Fréttablaðið - 17.03.2015, Page 14
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Sigurjón Magnús
Egilsson
sme@frettabladid.is
Undanfarna daga hefur verið deilt um
grundvallarþætti lýðræðisins, um þing-
ræðið og framkvæmdarvaldið í tilefni þess
að ríkisstjórnin hefur – að því er virðist
– afturkallað umsókn Íslands um aðild að
Evrópusambandinu. Hefur hún rétt til að
gera þetta upp á sitt eindæmi eða þarf hún
að leita fulltingis Alþingis? Hér verður
ekki farið út í efni þessa einstaka tilviks
heldur einblínt á lýðræðisþátt málsins.
Deilur af þessum toga væru í mörgum
lýðræðisríkjum útkljáðar fyrir stjórnlaga-
dómstóli. Af alræmdu tilefni ruddu Þjóð-
verjar brautina eftir stríð og settu á lagg-
irnar stjórnlagadómstól sem vakir yfir
því að valdi sé ekki misbeitt. Síðan hafa
fjölmörg Evrópuríki fetað í fótspor þeirra,
ekki síst hin nýju lýðræðisríki í Austur-
Evrópu.
Vitaskuld verður ekki stjórnlagadóm-
stól komið á nema með breyttri stjórnar-
skrá. Atvikin undanfarið ættu að sýna
okkur hve brýnt er að koma nýrri stjórnar-
skrá í höfn. Hvers vegna? Forseti þýska
stjórnlagadómstólsins hefur svarað þessu
skorinort. „Frelsi og lýðræði án stjórnar-
skrár er óhugsandi,“ sagði dómsforsetinn
og bætti við að stjórnarskrá væri handa
minnihlutanum. Meirihluti sem ekki byggi
við aðhald gæti leiðst til að kúga minni-
hlutann. Þess vegna þyrfti óvefengjanleg
grunnréttindi, þess vegna þyrfti að tjóðra
stjórnmálin með réttarreglum og þess
vegna væri nauðsynlegt að hafa dómstól,
stjórnlagadóm, sem gætti þess að farið
væri að grunnreglunum.
Stjórnlagaráð tók að nokkru á þessum
vanda og vildi koma á sérstakri úrskurð-
arnefnd, Lögréttu, sem vísi að stjórnlaga-
dómstól. Trúlega þarf að ganga lengra.
Það mætti hugsanlega gera í tengslum við
þá áformuðu breytingu á dómskerfinu að
koma á millidómstigi. Þá verður Hæstarétti
lyft á hærri stall og kynni hann því að geta
tekið að sér hlutverk stjórnlagadómstóls.
En grundvöllurinn verður að vera traustur
og byggjast á stjórnarskrárákvæði.
Lærum af reynslunni. Treystum lýðræð-
ið – með endurbættri stjórnarskrá.
Það þarf stjórnlagadómstól
til að sporna við gerræði
➜ Deilur af þessum toga væru í
mörgum lýðræðisríkjum útkljáðar
fyrir stjórnlagadómstóli.
LÝÐRÆÐI
Þorkell Helgason
fv. fulltrúi í stjórn-
lagaráði
Hvernig er velsæld mæld?
Ekki er augljóst hvernig öfund annarra
brýst fram hvað varðar sterka stöðu
Skagafjarðar, sem Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra gerði víst
að umræðuefni í þættinum Eyjunni um
nýliðna helgi. Þegar Hagstofa Íslands
lauk við að telja íbúa landsins kom
glöggt í ljós að hvergi fækkar fólki meir
en á Norðurlandi vestra, en þar fækkaði
íbúum nánast fimm sinnum meira en
þar sem þeim fækkaði næstmest.
Eins fækkar íbúum á Sauðár-
króki milli ára. Velmegunin á
skagfirska efnahagssvæðinu er
greinilega málum blandin, eða
hún gagnast fólk misvel. Með
þeim afleiðingum að íbúum
fækkar meira en víðast annars
staðar á landinu.
Mér líður vel
Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra
svaraði, aðspurð á Alþingi í gær, að hún
hefði það bara fínt. Katrín Júlíusdóttir
vitnaði í orð ráðherrans frá því fyrir
síðustu kosningar þar sem Ragnheiður
Elín sagðist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu
um aðildarumsóknina að Evrópusam-
bandinu. Ragnheiður Elín sagði að sér
liði vel með það sem hún hefði sagt
um málið og að hún hefði oft greitt
atkvæði með að málið gengi til þjóðar-
atkvæðis. Skömmu áður hafði Sigrún
Magnúsdóttir umhverfisráðherra
upplýst að öll ríkisstjórnin stæði að
baki utanríkisráðherra um bréfaskrifin
til Evrópusambandsins. Deilan
nú er ekki síst um að
málið gengur ekki til
þjóðaratkvæðis.
Frænka við frænda
Guðrún Pétursdóttir, sem talaði á úti-
fundinum á Austurvelli á sunnudag og er
frænka Bjarna Benediktssonar, talaði þar
til frænda síns: „Gættu að þér, Bjarni, þú
ert ungur maður og átt vonandi langt líf
fyrir höndum. Farðu vel með trúverðug-
leika þinn. Hann er eitt það dýrmætasta
sem maður á.“ Guðrúnu er ekki eins
annt um framsóknarmenn. „Um Fram-
sókn er mér sama,“ sagði Guðrún meðal
annars í ræðu sinni. Frænka formanns-
ins rifjaði upp loforð sem féllu
fyrir kosningar: „Það leikur
enginn vafi á hvað stjórnarlið-
ar sögðu fyrir kosningar […]
játa að ég lagði eyrun ekki
sérlega við því sem fram-
sóknarmenn sögðu …“
sme@frettabladid.is
LISSABON 16.-20. APRÍL
YNDISLEG SUÐRÆN BORG, HAGSTÆTT VERÐLAG, EIN
ÓDÝRASTA STÓRBORG EVRÓPU. ÍSLENSK FARARSTJÓRN.
Gisting í 4 nætur með morgunnmat.
NETVERÐ FRÁ 99.900 KR.
NÁNAR Á UU.IS
Innifalið er flug, gisting, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn, 20 kg taska og handfarangur.
Þ
að var sunnudaginn 4. janúar sem boltinn fór af stað.
Þá sat Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í hljóðveri
Bylgjunnar og svaraði þar spurningu um hvort lögð
yrði fram ný tillaga um að slíta aðildarviðræðunum
við Evrópusambandið. Hann sagði að það yrði gert. Í
framhaldi svaraði bæði hann og aðrir ráðherrar á sama veg.
Því kom öllum á óvart, formanni utanríkisnefndar Alþingis
sem öðrum, að farin var önnur leið. Ríkisstjórn Íslands sendi
utanríkisráðherrann utan nestaðan með bréf um óljósan vilja
íslensku ríkisstjórnarinnar. En hvers vegna?
„… ástæðan fyrir því að orðalagið var með þeim hætti að
hugsanlega kæmi fram tillaga var sú að menn sáu ástæðu til
að meta stöðu þessa máls í ljósi alls þess sem gerst hefur frá
því að tillaga var lögð fram
síðast. Hluti af þeirri vinnu
fólst í samskiptum við Evrópu-
sambandið á síðustu vikum og
út úr þeim samskiptum kom
niðurstaða sem er auðvitað,
þegar öllu er á botninn hvolft,
hin augljósa besta niðurstaða
í málinu, það er að ljúka þessu
á sem jákvæðastan hátt gagnvart Evrópusambandinu, ef svo
má segja, gera þetta í góðu.“ Þannig skýrði forsætisráðherr-
ann, á Alþingi í gær, hvers vegna horfið var frá því að taka
málið fyrir á Alþingi, og senda frekar Gunnar Braga Sveins-
son utan með bréfið góða, eða vonda, fer eftir hvaða augum
fólk lítur það.
Þetta mál ætlar að verða þrálátt deilumál. Og engin lausn er
sýnileg, allavega ekki sem sættir ólík sjónarmið. Núverandi
ríkisstjórn er einhuga gegn því að Ísland gangi í Evrópusam-
bandið. Og gott betur: er á móti aðildarviðræðum. Er bara á
móti. Sigmundur Davíð áréttaði þetta á þingi í gær: „Það er
ekki vilji þessarar ríkisstjórnar að ganga í Evrópusambandið
og þar af leiðir að Ísland getur ekki á sama tíma verið umsókn-
arríki.“ Er það svo? Er ráðherrann alveg viss í sinni sök? Hefði
mátt láta málið hvíla í þeim friði sem það var í, þar til forsætis-
ráðherra svaraði spurningunni 4. janúar síðastliðinn?
Ríkisstjórnin hafði, að því er fram hefur komið, samráð við
Evrópusambandið við bréfaskriftina, sem þó er svo loðin að
leit er að tveimur sem skilja innihald bréfsins á sama veg.
Árni Páll Árnason kom að samráðinu á þinginu: „Það er
mjög athyglisvert að heyra að forsætisráðherra hafi lagt svo
mikið á sig til að synja þingi og þjóð um aðkomu að þessari
ákvörðun að hann hefur farið fjallabaksleiðir í samningaþrefi
við Evrópusambandið til að semja bréf, fullt af hálfsannleika,
sem geri honum kleift að halda því fram að aðildarumsóknin
hafi verið dregin til baka þegar hún hefur ekki verið dregin
til baka.“
„Það voru engir samningar við Evrópusambandið,“ sagði
ráðherrann, en hafði áður talað um samskipti við Evrópusam-
bandið vegna bréfaskriftanna.
Málið allt mun tefja önnur störf Alþingis. Drjúgur hluti
gærdagsins fór í upprifjun þingmanna á löngu sögðum orðum
og löngu gerðum hlutum. Engum dylst að ríkisstjórnin er á
flótta frá Alþingi með málið. Hún strandaði því í fyrra og
ætlaði að komast lengra núna. Hörð barátta er fram undan.
Mjög hörð.
Þingmenn og ráðherrar velta vöngum yfir bréfinu:
Gera þetta í góðu
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
2
5
-E
7
4
8
1
4
2
5
-E
6
0
C
1
4
2
5
-E
4
D
0
1
4
2
5
-E
3
9
4
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K