Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING Heilsurækt17. MARS 2015 ÞRIÐJUDAGUR 5 Flestir þekkja það að fá hlaupa- sting. Vísindavefurinn reynir að svara því hvað hlaupastingur er en ekkert ákveðið svar virðist til við þeirri spurningu. Þar segir þó að flestir séu sammála því að þindin leiki þar stórt hlutverk. Ein tilgátan er að þegar við öndum að okkur þrýstist þindin niður en færist upp aftur þegar við öndum frá. Hlaupastingur finnst venjulega við áreynslu þegar andað er hratt í nokkuð langan tíma og hefur verið bent á að þessi hraða hreyfing þindarinnar upp og niður geti á endanum leitt til krampa í henni. Önnur tilgáta er að við áreynslu verði blóðflæði frá þindinni til vöðva í útlimum og maga og það valdi krampa í þindinni. Vinsælasta kenningin er sú að hlaupa stingur stafi af þeim rykkjum og skrykkjum sem koma á tengi- vefinn og þindina við hlaup þegar líffæri eins og magi og lifur ganga upp og niður í takti við hreyfinguna. ÓÚTSKÝRÐUR HLAUPASTINGUR SEX STAÐREYNDIR UM MATARÆÐI Paleo-mataræðið, Miðjarðar- hafsmataræðið og lágkol- vetnamataræðið eru meðal þess mataræðis sem lengi hefur verið fylgt af fólki sem vill léttast og er enn vinsælt í dag. Oftast er deilt um hvað sé ólíkt með þessu mataræði en læknaneminn Kris Gunnars hjá authoritynutrit ion. com hefur nú greint sex atriði sem allar þessar stefnur, og fleiri sem reynst hafa fólki vel, eiga sameiginleg. 1. Lögð er áhersla á að sniðganga sykur, sér í lagi viðbættan sykur. 2. Lögð er áhersla á að sniðganga unnin kolvetni. 3. Lögð er áhersla á að sniðganga verksmiðjuunnar jurtaolíur. 4. Lögð er áhersla á að sniðganga tilbúna transfitu. 5. Í þeim er hátt hlutfall græn- metis og trefja. 6. Lögð er áhersla á mat í stað hitaeininga. Þessar stefnur eiga sameiginlegt að engin þeirra leggur áherslu á að fækka hitaeiningunum. Þess í stað er markmiðið að borða holla og óunna matvöru. FORRÉTTUR, AÐALRÉTTUR OG EFTIRRÉTTURBrandenburg FLENSA Á FIMM ÁRA FRESTI Ertu búin að fá flensu í vetur? Þá geturðu glaðst því þú átt ekki á hættu að fá hana aftur næstu fimm árin. Ný rannsókn sem gerð var við Imperial College London staðfestir þetta. Skoðaðar voru blóðprufur og rannsakaðar varnir líkamans gegn inflúensu hjá sjálf- boðaliðum í Kína á árunum 1968- 2009. Rannsóknin sýndi að fólk yfir þrítugt fær inflúensu tvisvar á tíu árum en börn geta fengið hana annað hvert ár. Um þetta er skrifað á vefmiðlinum Science Daily. Þótt fólk veikist þarf það ekki að vera inflúensa. Taka þarf blóðprufu til að finna út hvort um inflúensu sé að ræða. Börn eru viðkvæmari fyrir inflúensu vegna þess hversu nálægt þau eru öðrum börnum, til dæmis í leik- og grunnskólum. Bent er á nokkrar leiðir til að losna við hlaupasting ● Setja stút á munninn og anda djúpt frá sér. ● Brjóta upp öndunartaktinn öðru hvoru. ● Beygja sig fram og spenna kviðvöðvana nokkrum sinnum. ● Nudda eða þrýsta á svæðið þar sem verkurinn er. ● Ekki borða eða drekka mikið rétt fyrir áreynslu. ● Hægja á og draga úr styrkleika æfingar- innar meðan verkurinn gengur yfir. 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 6 -0 E C 8 1 4 2 6 -0 D 8 C 1 4 2 6 -0 C 5 0 1 4 2 6 -0 B 1 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.