Fréttablaðið - 17.03.2015, Side 12
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12
Neyðarástand ríkir
1VANÚATÚ Neyðarástand ríkir á Vanúatú-eyjum í Kyrrahafi eftir að fellibylurinn Pam gekk þar yfir
um helgina. Forseti landsins, Baldwin Lonsdale, segir
fellibylinn hafa eyðilagt alla uppbyggingu sem þar
hafi orðið á síðustu árum. Um tugur dauðsfalla var í
gær staðfestur af völdum óveðursins og skemmdir á
húsakosti fólks gríðarmiklar. Óttast er að tala látinna
eigi eftir að hækka.
Rannsaka mál Clarksons
2BRETLAND Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur hafið innri rannsókn á málsatvikum sem leiddu
til brottvikningar Jeremys Clarkson, umsjónarmanns
bílaþáttarins vinsæla Top Gear. Greint var frá því í
erlendum miðlum fyrir helgi að Clarkson hefði verið
látinn fara eftir að hafa lent saman við einn fram-
leiðenda þáttarins. BBC segir Clarkson hafa sjálfan látið
yfirboðara sína vita af atvikinu sem átti rót sína í því að heitur matur hafði ekki
verið hafður til á tökustað.
Játar að hafa hleypt af
3BANDARÍKIN Tvítugur maður að nafni Jeffrey Williams hefur játað að hafa hleypt af skotum sem hittu tvo lögreglumenn í Ferguson í Missouri í Banda-
ríkjunum um miðja síðustu viku, hefur CNN eftir saksóknara á staðnum. Hann neitar
því hins vegar að hafa ætlað að skjóta lögreglumennina. Williams er sagður hafa
tekið ítrekað þátt í mótmælum í Ferguson sem hafa verið tíð þar síðustu 200 daga,
eftir að hvítur lögreglumaður skaut þar til bana óvopnaðan svartan ungling.
EYÐILEGGING Feðgar
leita í rústum heimilis
síns í Port Villa, höfuðborg
Vanúatú í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Beðið á bakkanum meðan vindurinn ýfi r Tjörnina
LÍFSINS ÓLGUTJÖRN Endurnar við Reykjavíkurtjörn virtust ekki kippa sér upp við það þótt í rokinu í gær myndaðist á henni
umtalsvert öldurót, enda kannski smámunir miðað við það sem á undan var gengið um helgina. Til marks um þau ósköp eru
á fj órða hundrað tilkynningar til tryggingafélaga landsins um eignatjón. „Ég vænti þess að eignatjónið í þessum stormi [um
helgina] sé af umfangi sem tryggingafélögin hafa ekki séð í mörg ár,“ sagði Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
tjónasviðs hjá tryggingafélaginu Verði, í samtali við fréttastofu í gær. Þá hafi borist tilkynningar um annað tjón sem falli ekki
undir tryggingar, svo sem skemmdir á trjágróðri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEIMURINN
1
2
3
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
5
-D
3
8
8
1
4
2
5
-D
2
4
C
1
4
2
5
-D
1
1
0
1
4
2
5
-C
F
D
4
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K