Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsurækt ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 20154
Turmeric-drykkurinn hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom í verslanir, að sögn Ragnheiðar Guð-
finnu Guðnadóttur athafnakonu. „Margir
hafa nú þegar upplifað virkni drykkjarins.
Drykknum hefur verið líkt við „töframeð-
al“, að hann hafi „magnaða virkni“ og jafn-
vel segja sumir að það sé „eitthvað ávana-
bindandi við þennan Turmeric-drykk“,“
segir Ragnheiður.
Sterkur og áhrifaríkur drykkur
Í Turmeric-drykknum er veglegt magn af
innihaldsefnum hans enda má sjá bæði túr-
merikrótina og engiferrótina liggja á botni
flöskunnar. Þess vegna er drykkurinn mjög
sterkur og áhrifaríkur. Turmeric-drykkur-
inn er handunninn frá grunni þar sem hrá-
efnið og virkni þess er ætlað að skila sér til
neytanda hans. „Mér finnst þetta svaka-
legur ofurdrykkur og ég mæli heilshugar
með honum. Ég drekk eitt glas af honum á
hverjum morgni og get ekki án hans verið.
Ég verð bæði frísk og hress af honum, húðin
á mér er betri og mér finnst ég yngjast upp,“
segir Gerður Sigurðardóttir.
„Turmeric-drykkurinn á að vinna á
bólgum, hreinsa líkamann, auka brennslu,
bæta meltingu, losa líkamann við auka-
kefni (vera vatnslosandi), veita aukna orku,
hann eykur brennslu, eykur upptöku lík-
amans á vítamínum og næringu og eykur
vellíðan á sál og líkama. Þannig að í raun
er Turmeric-drykkurinn einn af þeim þátt-
um sem ættu að vera fastur partur af dag-
legri rútínu líkt og íslenska lýsið. Eitt staup
á dag kemur skapinu í lag,“ segir Ragnheið-
ur og brosir.
Gréta Hagalínsdóttir fór að kaupa Tur-
meric-drykkinn eftir að hún las grein Sig-
mundar Guðbjartssonar, prófessors við
Háskóla Íslands, í blaði eldri borgara, List-
in að lifa. „Í greininni segir Sigmundur að
túrmerik geti haft áhrif á æðamyndun til
krabbameinsæxla. Í greininni kemur líka
fram að túrmerik hafi góð áhrif á heilann
þannig að við gömlu hjónin fórum að taka
þetta inn. Þetta gerir okkur líka mjög gott,
húðin verður sléttari og þetta er gott fyrir
liðina. Auk þess er drykkurinn mjög grenn-
andi og ég verð að passa að drekka bara
ráðlagðan dagsskammt svo ég verði ekki
of grönn,“ segir Margrét.
Kokteill og hristingur með Turmeric-
drykknum
„Þrátt fyrir að drykkurinn sé algjör heilsu-
bomba þá er ekki þar með sagt að hann sé
heilagur í neyslu, mörgum finnst hann of
sterkur og þá er gott að setja hann í hristing-
inn, eða þegar þú vilt að börnin drekki hann
þá er tilvalið að blanda honum við appels-
ínusafa til þess að deyfa bragðið, einnig
er áhugavert að nota drykkinn sem bland
í kokteila því virkni hans er tilvalin til að
hjálpa líffærunum að vinna á eiturefnum,“
segir Ragnheiður.
TÚRMERIKKOKTEILL
1 hlutur Absolut Mandarin vodka
1 hlutur Turmeric-drykkur
1/2 hlutur nýkreistur sítrónusafi
1/2 hlutur nýkreistur lime-safi
1/2 hlutur nýkreist grape eða blóðappelsína
1 tsk. mangómauk
1 örþunn fersk chilisneið
Vanillukorn á hnífsoddi
Smávegis engiferöl
1 kirsuber eða mynta til að skreyta
TÚRMERIKSPÍNAT HRISTINGUR
1 dl Turmeric-drykkur
Lófi af fersku spínati
1/4 hluti af lárperu (avocado)
1 dl af ananasbitum
1/2 grænt epli
1/2-1 banani
1 msk. kókosolía
Gott er að setja kanil eða mintu til að krydda.
Drykknum líkt við töframeðal
Turmeric-drykkurinn er sagður vera allra meina bót og ætti að vera hluti af daglegri rútínu að drekka hann. Auðvelt er að nota hann
í hina ýmsu rétti, svo sem súpur, kokteila og hristing. Hér má fá uppskriftir að kokteil og hristingi með Turmeric-drykknum.
Turmeric-drykkurinn hefur notið mikilla vinsælda síðan hann kom á markað en hann fæst í Hagkaup, Víði,
Melabúðinni og WorldClass Laugum.
Þær Gréta og Gerður mæla með Turmeric-drykknum.
Þær verða hressari og finnst þær hafa yngst eftir að
þær fóru að drekka hann. MYND/GVA
Sundlaugarverðir í Noregi segja að þessi breyting hafi verið að ágerast undanfarin
ár. Fólk virðist ekki þora að sýna
sig nakið í sturtunum. Er þrýst-
ingur á fallegan líkama orðinn
svo mikill að hreinlæti er á und-
anhaldi? spyrja menn. Annað-
hvort fer fólk undir sturtuna í
sundfötum eða það þvær sér alls
ekkert. Menn óttast að útlitsdýrk-
un eigi hér hlut að máli. „Fyrir
nokkrum árum þótti það ósköp
eðlilegt að standa nakinn frammi
fyrir fólki af sama kyni. Svo er
ekki lengur,“ segir Terje Rønning,
forstöðumaður 22 stærstu sund-
lauga í Noregi.
Herferð í gangi
Vegna þessa hefur verið sett í
gang herferð í Noregi til þess að
vekja athygli á því að fólk eigi
að þvo sér almennilega fyrir og
eftir sundferð. „Við erum ekki
með lögreglu í sturtuklefunum
en höfum sett upp plaköt sem
sýna hvernig á að bera sig að. Þá
hafa verið framleiddir bolir með
þessari ábendingu fyrir bað-
verði í sundlaugum. Með því
að hafa þessa ábendingu sjáan-
lega verður fólk vonandi með-
vitað um reglurnar,“ segir Rønn-
ing. Það er norski vefmiðillinn
VG sem greinir frá þessu en fyrst
var fjallað um málið í Telemarks-
avisa.
Þekkt vandamál hér
Bjarni Kjartansson, rekstrarstjóri
Laugardalslaugar, segir að þar á
bæ þekki menn vel þetta vanda-
mál en aðallega hjá útlendingum.
„Við erum með strangar baðregl-
ur og biðjum fólk að fylgja þeim,
enda um mikið hreinlætismál
að ræða. Við erum með baðverði
sem benda fólki vinsamlega á
þessar reglur. Í mörgum tilfell-
um fer fólk að tilmælum bað-
varða en ekki öllum. Það eru til
sóðar í hópi Íslendinga, eins og
annarra þjóða, en það er sjald-
gæfara að þeir fyrtist við þessari
reglu. Íslendingar eru miklu dug-
legri að baða sig naktir en aðrar
þjóðir. Ef fólk þvær sér með sápu
áður en það fer ofan í laugina ver
það sig betur gegn klórnum og
það kemur síður klórlykt af því.
Klórinn í lauginni bindur sig við
eggjahvítuna sem er í fitu húðar-
innar og myndar svokallað klór-
amín (chloramine) sem er ekki
gott,“ segir Kjartan, en þess má
geta að klóramín er ertandi fyrir
augu og húð.
Trúarbrögð og sóðar
Kjartan kannast ekki við útlits-
dýrkun í þessu sambandi. „Oft er
þetta tengt trúarbrögðum en svo
er bara sinn siður í landi hverju.
Hið eina sem hægt er að grípa til
er að auka klór í lauginni til þess
að halda hreinlætisstuðli vatns-
ins í lagi. Það er hreinn sóða-
skapur að þrífa sig ekki áður en
haldið er í laugina, ég tala nú
ekki um ef fólk er búið að vera í
líkamsrækt eða á hlaupum og
fer svitastorkið út í vatnið,“ segir
hann.
„Það væru ekki mikil gæði í
sundlaugarvatninu ef allir færu
óþvegnir út í það. Ekki er heldur
gott að vera í sundlaug með mjög
miklu magni af klór,“ segir norsk-
ur sundlaugarvörður sem telur
brýnt að kenna skólabörnum að
halda líkama sínum hreinum og
fara í bað. Ekki síst skiptir þetta
máli vegna aukins fjölda innflytj-
enda frá öðrum menningarsvæð-
um. Terja Rønning segir eðlilegt
að í sturtuherbergjum lauganna
sé boðið upp á bása eða lokaða
sturtuklefa fyrir þá sem þess
óska. „Ef fólk þvær sér ekki situr
húðfita þess eftir í sundlaugar-
vatninu og það vill enginn synda
í annarra manna húðfitu.“
Fólk þorir ekki að baða sig nakið
Forstöðumenn sundlauga í Noregi hafa miklar áhyggjur af hreinlætismálum. Í auknum mæli baðar fólk sig ekki nakið áður en það
stingur sér til sunds. Vegna þessa hefur þurft að bæta meiri klór í laugarnar.
Íslendingar eru duglegir að þvo sér áður en þeir stinga sér í laugina. Annað gildir um
útlendinga. Í Noregi er baðþvottur í sundlaugunum vandamál.
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
6
-0
E
C
8
1
4
2
6
-0
D
8
C
1
4
2
6
-0
C
5
0
1
4
2
6
-0
B
1
4
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K