Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 30
Heilsurækt ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 20158
Hot yoga er frábrugðið öðru jóga að því leyti að það er iðkað í upphituðum sal,
helst í 37 til 40 gráðu hita. Jó-
hanna Karlsdóttir, jógakenn-
ari og lögfræðinemi, kynntist
því á ferðum sínum um Taíland
og hreifst svo af því að hún flutti
það hingað heim. „Ég fór í ferða-
lag um Taíland árið 2007 þegar ég
var á tímamótum í mínu lífi. Þar
prófaði ég heilsulindir þar sem
jóga var kennt. „Ég kunni ekki að
meta rólegt jóga þá en um leið og
ég prófaði svona kraftmikið jóga
í hita féll ég fyrir því. Hot yoga
reynir meira á mann, ég féll helst
fyrir því að svitna mikið og finna
mikla virkni í líkamanum. Ég
iðkaði þetta á ferðalaginu og svo
þegar ég kom hingað heim fann ég
að mig langaði að hafa þetta hér,
þannig að ég fór út aftur ári seinna
og lærði þetta. Ég fór svo að kenna
hot yoga á nokkrum stöðum hér,
ég var með ferðahitablásara með
mér því það þekkti þetta enginn
og það voru engir sérstakir hita-
salir eins og eru komnir núna. Ég
gerði svo samning við Sporthúsið
þar sem ég hef kennt síðan,“ segir
Jóhanna.
Kenndi jóga 22 sinnum í viku
Jóhanna er sannkallað jóga gúrú
því hún kennir, og iðkar sjálf,
hot yoga fimmtán sinnum í viku.
Þrisvar sinnum þrjá daga, tvisvar
sinnum tvo daga og svo einu sinni
á laugardögum og sunnudögum.
Flestum fyndist það ærið við-
fangsefni en Jóhanna lætur ekki
þar við sitja því hún er í fullu námi
í lögfræði við Háskólann í Reykja-
vík. „Fimmtán sinnum er ákveðið
hámark, það er full vinna og ekki
ráðlegt að kenna meira en það.
Mér finnst það hins vegar vera
forréttindi að geta unnið við það
sem ég hef ástríðu fyrir. Þetta er
sjöunda árið sem ég kenni svona
mikið en fyrstu sex árin kenndi ég
enn meira, eða allt upp í 22 skipti
í viku og minnkaði í raun bara við
mig þegar ég byrjaði í náminu síð-
asta haust. Þess vegna finnst mér
gott að læra eitthvað annað núna,
ég var farin að hugsa í kennslu-
setningum og farin að kenna í
svefni líka,“ segir hún og brosir.
Getur ekki verið án jóga
Jóhanna viðurkennir að verða
stundum leið á kennslunni og að
það sé lítið rúm fyrir annað en
jóga og skólann. „Þetta er púslu-
spil, en ég á ekki börn sem þarf að
sinna, ég á að vísu kærasta en það
fer ekki mikið fyrir honum,“ segir
hún og hlær. „Ég er samt hepp-
in að vera í svona krefjandi námi
og geta séð fyrir mér með jóga-
kennslunni. Tímarnir eru f lest-
ir snemma á morgnana og seint á
kvöldin þannig að ég get einbeitt
mér að skólanum inn á milli. Ég er
líka heppin að því leyti að ég hef
fólk sem getur leyst mig af, það eru
fleiri Íslendingar sem hafa farið
og lært þetta jóga. Maður þreyt-
ist á þessu eins og öllu öðru ef það
er of mikið af því, en ef ég sleppi
jóganu í ákveðinn tíma þá togar
það í mig. Ég finn mun á mér ef ég
sleppi til dæmis viku úr. Þegar ég
fer í frí til útlanda þá finn ég mér
hot yoga-stúdíó en þau eru komin
út um allan heim.“
Sveigjanlegri í hitanum
Jóhanna segir hot yoga hvorki
vera betra né verra en annars
konar jóga því það sé einstak-
lingsbundið hvað fólki líkar. „Ég
verð að hafa hita, mér finnst það
fara betur með líkamann. Um
leið og hitinn er ekki í lagi í saln-
um finn ég hvað ég er stirðari. Hit-
inn gerir það að verkum að líkam-
inn hitnar fyrr upp og verður þar
af leiðandi sveigjanlegri og með-
færilegri til hreyfinga og teygja og
iðkendur komast dýpra inn í stöð-
urnar. Annars er hot yoga eins og
annað jóga, þetta er fyrst og fremst
stund sem þú gefur sjálfum þér
þar sem þú ferð inn á við og ert
bara í núinu. Hugsar einungis um
líkama og sál.“
Kom á óvart hvað formið varð gott
„Í tímunum mínum vel ég frekar
erfiðari æfingar þar sem stöðugt
er verið að reyna á sig. Jógað hefur
haldið mér í líkamlega góðu formi
en það er stöðugt hægt að bæta
sig. Ég heyri það frá fólki sem ég
hef kennt að það sem helst togar í
það að halda áfram er hve auðvelt
er að sjá og finna hvað þau verða
betri, liðkast og styrkjast. Þegar
ég byrjaði sjálf í hot yoga kom það
mér á óvart hvað ég hélt mér í góðu
formi með því. Auðvitað þarf líka
að hugsa um mataræðið en maður
verður meðvitaðri um það þegar
maður stundar reglulega jóga og
leitar þá ósjálfrátt í að borða létt-
ara,“ segir Jóhanna.
Var farin að kenna jóga í svefni
Jóhanna Karlsdóttir er upphafsmanneskja hot yoga hér á landi en hún kynntist því á ferðalagi sínu um Taíland fyrir átta árum. Í dag
gerir hún lítið annað en að vera í fullu námi í lögfræði í HR og iðka hot yoga enda kennir hún það fimmtán sinnum í viku.
Það er vel tekið á því í hot yoga-tímunum
hjá Jóhönnu.
Jóhanna fækkaði tímunum sem hún kennir hot yoga niður í „einungis“ fimmtán, eftir að hún hóf lögfræðinám síðastliðið haust.
MYND/GVA
Fæst í apótekum og heilsubúðum
P
R
E
N
T
U
N
.IS
@OptiBac
www.facebook.com/optibaciceland
Bestu meltingargerlar
sem ég hef prófað
”
“
Víðir Þór Þrastarsson,
íþrótta- og heilsufræðingur
frá Háskóla Íslands.
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
2
6
-0
E
C
8
1
4
2
6
-0
D
8
C
1
4
2
6
-0
C
5
0
1
4
2
6
-0
B
1
4
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K