Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 17.03.2015, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 17. mars 2015 | SKOÐUN | 17 Að veðrinu undanskildu hafa fréttir um tvö mál vak ið verðskuldaða athygli undanfarið. Ann- ars vegar fjölluðu fjöl- miðlar um kostnað inn- anríkisráðuneytisins við ráðgjöf á sviði almanna- tengsla. Hins vegar hafa verið fluttar fréttir af bréfi utanríkisráðherra til stækkunarstjóra ESB í Brussel. Þar hefur verið reynt að fá botn í hvað þar kom fram, hvað bréf- ið þýðir og hvort ráðherrann hafði á annað borð heimild til að skrifa það. Ekkert er að því að segja frá kostnaði ríkisins við ráðgjöf hvers konar. Það er eðlilegur hluti af aðhaldi fjölmiðla. Í kjölfarið heyrðust þó hneykslunarraddir yfir því að ráðherrann hefði leit- að sér ráðgjafar á þessu sviði. Einhverjir töldu óeðlilegt að eyða fjármunum ríkisins í slíkt. Ráðherra hefði þurft ráðgjöf Þá er gott að horfa á annað nýlegt dæmi um samskipti stjórnvalda, bréf Gunnars Braga Sveinsson- ar utanríkisráðherra til stækk- unarstjóra ESB. Þar hefði ráð- herrann betur fengið sérfræðing í almannatengslum sér til ráðgjafar. Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanríkisráðherra að tryggja skýrleika skilaboðanna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Næsta verkefni ráð- gjafans væri að fá ráðherrann til að kynna innihald bréfsins fyrir samherjum sínum í póli- tík og skýra það fyrir þeim svo allir væru með efnið á hreinu. Að öðrum kosti er víst að þeir tali þvers og kruss um efnið. Að því loknu hefði ráðgjafinn eflaust ráðlagt ráðherra að hafa samráð við utanríkismálanefnd. Tæknilega má vera að slíkt sé óþarfi. Um það mega lögfræð- ingar eiga síðasta orðið. En í raun skiptir það ekki máli. Frá sjónar- hóli samskipta skiptir máli að ef það er ekki gert þá er hætt við að umræðan fari að snúast um tækni- legt atriði, ekki efni bréfsins. Með skýrari samskiptum og ráð- gjöf við sérfræðinga í boðmiðlun hefði utanríkisráðherra geta forð- ast þá hringavitleysu sem einkennt hefur bréfamálið. Hluti af verk- inu hefði verið að svara gagnrýni á málið í viðtölum við fjölmiðla og úr pontu á Alþingi. Slæm niðurstaða þrátt fyrir ráðgjöf Það er ekkert hægt að fullyrða um gæði þeirrar ráðgjafar almanna- tengla sem Hanna Birna Krist- jánsdóttir fékk í aðdraganda þess að hún sagði af sér sem innanrík- isráðherra. Of margt er á huldu um málið. Við vitum ekki hvenær hún leitaði sér ráðgjafar, hvað ráðgjafarnir fengu að vita eða hvort ráðherrann hafi farið eftir ráðgjöfinni. Það sem við vitum er að niður- staðan var neikvæð. Hún var slæm fyrir ráðherrann, ráðu- neytið, ríkisstjórnina, Alþingi og almenning. Kannski var ráðgjöf- in léleg. Kannski tók ráðherrann ekki mark á ráðgjöfinni og gerði allt öfugt við það sem henni var ráðlagt. Hvað sem því líður er frá- leitt að halda því fram að það sé eitthvað óeðlilegt við að ráðherrar eða aðrir stjórnendur leiti sér ráð- gjafar á sviði almannatengsla. Sá tími er löngu liðinn að stjórn- endur viti allt manna best. Í dag eru bestu stjórnendurnir leiðtog- ar. Góður leiðtogi hefur þekkingu til að nýta sér kunnáttu sérfræð- inga sem geta leyst verkefni dags- ins með bestum hætti. Þegar bíllinn bilar leitum við til bifvélavirkja. Þegar líkamleg heilsa klikkar förum við til lækn- is. Ef við skiljum ekki skatta- skýrsluna tölum við við endur- skoðanda. Og ef við þurfum að eiga í flóknum samskiptum sem við erum óvön að standa í leitum við til sérfræðings í almanna- tengslum. Niðurstaðan á að vera sú sama í öllum tilvikum; tekið er á málinu af fagmennsku til að leysa það hratt og vel. Góð nýting á fé og tíma Utanríkisráðherra hefði átt að hafa þetta í huga áður en hann skrifaði bréfið til Brussel. Hann hefði sennilega átt að eyða smá- ræði af skattfé ríkisins í að leita sér ráðgjafar til að spara sér og öðrum tíma í að ræða keisarans skegg og leyfa umræðunni að snú- ast um efnisatriði málsins. Það er góð nýting á bæði fjármunum og tíma. Þurfti ráðherra ráðgjöf um bréfi ð til Brussel? Nei, ég ætla ekki í fram- boð. En ég vil fá forseta sem hefur fengið á sig brotsjói. Sem skilur hvað er að vera fátæk. Sem hefur aftur og aftur geng- ið eða skellt hjólastólnum á lokaðar dyr. Forseta sem er auð- mjúkur andspænis þessari dásamlegu gjöf sem lífið er. Forseta sem er ekk- ert sérstaklega fallegur, í fínum fötum, á fínum bíl eða vel menntaður. Alls ekki for- seta sem ræður vel við afborganir af fína einbýlishúsinu sínu. Ég vil forseta sem hefur bara séð silfur- og gullskeiðar í búðarglugg- um. Forseta sem er ekki „frambærilega forseta- efnið“ sem forréttinda- fólkið leitar að – og mun finna. Ég vil forseta sem brennur fyrir jafnrétti og kærleika. Ég ætla að skjóta því inn hér, til að vera nú alveg heiðarleg, að helst vil ég engan forseta. (Mér finnst líka aldursskilyrðið fárán- legt). Ég vil að embættið verði lagt niður. Að Bessastöðum verði breytt í lúxushótel um helgar fyrir fátækt fólk, fatlað fólk, veikt fólk, einstæða foreldra sem geta aldrei boðið börnunum í frí, gamalt fólk, einmana fólk. Á virkum dögum mega Bessastaðir svo gjarnan vera lýðræðissetur og lýðræðis- safn þar sem unnið er sleitulaust að kynningu á, vinnu í og sam- ræðu um hvernig efla má lýðræði. En þetta er ekki að fara að ger- ast fyrir næstu forsetakosningar. Til þess þarf stjórnarskrárbreyt- ingu. Og hún tekur tíma. Í millitíðinni sætti ég mig við forseta sem er fátæk eða fötluð nema hvort tveggja sé. Forsetinn verði fátæk eða fötluð FORSETI Kristín Elfa Guðnadóttir rithöfundur og Pírati ALMANNA- TENGSL Brjánn Jónasson sérfræðingur í boðmiðlun ➜ Góður ráðgjafi hefði ráðlagt utanrík- isráðherra að tryggja skýrleika skilaboð- anna. Eitthvað er að samskiptum ef tveir menn lesa bréf og skilja innihald þess á ólíkan hátt. Kíktu á fermingarvefinn okkar eða komdu í kaffi.Við tökum vel á móti þér! oki r. Allt sem þú þar Dell Inspiron 3531 Verð: 54.990 kr. Einföld og smart Bogart fartölvutaska - þrír litir Verð: 9.990 kr. Upplifðu krainn Jabra þráðlaus heyrnartól Verð: 31.990 kr. 10" tryllitæki Samsung Tab 4 Verð: 49.990 kr. Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri | Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 advania.is/fermingar MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA www.mba.is KYNNINGARFUNDUR MBA-NÁMSINS Í HÁSKÓLA ÍSLANDS Kynningarfundur um alþjóðlega vottað MBA-nám við Háskóla Íslands verður haldinn miðvikudaginn 18. mars nk. Magnús Pálsson forstöðumaður MBA-námsins kynnir námið og fyrirkomulag þess en einnig mun Jón Ólafur Halldórsson, MBA 2012 og forstjóri Olís, segja frá sinni reynslu af náminu. Kynningin stendur frá kl. 12:00 til 12:45 og fer fram í stofu HT-101 á Háskólatorgi. Boðið verður upp á létta hádegishressingu en skráning fer fram með því að senda tölvupóst á mba@hi.is. PIPA R \TB W A • SÍA • 15 13 3 5 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 5 -F B 0 8 1 4 2 5 -F 9 C C 1 4 2 5 -F 8 9 0 1 4 2 5 -F 7 5 4 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.