Fréttablaðið - 17.03.2015, Síða 48

Fréttablaðið - 17.03.2015, Síða 48
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 28 FÓTBOLTI Endurkoma Eiðs Smára Guð- johnsen í íslenska landsliðið hefur kannski legið í loftinu undanfarnar vikur nú þegar nær dregur fyrsta mótsleik Íslands á árinu 2015, en íþróttadeild 365 hefur nú heimildir fyrir því að Eiður Smári verði í hóp Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sem verður tilkynntur í lok vikunnar. Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundið sig vel hjá Bolton í ensku b-deildinni og er einn af fáum sóknarmönnum Íslands sem spilar reglulega þessa dagana. Meiðsli og bekkj- arseta annarra leikmanna í hans stöðu og góð frammistaða Eiðs Smára í endurkomu sinni til Bolton voru kannski einfalt reikn- isdæmi fyrir Heimi og Lars þegar á hólm- inn var komið. Eiður Smári hefur sýnt áhuga á því að spila áfram með landsliðinu og enda jafn- vel landsliðsferil sinn á því að spila á stór- móti en það sem er mikilvægast af öllu er að hann er enn frábær fótboltamaður og er í formi til að hjálpa landsliðinu. Besti maður Bolton um helgina Eiður Smári var besti maður Bolton að mati stuðningsmannasíðu Bolton í 2-0 sigri á Millwall þar sem hann lagði upp seinna mark liðsins. „Samningur Ísmannsins rennur út í sumar og við erum bilaðir ef við gefum honum ekki annað ár. Þvílíkur leikmaður,“ segir um Eið Smára á síðunni Lion Of Vienna Suite sem gaf honum níu fyrir frammistöðuna í leiknum. Það eru liðnir næstum því sextán mán- uðir síðan Eiður Smári Guðjohnsen klædd- ist landsliðstreyjunni síðast, eða þegar HM-draumurinn dó í Zagreb í nóvember 2013. Markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi bræddi þjóðina þegar tár féllu í sjónvarpsviðtali eftir leik en fær nú von- andi fullt af uppklappsleikjum á meðan íslenska landsliðið reynir að tryggja sig inn á sitt fyrsta stórmót. Eiður Smári Guðjohn- sen lék sinn fyrsta lands- leik í Eistlandi 24. apríl 1996 þegar hann, þá enn sautján ára gamall, kom inn á sem varamaður fyrir föður sinn. Slæmt fótbrot í unglingalands- leik í maí 1996 sá til þess að Eiður Smári og Arnór léku aldrei saman inni á vellinum en Eiður Smári spilaði ekki landsleik tvö fyrr en haustið 1999. Komi Eiður Smári inn á í leiknum við Kasakstan verða liðin 18 ár, 11 mánuðir og 5 dagar frá leiknum sem vakti heimsat- hygli vorið 1996. Hann myndi með því slá met Guðna Bergssonar um tæpan mánuð. Getur náð metinu aftur í fjölskylduna Faðir Eiðs Smára, Arnór Guðjohnsen, átti sjálfur þetta met í rúm fimm ár eða allt þar til að Guðni tók metið af honum í lok mars 2003. Eiður Smári getur því náð metinu aftur í fjölskylduna. Arnór lék sinn 73. og síðasta landsleik á móti Liechtenstein í október 1997. Nákvæm- lega fjórum mánuðum fyrr hafði Arnór sjálfur tekið metið af Ríkharði Jónssyni sem var fram að því fyrsti og eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hafði náð því að vera landsliðsmaður í meira en átján ár. Guðni Bergsson sneri aftur í landsliðið í byrjun sumars 2003 og lék þá þrjá síðustu landsleiki sína en hafði þá ekkert verið með landsliðinu frá 1997. Síðasti leikur Guðna var í Vilníus í Litháen þegar íslenska landsliðið vann 3-0 sigur á heimamönnum í undankeppni EM 2004. Þá voru liðin 18 ár, 10 mánuðir og 11 dagar frá hans fyrsta landsleik. Hér til hliðar má sjá listann yfir lengstu landsliðsferla íslenskra knattspyrnukarla. ooj@frettabladid.is Slær Eiður metið hans Guðna? Eiður Smári Guðjohnsen er í hópnum hjá Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni fyrir leikinn á móti Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars næstkomandi. SPORT EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 6.913 DAGAR 18 ÁR ● 11 MÁNUÐIR ● 5 DAGAR Fyrsti Eistland (úti), 24. apríl 1996, 3-0 sigur – Ef hann spilar á móti Kasakstan 28. mars 2015 GUÐNI BERGSSON 6.889 DAGAR 18 ÁR ● 10 MÁNUÐIR ● 11 DAGAR Fyrsti: Færeyjar (úti), 1. ágúst 1984, 0-0 jafntefli Síðasti: Litháen (úti), 11. júní 2013, 3-0 sigur ARNÓR GUÐJOHNSEN 6.718 DAGAR 18 ÁR ● 4 MÁNUÐIR ● 20 DAGAR Fyrsti: Sviss (úti), 22. maí 1979, 2-0 tap Síðasti: Liechtenstein (heima), 11.október 1997, 4-0 sigur, Skoraði í síðasta landsleiknum. RÍKHARÐUR JÓNSSON 6.592 DAGAR 18 ÁR ● 0 MÁNUÐIR ● 17 DAGAR Fyrsti: Noregur (heima), 24. júlí 1947, 4-2 tap Síðasti: Írland (heima), 9. ágúst 1965, 0-0 EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN 6.419 DAGAR 17 ÁR ● 6 MÁNUÐIR ● 27 DAGAR Fyrsti: Eistland (úti), 24. apríl 1996, 3-0 sigur Síðasti: Króatía (úti), 19. nóvember 2013, 0-2 tap ÁSGEIR SIGURVINSSON 6.289 DAGAR 17 ÁR ● 2 MÁNUÐIR ● 18 DAGAR Fyrsti: Danmörk (heima), 3. júlí 1972, 5-2 tap Síðasti: Tyrkland (heima), 20. september 1989, 2-1 sigur RÚNAR KRISTINSSON 6.140 DAGAR 16 ÁR ● 9 MÁNUÐIR ● 22 DAGAR Fyrsti: Sovétríkin (úti), 28. október 1987, 2-0 tap Síðasti: Ítalía (heima), 18. ágúst 2004, 2-0 sigur BIRKIR KRISTINSSON 5.958 DAGAR 16 ÁR ● 3 MÁNUÐIR ● 23 DAGAR Fyrsti: Holland (úti), 27. apríl 1988, 1-0 tap Síðasti: Ítalía (heima), 18. ágúst 2004, 2-0 sigur SIGURÐUR JÓNSSON 5.940 DAGAR 16 ÁR ● 3 MÁNUÐIR ● 4 DAGAR Fyrsti: Malta (heima), 5. júní 1983, 1-0 sigur Síðasti: Úkraína (heima), 8. sept. 1999, 1-0 tap ATLI EÐVALDSSON 5.559 DAGAR 15 ÁR ● 2 MÁNUÐIR ● 20 DAGAR Fyrsti: Færeyjar (úti), 16. júní 1976, 6-1 sigur Síðasti: Danmörk (heima), 4. sept. 1991, 0-0 jafntefli HERMANN HREIÐARSSON 5.545 DAGAR 15 ÁR ● 2 MÁNUÐIR ● 6 DAGAR Fyrsti: Kýpur (heima), 5. júní 1996, 2-1 sigur Síðasti: Ungverjaland (úti), 10. ágúst 2011, 4-0 tap LENGSTI LANDSLIÐSFERILL LEIKMANNS ÍSLANDS FÓTBOLTI Arsenal þarf á litlu kraftaverki að halda í Mónakó í kvöld þar sem liðið mætir heima- mönnum í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar- innar í fótbolta. Skytturnar eru í vondum málum eftir 3-1 tap á heimavelli og þurfa að skora þrjú mörk í kvöld til að komast áfram. Arsenal hefur fallið úr leik í 16 liða úrslitum keppninnar undan- farin fjögur ár og nú gæti Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arse- nal, kvatt Meistaradeildina á sínum gamla heimavelli. Þótt Arsenal hafi grafið sína eigin gröf í fyrri leikjunum í 16 liða úrslitunum undanfarin ár hefur liðið oftar en ekki spilað vel í seinni leiknum og verið nálægt því að komast áfram. Ekki má gleyma ótrúlega 4-0 tapinu gegn AC Milan fyrir þremur árum, en þá kom liðið til baka og vann 3-0 á heimavelli. Öll nótt er því ekki úti enn hjá lærisveinum Wengers. „Við getum gert eitthvað ótrú- legt í Mónakó,“ sagði Arsene Wen- ger á blaðamannafundi. „Þeir eru líklegri til að komast áfram en ég trúi að við komumst áfram.“ Wenger veit vel að liðið gerði stór mistök í fyrri leiknum á Emir- ates-vellinum. „Auðvitað væri ég frekar til í að vera 3-0 yfir en þetta er staðan. Við verðum að leiðrétta mistökin okkar. Stundum gerir maður mis- tök í lífinu sem ekki er hægt að bæta fyrir. Þannig eru hlutirnir ekki í fótboltanum því maður fær alltaf tækifæri til koma til baka,“ sagði Arsene Wenger. - tom Arsenal þarf að sækja til sigurs Arsene Wenger gæti kvatt Meistaradeildina í 16 liða úrslitum fi mmta árið í röð. VERÐUR AÐ VINNA Arsene Wenger á ærið verkefni fyrir höndum á sínum gamla heimavelli. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI FH tapaði í gær þriðja og síðasta æfingaleik sínum á Marbella á Spáni er Hafnfirðingar mættu SJK Seinajoen frá Finnlandi, sem unnu 2-0 sigur. Finnarnir skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleik en þetta var fyrsti tapleikur FH á mótinu. FH-ingar gerðu jafntefli við Vålerenga og unnu svo Noregs- meistara Molde, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir í leiknum. Atli Guðnason, Davíð Þór Viðarsson, Kass- im Doumbia og Emil Pálsson skoruðu mörk Hafnfirðinga í æfingamótinu á Spáni. FH leikur næst gegn Fylki í Lengjubikarnum á sunnudag. FH hefur unnið þrjá af fjóra leiki sínum í A-riðli keppninnar en Fylkir er ósigrað að loknum fimm leikjum. FH tapaði fyrir Finnunum HANDBOLTI Stjarnan er enn með í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni eftir afar mikilvægan sigur á Íslandsmeisturum ÍBV í TM-höllinni í Garðabæ í gær, 28-26. Með sigrinum náði Stjarnan að jafna Fram að stigum en liðin eru í 8.-9. sæti með fimmtán stig. Garðbæingar voru með forystu frá fyrstu mínútu í leiknum og náðu mest sex marka forskoti þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. En þeir voru næst- um búnir að kasta leiknum frá sér á lokasprettinum og náði ÍBV að minnka muninn í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir. Nær komust Íslands- meistararnir þó ekki. Sex stig eru í næsta lið og er því útlit fyrir hreint einvígi Fram og Stjörnunnar í lokaumferðum deildar- keppninnar. Þau mætast einmitt í lokaumferðinni 2. apríl. - esá Stjarnan krækti í dýrmæt stig gegn meisturunum MIKILVÆGT Sverrir Eyjólfs- son skoraði sjö mörk í níu skotum fyrir Stjörnumenn í gær, einu minna en stórskyttan Egill Magnús- son sem var markahæstur. F RÉ TT AB LA Ð IÐ /V IL H EL M 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 5 -D D 6 8 1 4 2 5 -D C 2 C 1 4 2 5 -D A F 0 1 4 2 5 -D 9 B 4 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.