Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 42
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst á miðvikudaginn og stendur til 29. mars næstkom- andi. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til þessarar skemmtilegu hátíðar sem hefur farið ört vaxandi. „Þetta verður stærsta hátíðin til þessa,“ segir Helga Bryndís Ernu- dóttir. „Við eigum von á flottum erlendum gestum í fyrsta skipti á þessa hátíð, verðum með fjölda spennandi viðburða og svo komum við að sjálfsögðu til með að sýna margar skemmtilegar kvikmyndir. Opnunarmynd hátíðarinnar í fyrra var hin stórskemmtilega Antboy og nú fylgjum við henni eftir með framhaldsmyndinni Antboy: Rauða refsinornin sem er opnunarmyndin í ár. Leikstjóri Antboy-myndanna, Ask Hasselbalch, mun opna hátíð- ina formlega ásamt Vigdísi Finn- bogadóttur, verndara hátíðarinnar, og forseta borgarstjórnar, Sóleyju Tómasdóttur.“ Helga Bryndís segir að megin- markmiðið með því að halda svona hátíð sé að auka kvikmyndalæsi barna og gefa þeim færi á því að sjá myndir sem eru utan þess almenna efnis sem er í boði í öðrum kvik- myndahúsum. „Hér gefst börn- um, unglingum og foreldrum því tækifæri til þess að sjá og upplifa eitthvað nýtt og spennandi, sem við teljum að eigi erindi til okkar allra,“ segir hún. „Það verða sýndar myndir víða að úr heiminum og líka sígildar íslenskar barnamyndir. Næsta kyn- slóð kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaunnenda mun einnig fá tækifæri til að kynnast því hvernig kvikmyndir og teiknimyndir verða til, fara á leiklistarnámskeið fyrir kvikmyndaleik og margt fleira skemmtilegt. Miðaverð á myndirn- ar er 1.000 krónur en svo er frítt á viðburðina og um að gera að koma og vera með. Þema hátíðarinnar í ár er friður og endurspegla margar myndanna það mikilvæga málefni. Börn og unglingar munu því fá að að kynnast hug- myndafræði eins og fjöl- menningu, kynvitund, líkamsvirðingu, sköpun og gagn- rýninni hugsun. Eins og á síðasta ári verðum við svo með áhorfendaverðlaun þar sem gestirnir velja sína uppá- haldsmynd. Myndin sem fær þessi verðlaun fer svo í sýningarferð um landið, fer nánar tiltekið á sex staði þar sem er ekki kvikmyndahús á staðnum, og þannig gefst krökkun- um þar færi á að koma í bíó í sinni heimasveit.“ magnus@frettabladid.is Upplifa eitthvað nýtt og spennandi Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin hátíðleg í þriðja skiptið í Bíói Paradís dagana 19.-29. mars. Þema hátíðarinnar er friður og þar verður að fi nna fj ölda kvikmynda og viðburða fyrir börn og fj ölskylduna alla. ANTBOY SNÝR AFTUR Opnunarmynd hátíðarinnar er Antboy og rauða refsinornin og hún er talsett á íslensku. Fyrri myndin um Antboy var sýnd á síðustu hátíð og naut þá gríðarlegra vinsælda. KLASSÍK Ný dönsk teiknimynd um Gúmmí Tarsan sem byggir á samnefndri og sígildri barnabók Ole Lund Kirkegaard er á meðal fjölmargra mynda sem allir ættu að geta haft gaman af á Alþjóðlegu barna- kvikmynd a- hátíðinni. MENNING 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 5 -F 6 1 8 1 4 2 5 -F 4 D C 1 4 2 5 -F 3 A 0 1 4 2 5 -F 2 6 4 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.