Fréttablaðið - 17.03.2015, Page 22

Fréttablaðið - 17.03.2015, Page 22
FÓLK|HEILSA PopCorners er fitulítið snakk sem hentar þeim sem vilja hugsa um heilsuna. Þegar maður byrjar á pokanum er engin leið að hætta fyrr en hann er búinn,“ segir Kamilla Sveinsdóttir, rekstrar- og markaðs- stjóri Core ehf. Hún segir PopCorners hollari val- kost þar sem það sé unnið á heilsu- samlegri máta. „PopCorners-snakkið er hvorki djúpsteikt í olíu né bakað heldur er maísinn poppaður með heitu lofti. Það má því vel leyfa sér PopCorners þótt maður sé í aðhaldi en í hundrað grömmum af PopCorners Seasalt eru til að mynda einungis átta grömm af fitu, sólblómaolíu,“ segir Kamilla. „Vinsælustu bragðtegundirnar sem við bjóðum upp á eru sjávar- salt, cheddar-ostur og kettle og einnig sweet chili. Sweet chili er sjúklega gott bragð sem rífur í. Ég leyfi mér óhikað að fá mér PopCorners með góðri samvisku þegar mig langar í eitt- hvert gott nasl.“ HOLLARA SNAKK CORE KYNNIR PopCorners er kærkomin lausn fyrir þá sem kjósa fitulítið snakk en PopCorners er hvorki djúpsteikt né bakað. GOTT NASL Kamilla Sveinsdóttir, rekstrar- og markaðsstjóri Core, seg- ist fá sér Popcorners með góðri samvisku þegar hana langar í gott nasl. MINNI FITA Í hverjum hundrað grömmum af PopCorners seasalt eru einungis átta grömm af fitu. Vinsælustu bragðteg- undirnar eru sjávarsalt, cheddar, kettle og sweet chili. Læknateymi við Stellenbosch-háskólann og Tyger- berg-sjúkrahúsið í Höfðaborg í Suður-Afríku hefur greint frá því að tekist hafi að græða gjafalim á mann. Sjúklingurinn er 21 árs gamall maður sem missti lim sinn eftir illa framkvæmdan umskurð þegar hann var átján ára gamall. Aðeins einn sentímetri stóð eftir af limnum. Hefð er fyrir því víða í Suður-Afríku að um- skera drengi þegar þeir ná fullorðinsaldri. Læknar í Suður-Afríku segja mikla þörf á limágræðslum í landinu þar sem tugir og jafnvel hundruð drengja séu lemstraðir eftir umskurð. Limágræðslur með gjafalim hafa verið reyndar nokkrum sinnum áður, til dæmis í Kína. Þar gekk aðgerðin vel en líkami sjúklingsins hafnaði síðar limnum. Aðgerðin í Suður-Afríku, sem tók níu tíma, var framkvæmd af Andre Van der Merwe, sem hefur aðallega fengist við nýrnaígræðslu. Hann sagði limágræðsluna vissulega mun flóknari þar sem æðar eru mun minni auk þess sem tengja þarf smáar taugar. Læknateymið notaði aðferðir sem voru þróaðar til að framkvæma fyrstu andlits- ágræðsluna. Aðgerðin fór fram í desember á síðasta ári og segja læknar að bati mannsins hafi verið hraður. Hann hafi ekki fulla tilfinningu í limnum en það geti tekið allt upp í tvö ár. Hins vegar geti maðurinn pissað, fengið stinningu, fullnægingu og sáðlát. LIMÁGRÆÐSLA MEÐ GJAFALIM HEPPNAST Í FYRSTA SINN XHOSA-DRENGIR Drengir úr Xhosa-ættbálknum í Suður Afríku gangast undir manndómsathöfn. NORDICPHOTOS/GETTY facebook.com/CommaIceland Smáralind Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS „For Women“ gegn sveppasýkingu,bakteríusýkingu og þvagfærasýkingu 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 2 6 -0 4 E 8 1 4 2 6 -0 3 A C 1 4 2 6 -0 2 7 0 1 4 2 6 -0 1 3 4 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.