Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 12
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Neyðarástand ríkir 1VANÚATÚ Neyðarástand ríkir á Vanúatú-eyjum í Kyrrahafi eftir að fellibylurinn Pam gekk þar yfir um helgina. Forseti landsins, Baldwin Lonsdale, segir fellibylinn hafa eyðilagt alla uppbyggingu sem þar hafi orðið á síðustu árum. Um tugur dauðsfalla var í gær staðfestur af völdum óveðursins og skemmdir á húsakosti fólks gríðarmiklar. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Rannsaka mál Clarksons 2BRETLAND Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur hafið innri rannsókn á málsatvikum sem leiddu til brottvikningar Jeremys Clarkson, umsjónarmanns bílaþáttarins vinsæla Top Gear. Greint var frá því í erlendum miðlum fyrir helgi að Clarkson hefði verið látinn fara eftir að hafa lent saman við einn fram- leiðenda þáttarins. BBC segir Clarkson hafa sjálfan látið yfirboðara sína vita af atvikinu sem átti rót sína í því að heitur matur hafði ekki verið hafður til á tökustað. Játar að hafa hleypt af 3BANDARÍKIN Tvítugur maður að nafni Jeffrey Williams hefur játað að hafa hleypt af skotum sem hittu tvo lögreglumenn í Ferguson í Missouri í Banda- ríkjunum um miðja síðustu viku, hefur CNN eftir saksóknara á staðnum. Hann neitar því hins vegar að hafa ætlað að skjóta lögreglumennina. Williams er sagður hafa tekið ítrekað þátt í mótmælum í Ferguson sem hafa verið tíð þar síðustu 200 daga, eftir að hvítur lögreglumaður skaut þar til bana óvopnaðan svartan ungling. EYÐILEGGING Feðgar leita í rústum heimilis síns í Port Villa, höfuðborg Vanúatú í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Beðið á bakkanum meðan vindurinn ýfi r Tjörnina LÍFSINS ÓLGUTJÖRN Endurnar við Reykjavíkurtjörn virtust ekki kippa sér upp við það þótt í rokinu í gær myndaðist á henni umtalsvert öldurót, enda kannski smámunir miðað við það sem á undan var gengið um helgina. Til marks um þau ósköp eru á fj órða hundrað tilkynningar til tryggingafélaga landsins um eignatjón. „Ég vænti þess að eignatjónið í þessum stormi [um helgina] sé af umfangi sem tryggingafélögin hafa ekki séð í mörg ár,“ sagði Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs hjá tryggingafélaginu Verði, í samtali við fréttastofu í gær. Þá hafi borist tilkynningar um annað tjón sem falli ekki undir tryggingar, svo sem skemmdir á trjágróðri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEIMURINN 1 2 3 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 5 -D 3 8 8 1 4 2 5 -D 2 4 C 1 4 2 5 -D 1 1 0 1 4 2 5 -C F D 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.