Fréttablaðið - 17.03.2015, Page 6
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvaða íslenska leikkona talar fyrir
Elsu í Frozen?
2. Hversu stór hluti Íslendinga er and-
vígur sölu áfengis í búðum samkvæmt
skoðanakönnun Fréttablaðsins?
3. Eftir hvern er leikritið Segulsvið?
SVÖR:
1. Ágústa Eva Erlendsdóttir. 2. 55 prósent.
3. Sigurð Pálsson.
70 dómar í Hæstarétti – er enn verið að bíða dómafordæma?
STAÐA ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA
VEGNA GENGISLÁNA
Sjö ár eru nú liðin frá efnahagshruninu en við það gjörbreyttist rekstrar-
grundvöllur fjölda fyrirtækja þegar lán þeirra tvöfölduðust. Dæmt hefur
verið í 70 málum vegna gengislána fyrir Hæstarétti þar sem hundruð
milljarða eru undir en fjöldi fyrirtækja bíður enn afgreiðslu sinna mála.
Hópur sérfræðinga hefur unnið að því að taka saman helstu stærðir og
staðreyndir varðandi stöðu íslenskra fyrirtækja og niðurstöðu dóma
vegna gengislána. Niðurstöður þeirrar vinnu verða kynntar á fundinum.
Dagskrá opins félagsfundar FA:
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Bera allir sömu byrðar?
Umfang gengislánanna og þróun dóma um þau
Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness
Biðin langa – Reynslusaga fyrirtækis með gengislán
Morgunverðarfundur föstudaginn 20. mars kl. 8.30
Skráning á vef FA, atvinnurekendur.isPIP
A
R\
TB
W
A
Fundurinn verður haldinn í fundarsal
Félags atvinnurekenda á 9. hæð í
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7,
og hefst kl. 8:30.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Léttur morgunverður í boði.
SAMFÉLAG Ekki hefur verið gefin út
ákæra í svikamáli þar sem aðstand-
endur látinnar konu þáðu ellilíf-
eyri hennar frá Tryggingastofn-
un eftir andlát hennar. Stofnunin
kærði bótasvikin til lögreglu árið
2011 en enn hefur ekki verið gefin
út ákæra.
Konan bjó í Bandaríkjunum og
aðstandendur hennar létu hjá líðast
að tilkynna andlát hennar til Þjóð-
skrár. Þess í stað þáðu þeir ellilíf-
eyri hennar í tíu ár. Svikin nema
tugum milljóna, að minnsta kosti
tuttugu og fjórum milljónum króna,
eða sem nemur upphæð ellilífeyris
konunnar í tíu ár.
Hafliði Þórðarson hjá auðgun-
arbrotadeild lögreglunnar segir
annir í öðrum verkefnum og mann-
eklu valda því að ekki hafi tekist
að ljúka rannsókn málsins á styttri
tíma en fjórum árum. „Loksins er
að ljúka því máli. Það er komið í
meðferð saksóknara. Það er ekki
búið að gefa út ákæru en ég veit til
þess að það er í forgangi að klára
það. Málið er auðvitað orðið alltof
gamalt, það gerist hér vegna mik-
illar starfsmannaveltu í þessum
geira rannsókna. Það var stofnað
heilt embætti til að rannsaka efna-
hagsbrot og það hefur haft áhrif á
gang mála hjá okkur. Þá hafa annir
í öðrum verkefnum tafið málið.“
En er ekki hætta á að einhver
hluti brotanna sé fyrndur? Hafliði
segist ekki halda það. „Fyrning-
arfrestur er tíu ár og því er ekki
hætta á að málið fyrnist.“
Tryggingastofnun hefur kært
fimm mál til lögreglu á árunum
2011-2014 þar sem rökstuddur
grunur lék á að um alvarleg bótas-
vik væri að ræða. Kæra stofnunar-
innar vegna rangra upplýsinga frá
aðstandendum greiðsluþega barst
lögreglu eins og áður segir árið
2011. Þá kærði stofnunin eitt mál
á árinu 2013, vegna gruns um að
greiðsluþegi hefði ekki gefið réttar
upplýsingar um heimilisaðstæður.
TR kærði tvö mál á árinu 2014.
Annað vegna gruns um að greiðslu-
þegi hefði ekki gefið réttar upplýs-
ingar um tekjur. Hitt vegna gruns
um að aðili hefði ekki gefið réttar
upplýsingar um feðrun barns og
haft af því ávinning. Sigríður Lillý
Baldursdóttir, forstjóri Trygginga-
stofnunar, vill ekki tjá sig um neitt
framangreindra mála. Nýverið
úrskurðaði Persónuvernd að stofn-
uninni væri óheimilt að þiggja nafn-
lausar ábendingar um bótasvik.
Ríkisendurskoðun hefur ítrekað
bent á að tryggja þurfi nauðsynlegt
fjármagn til Tryggingastofnun-
ar til að sinna öflugu eftirliti með
bótagreiðslum og beita fyrirbyggj-
andi aðgerðum til að lágmarka
hættu á bótamistökum og öðrum
mistökum.
Þá hefur Tryggingastofnun verið
bent á lögbundið eftirlit með bóta-
greiðslum. Á móti hefur forstjóri
bent á að styrkja þurfi lögbundnar
heimildir stofnunarinnar sem hafi
lítið svigrúm til rannsókna á bóta-
svikum. kristjanabjorg@frettabladid
Tugmilljóna bótasvik
fjögur ár í rannsókn
Aðstandendur konu hirtu um það bil tuttugu og fjórar milljóna króna í líf-
eyrisgreiðslur til hennar frá Tryggingastofnun eftir andlát hennar. Svikin voru
kærð til lögreglu árið 2011. Enn hefur ekki verið gefin út ákæra vegna málsins.
VIÐ LAUGAVEG Rannsókn lögreglu er
sögð hafa tafist vegna manneklu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FIMM MÁL Í RANNSÓKN Tryggingastofnun vísar alvarlegustu bótasvikum til lögreglu með litlum árangri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það var stofnað heilt
embætti til að rannsaka
efnahagsbrot og það hefur
haft áhrif á gang mála hjá
okkur. Þá hafa annir í
öðrum verkefnum tafið
málið.
Hafliði Þórðarson,
auðgunarbrotadeild lögreglunnar
STJÓRNMÁL Hanna Birna Krist-
jánsdóttir, fyrrverandi innanrík-
isráðherra, hefur tjáð stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd Alþingis
að hún hyggist ekki mæta á fund
nefndarinnar til að greina frá
sinni hlið lekamálsins og svara
spurningum um það.
Nefndin bauð Hönnu Birnu á
sinn fund í janúar, í kjölfar þess að
umboðsmaður Alþingis sagði sam-
skipti hennar við lögreglustjóra
höfuðborgarsvæðisins „ósamrým-
anleg“ stöðu hennar, en svar henn-
ar barst ekki fyrr en í dag.
Í bréfi Hönnu Birnu, sem frétta-
stofa RÚV birti í gær, kemur einn-
ig fram að hún hyggst snúa aftur
á Alþingi seinni hluta næsta mán-
aðar. Hún vísar til þess að hún hafi
þegar svarað skriflegum fyrir-
spurnum umboðsmanns og að hún
gegni ekki lengur embætti ráð-
herra. Hún vísar til þeirra upp-
lýsinga og gagna sem þegar liggja
fyrir í málinu og segist ekki óska
eftir að koma frekari upplýsingum
á framfæri.
„Rannsókn og saksókn umrædds
máls lauk með dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur yfir fyrrverandi
aðstoðarmanni mínum í nóvember
síðastliðnum,“ segir Hanna Birna
í bréfi sínu. Hanna Birna hefur
ítrekað haldið því fram að hún
hafi ekki vitað af broti Gísla Freys
Valdórssonar aðstoðarmanns síns
fyrr en hann játaði það. -bá, vh
Búin að svara fyrir lekamálið og sest aftur á þing:
Segist ekki mæta á
fund nefndarinnar
SNÝR TIL BAKA Í
bréfi Hönnu Birnu
kemur fram að hún
snúi til baka á þing
seinni hluta næsta
mánaðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
UMHVERFISMÁL Óbreytt ástand í
sorpmálum Vestmannaeyinga eða
kaup á sorpbrennslustöð eru sagðir
þeir kostir sem nú koma til greina
sem framtíðarlausn fyrir sveitar-
félagið.
„Í dag er almennt sorp flutt upp
á land til eyðingar, ýmist í urðun
eða brennslu. Slíkt hefur í för með
sér mikinn kostnað að ógleymd-
um vandamálum sem fylgja því
að flytja sorp í farþegaskipi,“ segir
starfshópur sem skoðar sorpmál
Eyjamanna. Þróun í sorpbrennslu
hafi hins vegar verið mikil frá því
síðasta sorpbrennsla var reist í
Eyjum. Stöð sem hentaði myndi
kosta 320 til 350 milljónir króna og
gæti rúmast í núverandi húsnæði.
„Nú er svo komið að hægt er að
kaupa tilbúnar stöðvar sem uppfylla
alla staðla Evrópusambandsins um
mengun í nánast öllum stærðum og
gerðum,“ segir starfshópurinn sem
einnig hefur athugað þá aðferð að
framleiða metangas úr sorpinu í
samvinnu við Sorpu bs. „Ekki hafa
hins vegar fengist nægjanlegar upp-
lýsingar enn þá til að meta hvort
þetta sé eitthvað sem hentar í Vest-
mannaeyjum.“
Meðal kosta sem skoðaðir voru
var að flytja sorp til brennslu í Fær-
eyjum. „Í ljós kom að kostnaður var
svipaður og við að flytja almenna
sorpið upp á land en í desember kom
erindi frá stjórnendum brennslu-
stöðvarinnar um að þeir sæju sér
ekki fært að taka við almenna sorp-
inu úr Vestmannaeyjum vegna mik-
illar aukningar á sorpmagni í Fær-
eyjum,“ segir starfshópurinn. - gar
Starfshópur um framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum segir tvo kosti á borðinu í augnablikinu:
Eyjamenn skoða kaup á sorpbrennslustöð
Í EYJUM Sorp er nú flutt upp á fasta-
landið, ýmist til urðunar eða brennslu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEISTU SVARIÐ?
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
5
-F
1
2
8
1
4
2
5
-E
F
E
C
1
4
2
5
-E
E
B
0
1
4
2
5
-E
D
7
4
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K