Fréttablaðið - 17.03.2015, Page 8
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
67
89
2
Frá kr.
99.900
Páskar á
Kanarí
Hotel Waikiki
Frá kr. 199.900
m/allt innifalið
Netverð á mann
frá kr. 199.900 m.v.
2 fullorðna í herbergi.
24. mars í 13 nætur.
Rey Carlos
Frá kr. 159.900
m/hálft fæði
innifalið
Netverð á mann
frá kr. 159.900 m.v.
2 fullorðna í herbergi.
24. mars í 13 nætur.
Eugenia Victoria
Frá kr. 149.900
m/hálft fæði
innifalið
Netverð á mann
frá kr. 149.900 m.v. 2
fullorðna og 2 börn í
herbergi. Netverð á mann
frá kr. 182.900 m.v. 2 ful-
lorðna í herbergi.
24. mars í 13 nætur.
Walhalla
Frá kr. 99.900
Netverð á mann frá
kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna
og 2 börn í íbúð. Netverð
á mann frá kr. 139.900
m.v. 2 fullorðna í íbúð.
24. mars í 13 nætur.
SÉRTILBOÐ
RÚSSLAND Vladimír Pútín Rúss-
landsforseti steig fram í sviðs-
ljósið í gær að nýju eftir tíu daga
fjarveru. Fjölmiðar fylgdust með
þegar hann tók á móti Almazbek
Atambajev, forseta Kirgisistans,
í Kreml.
Síðast sást hann opinberlega
5. mars þegar hann hitti Matteo
Renzi, forsætisráðherra Ítalíu.
Enga skýringu gaf hann á fjar-
verunni, en sagði að lífið væri
harla leiðinlegt ef ekki væri fyrir
kjaftasögurnar.
Breska dagblaðið The Inde-
pendent hafði samt eftir rúss-
neskri fréttastofu að að forsetinn
hefði verið með flensu. Austur-
rískt dagblað segir hann aftur á
móti hafa verið í Vínarborg þar
sem hann hafi verið í meðferð hjá
lækni vegna bakverkja.
Kvöldið áður hafði Pútín vakið
athygli vegna ummæla sinna í
nýrri rússneskri heimildarmynd,
sem gerð var í tilefni þess að nú
er eitt ár liðið frá því Krímskagi
var innlimaður í Rússland. Og
þar gegndi Pútín lykilhlutverki,
rétt eins og hann sjálfur skýrir
fúslega frá í myndinni sem frum-
sýnd var í rússnesku sjónvarpi á
sunnudagskvöld.
„Krímskagi: Leiðin heim,“
heitir myndin og Pútín líkir þar
Krímskaga við Kosovo, svæði
sem Serbar misstu á endanum úr
greipum sér þrátt fyrir örvænt-
ingarfullt stríð til að koma í veg
fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis.
„Krímskagi er ekki bara eitt-
hert landsvæði í okkar huga,“
segir Pútín í myndinni. „Sögu-
lega séð er hann rússneskt land-
svæði,“ og vísar til þess að
Krímskagi hafi tilheyrt Rúss-
landi þangað til Stalín ákvað árið
1954 að setja hann undir Úkraínu.
Enda tilheyrði Úkraína hvort eð
er Sovétríkjunum á þeim tíma.
Pútín sakar Bandaríkjamenn
um að bera ábyrgð á stjórnar-
byltingu öfgamanna í Kænugarði,
sem hafi orðið til þess að íbúar
Krímskaga vildu segja skilið við
Úkraínu.
Bandaríkjamenn hafi reynt að
fela sig á bak við Evrópuríki, en
Pútín segist hafa séð í gegnum
þann blekkingarleik: „Við viss-
um að á bak við tjöldin voru það
hinir bandarísku vinir okkar sem
raunverulega voru heilinn á bak
þetta.“
Hann segir Rússa ekki hafa
viljað fara út í stríð: „Ekki vorum
það við sem frömdum valdarán,
heldur voru það þjóðernissinn-
arnir og fólk með öfgaskoðanir.“
Hins vegar hafi hann verið reiðu-
búinn að grípa til hvaða aðgerða
sem er til að bjarga rússnesk-
um íbúum Krímskaga, jafnvel
að beita kjarnorkuvopnum: „Við
vorum reiðubúnir til þess.“
gudsteinn@frettabladid.is
Sakar Bandaríkin
um Úkraínustríðið
Pútín Rússlandsforseti steig fram í sviðsljósið í gær eftir tíu daga fjarveru og sagð-
ist hafa gaman af kjaftasögunum. Í nýrri heimildarmynd lýsir hann aðdraganda
innlimunar Krímskaga og viðurkennir fúslega að hafa gegnt þar lykilhlutverki.
BROSIR BREITT Pútín Rússlandsforseti gaf engar skýringar á fjarveru sinni þegar
hann hitti forseta Kirgisistan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
DANMÖRK Börn í Danmörku, þau
yngstu sex ára, setja myndir og
hreyfimyndir af sér á netið. Í
sumum tilfellum er um kynferðis-
legt efni að ræða, hefur Kristilega
Dagblaðið eftir ráðgjafanum Gitte
Jakobsen hjá samtökunum Red
Barn et. Hún segir mörg börn stofna
aðgang á samfélagsmiðlum eins og
Facebook og Instagram, jafnvel þótt
aldurstakmarkið sé 13 ára.
Vitnað er í skýrslu Internet Watch
Foundation í Bretlandi sem berjast
gegn kynferðislegu ofbeldi gegn
börnum á netinu ásamt Microsoft.
Þar segi að 17,5 prósent af 3.803
hreyfimyndum og myndum á netinu
með kynferðislegu innihaldi sem
rannsakaðar hafi verið séu gerð af
börnum 15 ára og yngri. 7,5 prósent
af 10 ára börnum og yngri. Sífellt
fleiri börn birta slíkar myndir.
Langflestar myndanna eru af
stúlkubörnum. Ein myndanna er
af sjö ára stúlku sem afklæddi sig
fyrir framan vefmyndavél fyrir
óþekktan notanda á síðu þar sem
fólk skiptist á hreyfimyndum. - ibs
Rannsókn á hreyfimyndum og öðrum myndum sem börn setja á netið:
Sex ára birta af sér nektarmynd
SAMFÉLAGSMÁL Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð-
unar um málefni innflytjenda og útlendinga á
Íslandi er innanríkisráðuneytið hvatt til þess að
ljúka sem fyrst heildarendurskoðun laga um mál-
efni útlendinga. Þar kemur fram að Ríkisendur-
skoðun telji að stjórnvöld þurfi að framfylgja
betur stefnu sinni og lagaákvæðum um málefni
innflytjenda.
Í skýrslunni er fjallað um málefni innflytjenda
og útlendinga á Íslandi. Innanríkisráðuneytið
annast þau málefni útlendinga sem varða dvöl
þeirra og búsetu hér á landi og jafnframt mál
hælisleitenda. Velferðarráðuneytið og stofnanir
þess annast á hinn bóginn málefni innflytjenda
auk þess að sinna málefnum flóttamannahópa
og atvinnumálum útlendinga. Að mati Ríkis-
endurskoðunar felast ýmsir annmarkar í þess-
ari tvískiptingu. Meðal annars telur stofnunin
að afgreiðsla dvalar- og atvinnuleyfa útlendinga
sé flóknari og tímafrekari en hún þyrfti að vera
þar sem við afgreiðslu mála þurfi báðar þessar
stofnanir að koma að. Telur Ríkisendurskoðun að
af þessu hljótist kostnaður fyrir ríkið sem hægt
væri að minnka með einföldun stjórnsýslunnar.
Kannað verði hvort rétt sé að færa málaflokkinn
undir eitt ráðuneyti og einfalda stofnanakerfið.
- vh
Ráðuneyti hvatt til að ljúka endurskoðun laga um málefni útlendinga:
Vilja einfalda stofnanakerfið
SAMFÉLAGSMIÐLAR Sífellt fleiri börn
birta af sér nektarmyndir á samfélags-
miðlum. NORDICPHOTOS/AFP
INNANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Í skýrslunni kemur fram að
afgreiðsla dvalar- og atvinnuleyfa sé flóknari og tímafrekari en
hún þyrfti að vera. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Krímskagi er ekki
bara eitthvert land-
svæði í okkar huga.
Sögulega séð er hann
rússneskt landsvæði.
Vladímír Pútín
Rússlandsforseti.
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
5
-E
C
3
8
1
4
2
5
-E
A
F
C
1
4
2
5
-E
9
C
0
1
4
2
5
-E
8
8
4
2
8
0
X
4
0
0
5
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K