alltaf einhver hluti af veirunni eða bakteríunni sem verið er að bólusetja fyrir auk efna sem hafa mismunandi tilgang. Þau eru eftirfarandi: Oft er svokallaður ónæmisglæðir í bóluefninu. Ónæmis- glæðir er efni sem örvar ónæmiskerfið og gerir svarið því sterkara. Að auki heldur ónæmisglæðirinn aftur af virka efninu svo það seytlar út í líkamann á lengri tíma sem gefur honum meira svigrúm til að mynda ónæmi. Ónæmisglæðar sem notaðir eru í bóluefni í dag eru oftast einhvers konar ál- sölt, það er að segja ál í efnasambandi við til dæmis kalíum og súlfat en líkaminn skilar þessum efnum svo út innan nokkurra daga. Í bóluefnum er líka efni til að viðhalda stöðugleika. Það er oft notað til að vernda bóluefnið fyrir hitastigsbreytingum eða öðru slíku. Mismunandi efni eru notuð í þessum tilgangi og má nefna gelatín, sorbitol og aðrar sykrur eða prótín. Ýruefni er notað til að halda öllum innihaldsefnunum saman. Oftast er notast við pólýsorbat 80 en það er einnig notað í matvæli í sama tilgangi. Við framleiðslu og einangrun á bóluefnum er oft notast við egg, frumulínur eða erfðabreyttar lífverur. Fólk sem er með ofnæmi fyrir til dæmis eggjum eða einhverju innihaldsefna bóluefnanna gæti fengið ofnæmisviðbrögð eftir bólusetningu. Hjá flestum eru viðbrögðin við bólusetn- ingu eins og smávægileg veikindi. En ástæðan fyrir því er að ónæmiskerfið er að bregðast við þessari gervisýkingu sem bóluefnið er. Veikindin eru þó bara smávægileg í samanburði við veikindin sem smit viðkomandi sýkla og veira geta haft í för með sér. Rotvarnarefni eru yfirleitt talin óþörf í bóluefnum í dag en áður fyrr var notast við kvikasilfursefnablönduna tíómersal. Þetta efni er talið innihalda svo lítið kvikasilfur að það hefur ekki áhrif á líkamann en engu að síður er það ekki notað lengur í Evrópu eða Bandaríkjunum. 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 6 -0 9 D 8 1 4 2 6 -0 8 9 C 1 4 2 6 -0 7 6 0 1 4 2 6 -0 6 2 4 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.