Fréttablaðið - 17.03.2015, Síða 32
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsurækt ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 201510
Mjólk er líklega næringarríkasta matvara sem völ er á, hún er góð uppspretta kolvetna, próteina,
vítamína og steinefna. Mjólk er jafnframt
besti kalkgjafi sem völ er á,“ segir Björn
S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS.
Mikil umræða hefur verið um D-víta-
mín á undanförnum misserum og stór-
an hluta ársins fá Íslendingar ekki nægi-
legt D-vítamín. „Segja má að vítamínið sé
hálfgert vandræðavítamín fyrir þá sem
búa á norðurslóð-
um. Það er mynd-
að í líkamanum
með hjálp sólar-
ljóssins en þegar
sólar nýtur ekki
er mikilvægt að
fá D-vítamínið úr
fæðunni. Þá er úr
vöndu að ráða þar
sem afar fá mat-
væli innihalda D-
vítamín frá nátt-
úrunnar hendi,
þar er í raun aðeins um að ræða lýsi og
feitan fisk. Þess vegna er D-vítamínbætt
léttmjólk góður valkostur fyrir okkur, en
í einu glasi er einn þriðji af ráðlögðum
dagskammti,“ segir Björn og áréttar að
D-vítamín sé fólki nauðsynlegt fyrir vöxt
og þroska beina og hjálpi fólki að takast á
við daginn með bros á vör.
Í landskönnun á mataræði sex ára
barna á vegum Rannsóknarstofu í nær-
ingarfræði við HÍ og Landspítala, sem
gerð var á árunum 2011-2012, kom í ljós
að einungis fjórðungur barnanna neytti
ráðlags dagskammts eða meira af D-víta-
míni. „Þegar litið er til þess að á yngri
árum er beinmyndun í hámarki og þörf
fyrir D-vítamín sérstaklega mikil, þá er
ljóst að bregðast þarf við. Mikilvægt er að
leita leiða til að bæta mataræði íslenskra
barna og þar er D-vítamínbætt mjólk og
aðrar mjólkurvörur góður kostur,“ segir
Björn.
Mikilvægt er að vörur sem eru algengar
á borðum landsmanna innihaldi þetta lífs-
nauðsynlega vítamín en það eru liðin rétt
um þrjú ár síðan Mjólkursamsalan kynnti
fyrst D-vítamínbætta léttmjólk og var
hún þróuð að beiðni heilbrigðisyfirvalda.
„Neytendur hafa tekið mjólkinni vel og er
óhætt að segja að D-vítamínbætt léttmjólk
sé eins og hollur sólargeisli í glasi.“
D-vítamínbætt léttmjólk frá MS
– hollur sólargeisli í glasi
Mjólkursamsalan kynnti D-vítamínbætta léttmjólk fyrst fyrir þremur árum. Neytendur hafa tekið mjólkinni vel enda nauðsynlegt
fyrir fólk sem býr á norðlægum slóðum að fá nægilegt D-vítamín. Í einu glasi er einn þriðji af ráðlögðum dagskammti.
Björn S. Gunnarsson,
vöruþróunarstjóri MS.
Í landskönnun á mataræði sex ára barna á vegum Rannsóknarstofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, sem gerð var á árunum 2011-2012, kom í ljós að einungis
fjórðungur barnanna neytti ráðlags dagskammts eða meira af D-vítamíni.
Það er aldrei of seint að hefja skipulagðar göngur eða létt fjallaklifur. Úrval göngu-
hópa og ferðafélaga er starfandi
allt árið um kring hérlendis, standa
flestum opnir og yfirleitt án end-
urgjalds. Ein þeirra sem hafa verið
dugleg að ganga undanfarin ár er
hin 73 ára gamla Margrét S. Páls-
dóttir, sem segir að fjöldi opinna
gönguhópa á Facebook hafi gjör-
breytt landslaginu en sjálf tilheyr-
ir hún nokkrum þeirra. „Eftir að ég
flutti heim frá Bandaríkjunum, þar
sem ég hafði búið í fimm ár, lang-
aði mig að prófa að ganga á fjöll.
Þá var ég tæplega fimmtug. Fyrsta
ferðin var til Hima laya í Nepal sem
er nú tiltölulega auðveld gönguferð.
Næsta ferð var vikuferð á Horn-
strandir sumarið eftir með Ferða-
félagi Íslands. Upp úr þessu fór ég
að fara í dagsferðir með Ferðafélagi
Íslands og Útivist og yfirleitt í eina
vikuferð á hverju sumri.“
Göngurnar tóku þó stökk upp
á næsta stig hjá Margréti með til-
komu allra gönguhópanna á Face-
book sem fyrr segir. Sjálf er hún
meðlimur í þremur þeirra; Veseni
og vergangi, Fjallagörpum og -gyðj-
um og Ferðafélagi Árnesinga. Með-
limir tveggja fyrrnefndu hópanna
eru um 5.000 en í Ferðafélagi Ár-
nesinga eru rúmlega 800 manns.
Meðlimir eru þó misvirkir en Mar-
grét gengur nokkuð reglulega með
þeim öllum. Auk þess tilheyrir hún
einnig gönguhópnum Fjallafreyj-
um þar sem göngur eru skipulagð-
ar nokkrum sinnum í viku. „Ég er
búin að kynnast mörgu aldeilis frá-
bæru fólki í þessum hópum. Það er
ekkert klíkustand í þessum göng-
um, allir eru glaðir og góðir og það
ríkir mikið fjör meðal fólks.“
Fundvís foringi
Að öðrum gönguhópum ólöstuð-
um heldur Margrét mikið upp á
Vesen og vergang sem Einar Skúla-
son stofnaði árið 2011. „Þar veit
maður alltaf að öryggið er í fyrir-
rúmi. Það sem gerir þessar göng-
ur svona skemmtilegar er nátt-
úrulega hvað foringinn er fund-
vís á skemmtilegar leiðir og svo
fólkið sem tekur þátt. Það er ekki
nokkur manneskja í þessum oft
stóru hópum sem er neikvæð. Bara
aldrei neitt vesen þrátt fyrir nafnið!
Þannig að þetta er alveg jafn mikil
heilsubót fyrir sál og líkama.“
Margrét er búin að skipuleggja
nokkrar göngur í sumar. „Ég mun
labba Vatnaslóðir í júlí með Veseni
og vergangi þar sem gengið verð-
ur um fallegar slóðir milli Mýra og
Dala. Einnig mun ég ganga Fimm-
vörðuhálsinn með Fjallgörpum og
-gyðjum um Jónsmessuna eins og
tvö slíðastliðin ár. Um verslunar-
mannahelgina tek ég þátt í göngu-
helgi á Súðavík með Veseni og
vergangi og svo stekkur maður á
eitthvað skemmtilegt ef eitthvað
býðst.“
Hún segir lítið mál að rífa sig
upp úr sófanum og hefja göng-
ur, jafnvel þótt maður sé kominn
yfir miðjan aldur. „Þó er mikil-
vægt að hafa í huga að keyptir séu
góðir gönguskór. Svo má byrja á
því að taka þátt í göngum á virkum
dögum hjá þessum opnu göngu-
hópum. Þetta eru yfirleitt léttar
og skemmtilegar göngur, ekki síst
yfir vetrartímann, en þá göngum
við yfirleitt með ennisljós í myrkr-
inu. Þannig að nægt er framboð-
ið ef fólk hefur áhuga á að byrja og
öllum er vel tekið. Ég þekkti engan
til að byrja með í opnu hópunum
en fólk kynnist fljótt og auðveld-
lega þar.“
Aldrei neitt vesen á göngufólkinu
Skipulagðar göngur og létt fjallaklifur eru tilvalin heilsurækt fyrir fólk á öllum aldri. Margir gönguhópar eru starfræktir á Facebook
og eru opnir almenningi. Mikil gleði og fjör ríkir jafnan meðal göngumanna og nýir meðlimir eru fljótir að falla í hópinn.
Margrét ásamt glöðum og góðum göngufélögum eftir skemmtilega gönguferð. MYND/ÚR EINKASAFNI
„Ég er búin að kynnast mörgu aldeilis frábæru fólki í þessum hópum,“ segir göngugarp-
urinn Margrét Pálsdóttir, hér fyrir miðri mynd á leið upp Helgafell. MYND/ÚR EINKASAFNI
1
6
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
2
6
-0
9
D
8
1
4
2
6
-0
8
9
C
1
4
2
6
-0
7
6
0
1
4
2
6
-0
6
2
4
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K