Fréttablaðið - 17.03.2015, Page 54

Fréttablaðið - 17.03.2015, Page 54
17. mars 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 34 Óskar Þór Axelsson, sem er hvað þekktastur fyrir leik- stjórn sína á myndinni Svartur á leik, mun leikstýra mynd sem unnin er upp úr sögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem naut mikilla vinsælda hérlendis og erlendis þegar hún kom út. „Ef ég ætti að lýsa myndinni þá myndi ég segja að hún verði draugaþriller,“ útskýrir leikstjórinn sem er farinn að huga að tökum. Myndin verður framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og Zik Zak. Í síðustu viku hlaut hún 90 milljóna króna styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og segir Óskar styrkinn vera gríðarlega mikilvægan. „Við hefðum aldrei getað gert myndina ef það væri ekki fyrir þennan styrk. Vissulega er heilmikill áhugi að utan, ekki síst vegna vinsælda sögunnar. En þegar maður gerir svona mynd þarf maður alltaf ákveðna viðurkenningu frá heima- markaðinum. Þetta er mikilvægt til að geta ýtt verk- efninu af stað,“ útskýrir h. Brosir nú hringinn Óskar segir mikla pressu fylgja því að gera handrit byggt á áður útgefinni sögu, eins og í þessari mynd. „Þetta er auðvitað öðruvísi en að gera frumsamið handrit. Þessu fylgir meiri pressa, því fólk sér fyrir sér karakterana þegar það les bókina. En að sama skapi er gott að hafa söguna til að styðjast við þegar maður skrifar handritið, sem hjálpar mikið til. Svo er yfirleitt beðið eftir kvik- myndum sem byggðar eru á svona vinsælum sögum með mikilli eft- irvæntingu,“ segir Óskar og bætir við að hann hafi verið afar sáttur við viðbrögð Yrsu, þegar hún las handritið. „Eftir að hafa kviðið því ógur- lega að lesa kvikmyndahandrit- ið að Ég man þig, brosi ég núna hringinn. Í stuttu máli þá er handritið sannkölluð meistara- smíð,“ segir Yrsa um handrit- ið sem Óskar samdi ásamt Ottó Borg. „Sérstaklega þótti mér skemmtilegt sem höfundi sög- unnar að sjá hvernig handrits- höfundarnir tækla mikilvæg atriði sem koma til dæmis fram í hugsunum persónanna í frum- textanum,“ bætir Yrsa við. Tvær sögur fléttaðar saman „Þetta eru í raun tvær sögur sem fléttast saman í eina,“ segir Óskar um Ég man þig og bætir við: „Þessar sögur lúta ólíkum lögmálum. Önnur er alveg ekta draugasaga, en hin meiri sakamálasaga. Þær hafa ólíkan takt og það þarf að vanda vel til verka við að koma þeim til skila, hvorri á sinn hátt.“ Hann segir að þegar hann las söguna í fyrsta sinn hafi það aldrei vafist fyrir honum að hægt væri að gera sögunni góð skil á hvíta tjald- inu. „Þegar maður fer í svona verkefni er nauðsynlegt að lesa söguna nokkrum sinnum. Þegar ég las hana í fyrsta sinn var aldrei vafi á að þetta yrði að kvikmynd. Við fyrsta lestur reynir maður bara að ná tilfinning- unni í sögunni. Maður sér fyrir sér nokkrar senur hér og þar, hvað virkar í kvikmynd og hvað ekki,“ segir Óskar. Myndin verður fyrsta kvikmyndin byggð á sögu eftir Yrsu. „Það er auðvitað ákveðinn skandall að það sé ekki búið að mynda neina af sögum Yrsu. Þetta er algjört draumaverkefni.“ Líklegast tekið upp fyrir vestan Sögusvið bókar Yrsu er Ísafjörður og Hesteyri. Óskar segist nokkuð kunnugur aðstæðum á Vestfjörðum og að allar líkur séu á að tökur fari að mestu fram þar. „Sagan gerist að vetri til. Við þurfum að huga að ýmsu þegar kemur að tökum. Við erum ekki búin að fullgera planið yfir tökur. En við viljum algjörlega taka upp á Ísa- firði og Hesteyri. Það ættu að verða einhverjar svaðil- farir þarna fyrir vestan.“ Ekki er búið að ráða í hlutverk í myndinni. Yrsa segist sjálf hlakka mikið til þess að sjá hvaða leikkonur verði í aðalhlutverkum. Hún segist vera hvað ánægðust með að Katrín og Líf haldi sessi sínum sem burðar- persónur sögunnar í þeim hluta sem gerist á Hesteyri og vísar þar til umræðunnar um skort á spennandi kven- hlutverkum í kvikmyndum. „Ég er mjög spennt að sjá hvaða leikkonur verða valdar í hlutverk þeirra, sem og auð- vitað önnur hlutverk. Það gleður mig líka að myndin skuli verða íslensk í húð og hár. Ég hlakka mikið til að sjá afraksturinn, ekki síst til að geta dáðst að fögru umhverfi Vestfjarða á hvíta tjaldinu,“ bætir hún við. Kjartanatli@365.is Mynd byggð á bók Yrsu verður „draugaþriller“ Óskar Þór Axelsson leikstýrir kvikmynd sem verður unnin úr sögu Yrsu Sigurðardótt- ur sem ber titilinn Ég man þig. Yrsa segist hafa brosað hringinn er hún las handritið. ALGJÖRT DRAUMAVERKEFNI Óskar Þór Axelsson leikstjóri segir það algjöran draum að fá að leikstýra kvikmynd byggðri á bók Yrsu. Yrsa Sigurðardóttir segist hafa brosað hringinn þegar hún las handritið sem Óskar gerði í samvinnu við Ottó Borg. VINSÆL BÓK Ég man þig eftir Yrsu var vinsæl hérlendis og erlendis. „Ég er mjög mikil morgunmatarmann- eskja og ég fæ mér eiginlega alltaf linsoðið egg, súrdeigsbrauðsneið með smjöri, osti og spægipylsu. Eitt glas af appelsínusafa og sterkt svart kaffi. Á tyllidögum er brownie úr Passion- bakarínu bætt við.“ Katla Rut Pétursdóttir, leikkona og veitinga- og viðburðastjóri Tjarnarbarsins í Tjarnarbíói. MORGUNMATURINN Hljómsveitin Of Monsters and Men mun koma fram í Hörpu í ágúst. Sveitin send- ir frá sér sína aðra breiðskífu í sumar og leggur sveitin af stað í tónleikaferðalag víða um heim í maímánuði. „Við hlökkum mikið til að spila í Hörpu í ágúst. Það verður gott að koma aðeins heim, halda tónleika og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson um fyrirhugaða tónleika hér á landi. Hin nýja plata sveitarinnar mun bera titilinn Beneath the Skin og verður gefin út hér á landi á vegum Record Records. Sveitin sendi frá sér lagið Crystals í gær, sem er fyrsta smáskífan af plötunni. Með- limir OMAM hafa dvalið ýmist hér á landi eða í Los Angeles undanfarið ár og unnið með upptökustjóranum Rich Costey. Hann hefur unnið með sveitum á borð við Muse, Death Cab for Cutie og Interpol. Sveitin hefur notið mikilla vinsælda um allan heim og komið fram á hátíðum á borð við Lollapalooza, Bonnaroo, Coa chella, Glastonbury og spilað um allan heim á tónleikum. Fyrsta stopp sveitarinnar á tónleikaferðalaginu í ár verður í Toronto í Kanada þann 4. maí. - kak Of Monsters and Men heldur tónleika á Íslandi „Það verður gott að koma aðeins heim og fá skammt af íslensku sumri í leiðinni,“ segir Ragnar Þórhallsson. KOM HEIM Sveitin ferðast víða um heim en kemur svo til landsins í ágúst. MYND/MEREDITH TRUAX 1 6 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 6 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 2 5 -D 8 7 8 1 4 2 5 -D 7 3 C 1 4 2 5 -D 6 0 0 1 4 2 5 -D 4 C 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 5 6 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.